Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Leyfðu ljósinu þínu að skína

 

Aurora miðlað af Karen Downing

16. júlí 2011

Það er kominn tími til að þú leyfir ljósinu þínu að skína frjálst. Það er engin orka nema þínar eigin hugmyndir sem halda þér bundinni/bundnum við þriðju víddina. Þú getur gert hvað sem þú vilt, orðið hvað sem þú vilt. Ert þú tilbúin til þess að hafa þetta mikla frelsi?

Í gegnum tíðina hafa aðstæður mannfólksins verið skilgreindar af mikilvægi þrælkunar, vanmáttar og valds. En núna er þessi orkuvirkni ekki lengur studd af hinni nýju orku jarðarinnar og þá er allt með öðrum hætti en áður.

Núna ráða hugsanir og viðhorf þitt miklu meira um líf þitt en áður. Ef þú trúir því ekki innst inni að ljós þitt sé þess virði að skína frjálst þá mun það ekki gerast. En ef þú telur að þú sért fær um allt, þá munt þú byrja að skapa heim sem er þinn eigin.

Já, það verður áfram einhvers konar form þar sem fólk heldur í ábyrgð fyrir hluti og aðgerðir, en þetta verður allt öðruvísi en áður. Þú hefur vissulega ótakmarkaða möguleika og þegar þú lifir samkvæmt því rými í hjartanu, þá mun heimurinn opnast fyrir þér.

Hvað hefur þig alltaf langað til að gera? Þú getur gert það núna, svo lengi sem þú trúir á sjálfa/n þig og á þá ótakmörkuðu orku sem er í heiminum í kringum þig. Það að fólk dregur að læra að nota þessa nýju orku er vegna þess að eitthvað kemur inn í líf þeirra, sem sýnir þeim takmarkaða tiltrú eða hugsun sem þau þurfa að vinna við að losa út.

Lífið snýst um lærdóm, lærdóm sem á sér stað svo að þú getir losnað undan hringrás endurfæðinga og þurfir aldrei að koma aftur til þess að upplifa sársaukann sem fylgir því að dvelja á jörðinni. Lærdómur er ekki slæmur eða góður, hann er reynsla. Og þessi reynsla getur verið mjög erfið eða mjög auðveld. Í stað þess að læra stærðfræði eða lestur, gætirðu fengið kennslu um ást eða missi í þessum jarðarskóla. Eitt er ekkert betra en annað, þér gæti fundist eitt eða fleiri verkefni vera auðveldara en það sem á eftir kemur.

Lífið snýst um að læra lexíur í mismunandi málaflokkum, vegna þess að í gegnum þá reynslu ert þú að læra um sjálfan þig, hvað þú ert fær um og hvernig þú getur trúað á þig og styrkt þig til þess að takast á við mótlæti. Lexíurnar sem þú ert að takast á við í þessu lífi má finna í stjörnukortinu þínu.

Guð vill ekki að þú þjáist, almættið vill að allar sálir lifi dásamlegu, ástríku og alsælu líf, en til þess að það geti orðið, verður sérhver sál að fara yfir tengingu sína við jörðina á sinni andlegu lífsbraut. Jörðin hefur lengi verið erfiðasta námsplánetan vegna þess að það er ekki auðvelt að sigra lífsins lexíur þegar horfst er í augu við heim sem er í ótta. En þessi ótti hefur verið fjarlægður. Hann hefur verið tekin frá öllum sem hafa einhvern tíman staðið upp á móti kúgurum sínum, sem hafa tekið vald sitt aftur, sem hafa alltaf haft trú á sjálfum sér og deilt brosi með öðrum.

Sérhver sál sem er á jörðinni, er þar til þess að vinna í sinni innri orku, ekki hinu ytra, heldur hvernig þeim líður hið innra. Og ljósið þitt getur skinið frjáls þegar það er ekkert lengur innra með þér sem kastar á það skugga, efa, ótta, reiði, örvæntingu, skömm eða sektarkennd. Eftir þann þrefalda myrkva tíma sem nú hefur gengið yfir, (sólmyrkva -tunglmyrkva) hafa margir af þessum skuggum verið lýstir upp og ljós þitt getur nú skinið frjáls.

Andlegt ferðalag er um að finna þann stað sem er alheill innra með þér og átta þig á því að gleðin er í ferðalaginu sjálfu. Vegna þess að ferðalagið heldur áfram, þú heldur áfram að takast á við jarðartilveruna og heldur áfram að þróast á andlega sviðinu. Það snýst ekki um að reyna að vera fullkomin/n vegna þess að allir og allt er nú þegar fullkomið. Andlegt ferðalag er um að reyna að skilja sjálfan sig og reynslu sína og kenna og miðla þeirri reynslu til annarra. Þegar þú skapar ást, frið og skilning hið innra, þá ert þú fær um að deila þeirri orku með öðrum í kringum þig. Leyfðu ljósinu þínu að skína frjáls.

Love, Aurora

 

Miðluð bréf frá aurora

Ýmislegt

Heim

 

 

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur