Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Trúarbrögð

 

Boðskapur Maitreya - miðlað af Margaret McElory


Það hryggir okkur, meistarana, að sjá hvað hefur gerst í nafni trúarbragða á jörðinni í dag. Orð guðs var fært til jarðar til að hjálpa mannkyninu og samt hefur það orðið tilgangur stríðs og ósættis.

Af hverju getið þið ekki skilið að hvert og eitt ykkar er einstaklingur með sitt eigið trúarkerfi? Þið voruð sköpuð ólík hvert öðru. Engar tvær manneskjur eru eins, jafnvel tvíburar eru ólíkir. Vegna þessara staðreynda geta ekki allir haft sama trúarkerfið. Ef það væri þannig þá væruð þið eins og kindur eða nautgripir, en þess í stað eruð þið einstakir einstaklingar. Þegar þú getur skilið að þú ert öðruvísi en manneskjurnar við hliðina á þér og að það sé í lagi að vera öðruvísi en þessi manneskja, þá muntu finna frið.

Þú getur ekki þvingað hugmyndum þínum upp á aðra hvorki með stríði né valdi. Það er eðlilegt að vera öðruvísi, hvert og eitt ykkar getur haft annað trúarkerfi en hitt og samt lifað í sátt og samlyndi. Það er aðeins einn guð og samt er þeirri orku sama hvernig þú dýrkar hana, hún biður bara um það af þér að gera þér kleift að eiga betra líf.

Hvað er það sem ágreiningur í trúarbrögðum gerir? Það eina sem hann gerir er að drepa, limlesta, særa og skapa hatur. Það er ekki það sem Guð snýst um. Hin guðlega vera snýst um ást, hreina ást og skilyrðislausa ást til alls mannkyns. Hindúar og búddistar, kristnir og múslimar, hver með sitt trúarkerfi, en vinna samt hlið við hlið að betri heimi.

Þegar þið lærið að umbera hvert annað og virða trúarkerfi annarra án skilyrða, þá eruð þið að gera heiminn betri og skapa frið á jörðinni.

Maitreya


 

 

 

 

Kennsla Maitreya

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur