Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Núna er tækifæri til að heila fortíðina

 

Aurora Message miðlað af Karen Downing

8. október 2013

Það er lögð mikil áhersla á að lifa í núinu. Sköpunin byrjar í núinu, þar er lífinu lifað og fortíðin heiluð. Fyrir þá sem eru að æfa sig markvisst í því að dvelja í núinu, er frumskilyrði að veita hinum djúpa friði athygli. Það snýst um að heila fortíðina. Þú verður ekki fær um að dvelja algjörlega í núinu fyrr en þú hefur náð að meðtaka og uppræta það liðna.

Þegar þú undirbýrð þig fyrir nýtt tímabil þar sem Merkúr er í baksnúningi (21. október – 10. nóvember), notaðu þá sporðdreka orkuna til að fara í innra ferðalag, í djúpkönnun fortíðarinnar. Það er ekki margir sem gera sér grein fyrir því hvernig fyrri líf hafa áhrif á þau núna. Hugsanir, framkvæmd, hegðun og tilfinningar eru undir áhrifum fyrri lífa. Í raun stjórnast um 85% af lífi þínu út frá fyrra lífa mynstri. Þú getur séð af hverju það er svona mikilvægt að uppræta fortíðina, svo það sé raunverulega hægt að dvelja í friðsæld núverunnar.

Þegar merkúr er í baksnúning í sporðdreka, stjörnumerki hins ókannaða og frumspekilega, er kjörið tækifæri að fara inn í og skilja fyrri lífin í sögu sálar þinnar og hvernig þau eru að hafa áhrif á þig hér og nú. Að skilja fyrra lífi orku er miklu meira en það eitt að vita hver, hvað, hvar og hvenær. Fyrri lífa endurupplifun snýst um að taka eftir mynstrum, aðdráttarafli, tilfinningum og minningum sem urðu til vegna fyrri lífa reynslu. Vegna þess að þegar þú verður fær um að skilja áhrifin sem sá hluti hefur, þá verður þú fær um að uppræta fyrri lífa mynstrin sem hafa tök á þér.

Þú gætir velt því fyrir þér, hvernig þú veist hvort þú ert raunverulega undir áhrifum fyrri lífa mynstra. Þú veist að það er þannig þegar þú lendir ítrekað í samskonar uppákomum, lexíum og aðstæðum í lífinu. Þetta birtir sig oft í því að tengjast samskonar persónuleika, endurtaka mynstur á vinnustað, þar sem tilfinningar spila inn í, fjármál, eða önnur svið lífsins.

Aðrar vísbendingar um fyrri lífa áhrif fela í sér djúpar tilfinningar sem tengjast ákveðnum stöðum, tímum og fólki. Draumar og hugleiðslur eru leiðir sem hægt er að nota til að byrja að skoða fyrri lífa orku, en það þarf virkilega að einbeita sér að þessari vinnu til að vera fær um að umbreyta áhrifunum sem fyrri lífa orka hefur til þess að hún hætti að hafa áhrif á þig. Sú vinna er gerð með því að taka eftir því sem þú gerir, viðbrögðum þínum, orðum, hugsunum, tilhneigingum og það sem skiptir mestu máli, því sem þú óttast.  

Um leið og þokunni léttir og mannkynið á möguleika á að sjá meira af sannleika lífsins, þá verður mjög mikilvægt að leyfa ekki aðstæðum fortíðar að hafa áhrif á sýnina í núinu. Horfðu á lífið þitt og taktu eftir fyrri lífa mynstrum, þar sem þú ert að endurtaka, skoðaðu tilfinningar í þeim mynstrum, og ákveddu að gera eitthvað núna til þess að breyta því.

Það er yndislegt að lifa í núinu, en aðeins ef þú ert frjáls að skapa án ótta, tilfinninga, efasemda og að vanmáttur fortíðar sé að hafa áhrif á þig. Nú er kominn tími til að heila fortíðina, þannig að þú getir haldið áfram svo þú hafir meira vald á framtíðinni.

Love, Aurora

 

Skilaboð frá Aurora / Sister

Heim

 

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur