|
Til þess að vera "andlegur."
Maitreya - miðlað af Margaret McElory
Til þess að vera "andlegur" þarf maður að vera sáttur við sjálfan sig og vera fær um að biðjast afsökunar og fyrirgefningar án stolts. Maður þarf að vera hamingjusamur.
Því er oft haldið fram að til þess að vera "andlegur" þurfi maður að hugleiða, dvelja í pýramída, vera grænmetisæta og vera öðruvísi en annað fólk. Þetta gæti ekki verið fjarri sannleikanum. Þetta er allt persónulegt val, það eina sem maður þarf að gera til þess að vera andlegur ef maður vill kalla það því nafni er að vera trúr sjálfum sér! 95% af fólki, jafnvel þeir sem segjast vera andlegir, lifa í lygi og ótta og vilja ekki takast á við hann, eða losa sig við hann!
Þetta fólk vill ekki tala sinn sannleika, það vill heldur ekki viðurkenna þegar það hefur rangt fyrir sér og lifir ekki sinn sannleika. Það vill frekar skipta sér af lífi annarra, heldur en að lifa sínu eigin. Þeim finnst hlátur ekki vera fyrir sig og þau virðast halda að það sé rangt að hlæja. Það er samt ekkert betra en að hlæja, svo framarlega sem það er ekki meiðandi. Það er heldur ekki talað um kynorku og er alveg sama þó hún sé ekki notuð, en til þess að líkaminn og andlega orkustöðvakerfið hreinsist þarf reglulegt kynlíf annað hvort með maka, eða sjálfum sér, það er eitt af því mikilvægasta á svokallaðri „andlegri“ leið.
Kaþólska kirkjan fer fram á að prestar séu einlífir, en lítum á barnaníðinga innan kirkjunnar og hversu mikið tjón hefur orðið og er enn vegna þessarar ákvörðunar. Til þess að vera "andlegur," þarf maður að vera sáttur við sjálfan sig, maður þarf að vera fær um að biðjast afsökunar og fyrirgefningar án stolts. Maður þarf að vera hamingjusamur. Margir eru í störfum sem þeim líkar ekki við og munu ekki að breyta því vegna ótta. Maður þarf að vera án ótta.
Orkan sem þú þekkir sem Guð mun ekki refsa þér af því að þú hugleiðir ekki. Hugleiðsla er á marga mismunandi vegu fyrir fólk, sumir hugleiða á göngu og aðri í sturtu. Miðillinn minn hugleiddi á meðan hún var að strauja. Maður þarf ekki að sitja með krosslagðar fætur í þögn. Ef þú ert eins og tómarúm, þ.e.a.s. líkami þinn hefur engan ótta, stolt, eða aðrar tilfinningar, þá getur Guð fyllt í tómarúmið með yndislegum friði og skilningi um lífið og opnað þig fyrir dásamlegu innsæi.
Fyrir ykkur hin sem hugleiðið á annan hátt, það er ykkar val. Það eru til margvíslegar aðferðir fyrir ykkur hin sem finnst erfitt að hugleiða. Þið þurfið ekki að biðja, við heyrum bænir ykkar. Við munum útvega það sem þið þurfið ef lífsáætlun ykkar leyfir það. Ef þið eruð að endurgreiða karma, eða læra lexíur munum við útvega það þegar þið hafið lokið við lexíuna eða karmað.
Trúarbrögð hafa skapað svo miklar ranghugmyndir um sálina, andann og okkar andlegu veröld. Margir eru óttaslegnir við heimferðina vegna ótta við refsingar. En enginn refsar ykkur. ÞÚ refsar þér þegar þú sérð hvað þú gerðir, eða leyfðir sjálfinu þínu að gera á jörðinni, því að þú snýrð heim án egós, eða sjálfsins.
Andlegheit hefjast með því að vera trúr sjálfum sér, lifa sinn sannleika, hlusta á innsæi sitt og fylgja því umfram allt annað, það er líka um að finna frið innra með sér. Að vera andleg snýst líka um að viðurkenna að þú getir haft rangt fyrir þér! Þið eruð öll sálir á ferðalagi; þið hafið valið þessa leið. Þið eruð þó umfram allt hluti af Guði og Guð refsar ekki. Guð er samúð og kærleikur; þegar maður hefur skynjað það, þá hefur maður sannarlega fundið ást. Ekki örvænta þó að þér finnist þú ekki vera andleg/ur, andlegheit eru margvísleg og það er til leið sem hentar þér. Þú getur valið hvernig þú vilt hafa samskipti við okkur, það eru margar leiðir og það er til leið sem henta þér!
Maitreya
Kennsla Maitreya
Heim
Beint á síðu http://maitreya.co
© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur |
|