Ástin í lífinu ykkarBoðskapur Maitreya - miðlað af Margaret McElroyÁst er án ótta og efa; ást snýst ekki um að þóknast öðrum eða gera aðra hamingjusama. Ást er gleði yfir því að allt er fullkomið eins og það er. Ástin þarfnast einskis, en án hennar leitið þið stöðugt eftir félagsskap. Það eru margir í heiminum í dag sem munu segja þér að svörin við vandamálum heimsins liggi í þeirri staðreynd að það skorti ást í heiminum. Að vissu leyti er það rétt, en áður en þið getið meðtekið sanna ást, verðið þið að byrja á því að elska ykkur sjálf og skilja hvað ástin snýst um. Þið getið ekki tekið á móti ást ef þið eruð uppfull af reiði gagnvart öðrum. Ástleysi veldur því oft að spurningar vakna um það af hverju fólk festist í sama mynstrinu aftur og aftur. Þegar allar afsakanir, hindranir, ótti og aðrar neikvæðar tilfinningar eru úr sögunni, þá fyrst getið þið farið að elska í raun og veru. Flestar tilfinningar og tilfinningatengingar snúast um ást eða hatur. Ef þið haldið í reiði, ótta eða annað hatur, þá getið þið ekki fundið til ástar. Ástin er ekki eitthvað sem kemur til ykkar á einni nóttu; það getur tekið mörg ár að upplifa brot af henni. En þegar þið finnið hana, leyfið því að gerast og ekki flýja vegna ótta við að verða særð eða missa sjálfstæði jafnvel vegna einhvers sem gerðist í fyrri lífum. Ástin getur verið yndisleg orka sem getur hjálpað ykkur í lífinu ef þið samþykkið hana. Sönn ást gerir ykkur kleift að aðgreina ykkur frá tilfinningum og sjá lífið eins og það er í raun og veru, án blekkinganna sem fylgja því. Hún er ekki stjórnandi eða ráðrík, og hún skilur aðra jafnvel þótt þeir hugsi öðruvísi. Sönn ást spyr ekki „hvers vegna?” – hún samþykkir án dóma eða athugasemda. Ást er án ótta eða efa, hún snýst ekki um að þóknast eða reyna að gera aðra hamingjusama, heldur um að vera í sátt við það sem er. Ást er skilyrðislaust samþykki á vali og ákvörðunum annarra. Hún þarfnast einskis, en án hennar leitum við sífellt eftir félagsskap. Samt er ástin einstök og persónuleg; þið getið ekki þvingað aðra til að elska ykkur – það er þeirra eigið val. Til að finna ástina, þurfið þið fyrst að finna út hver þið eruð. Samkvæmt stjörnuspekinni eruð þið samansafn allrar orku úr fyrri lífum – bæði jákvæðrar og neikvæðrar. Allt sem þið hafið ekki horfst í augu við í fyrri lífum bíður eftir að þið takist á við það aftur. Ástin getur ekki verið inn í myndinni á meðan, vegna þess að þessi tilfinninga þrungna reynsla getur hindrað flæði ástarinnar. Ástin bíður eftir ykkur öllum, það er réttur ykkar að hafa hana í lífinu, en margir finna hana aldrei þar sem þeir eru fastir í eigin tilfinningum. Finndu sjálfa/sjálfan þig og þú munt finna sanna ást. Þegar þið takist á við reiði, ótta og efasemdir, munið þið ekki aðeins finna ástina, heldur skilja hana. Þá mun hjarta ykkar opnast og það mun flæða sönn skilyrðislaus ást. Þið eruð ykkar versti óvinur ef þið þekkið ekki hver þið eruð í raun og veru. Þið haldið að þið vitið það, en þið vitið það ekki. Þegar þið hafið fundið ástina til ykkar sjálfra, getið þið deilt henni með öðrum og upplifað hana á dýpri, skilyrðislausan hátt.
Maitreya
Beint á síðu http://maitreya.co © Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur |
||||||||||||||||||||||