Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Á förnum vegi



Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að æfa mig í að finna innri kyrrð og frið úti í náttúrunni en vera samt innan um iðandi mannlíf hið ytra. Aðstæður þar sem mér gefst tækifæri á að vera í minni eigin innri vellíðan en vera samt innan um fólk.

Ég elska að horfa á fólk njóta náttúrunnar, þegar það kemst í tengingu við kjarnann sinn þá gerist eitthvað stórkostlegt. Þetta góða tækifæri til upplifunar býðst m.a. meðfram standlengjunni við Sæbrautina þar sem útsýnið og nálægðin við hafið leyfir hverjum og einum að hafa sitt rými. Þarna hef ég komið til þess að vera ein með sjálfri mér í minni eigin þögn og innri vellíðan, hjólandi, gangandi eða bara sitjandi.

Það fylgir því önnur tilfinning að vera ein á ferli og hafa sett sér það að tengjast ritma náttúrunnar og fylgja honum en vera samt innan um fullt af fólki. Fólki sem maður þekkir ekki neitt en er samt þarna í sama tilgangi og ég, að leita eftir að tengjast ritma og kröftum náttúrunnar til að framkalla ákveðna vellíðan, ákveðna minningu. Við þessar aðstæður er hægt að finna svo sterkt fyrir tengingunni við fólkið sem er á ferli og verða þess áskynja að þau eru að leita eftir því sama og ég, þó að þau komi frá öðru landi eða annarri heimsálfu og við þekkjumst ekki neitt þá eru þau að leita að því sama. Að vera ein á ferli á svona stundu gefur manni það að það er ekkert sem truflar, enginn sem talar og tekur mig út úr líðandi stundu, ég finn einungis fyrir hafinu, fjöllunum, jörðinni undir fótum mér, kvakið í fuglunum, lífinu á sjónum og fegurð mannlífsins, ég er eitt með sjálfri mér en get þó fundið til ástarinnar til allrar þeirrar fegurðar sem á vegi mínum verður.

Þarna er allskonar fólk, það er í hópum, tvö og tvö, eða eitt með sjálfu sér. Það góða við að vera innan um þetta fólk er að þau eru í fríi, þau eru inn í vellíðunar tilfinningu, þau eru laus við amstur hversdagsins, þau eru að njóta, horfa, hlusta, halda utan um hvort annað, knúsast, taka myndir hvort af öðru, þau eru afslöppuð og það er ljómi í kringum þau. Þó að einhver stoppi og bjóði góðan daginn þá get ég samt haldið minni innri kyrrð og friðsæld vegna þess að ég er ekki að hlusta á neitt annað en orðin "halló", "góðan daginn", eða "góða kvöldið", falleg orð á hvaða tungumáli sem er og þeim fylgir orka léttleikans.

 

English

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim