Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Bleika ástarskýið

 

Oft hef ég skrifað um ástina og hvernig hún hefur birst í mínu lífi. Hvernig nærvera annarrar manneskju hefur kveikt á (eða hjálpað mér að muna) minn guðlega kjarna. Flest þekkjum við þá tilfinningu að verða ástfangin, finna hvernig eitthvað undursamlegt kviknar í hjarta okkar og lætur okkur svífa á bleiku skýi. Það er eins og minningin um okkar sanna sjálf, okkar æðri þátt, verði skyndilega ljóslifandi.

Ég hef hugsað mikið um þessa undursamlegu tilfinningu – hvernig hún verður til. Hvaðan kemur þetta bleika ský, þessi djúpa gleði? Kemur hún frá hinum aðilanum vegna þess að hann elskar mig svo mikið? Eða getur þessi tilfinning, í raun, komið frá mér sjálfri?

Þar staldraði ég við og varð ljóst eitt augnablik að þessi tilfinning hlyti að koma frá mér sjálfri. Hún ætti upptök sín í mínu eigin hjarta. Enginn utanaðkomandi getur látið mér líða svona; þetta er eitthvað sem kemur innan frá, en annar aðili getur samt verið kveikjan að því. Það er eins og hinn aðilinn spegli mig og sú speglun vakni í mér sem þessi dásamlega tilfinning.

Ég hélt að enginn hefði hugsað þetta svona, en nokkrum dögum eftir þessa uppgötvun rakst ég á bók sem fjallaði nákvæmlega um þetta. Þar stóð að tilfinningin sem við finnum þegar við erum ástfangin komi ekki frá öðrum, heldur okkur sjálfum.

Þegar ég las þetta í bókinni, velti ég því fyrir mér: Fékk ég þessa hugmynd úr bókinni áður en ég las hana, vegna þess að textinn í bókinn talað til mín í samvitundar orkunni? Eða var þetta staðfesting á þeirri hugmynd sem ég var nú þegar með? Hvort sem var, skipti ekki máli. En í bókinni segir reyndar að við getum alveg eins upplifað þessa tilfinningu ein með sjálfum okkur og það finnst mér ákveðin staðfesting á því sem ég hafði þegar uppgötvað.

Með því að virkja guðsneistann innra með okkur getum við upplifað þessa dýpstu ást – hvort sem við höfum annan aðila við hlið okkar eða erum ein. Við erum sjálf kveikjan að ástinni hið innra.

 

 

 

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir joninath@viskaoggledi.is