Transmiðlun
Transmiðill eða (Channel) er sá sem tengist við æðri eða yfirskilvitlega orku og þjónar sem farvegur eða milliliður fyrir þá orku, með því að vera rödd hennar. Það getur einnig verið í skapandi verkum s.s. við skrif tónlist, málun, teikningu eða annars konar listsköpun. Þessari orku er oft lýst sem „andlegri orku“ sem er handan við efnisheiminn. Miðlar tilheyra venjulega tveimur hópum. Annars vegar eru miðlar sem tala opinberlega við andana og koma því áleiðis sem þeir heyra. Hins vegar eru miðlar sem fara í trans, eða „yfirgefa líkamann.“ Rödd þeirra getur þá breyst algjörlega og eru þeir oftast ómeðvitaðir um það sem gerist á meðan. Flest af því sem miðlað er, miðar að því að gefa ráð, veita skilning eða svara spurningum þeirra sem eru á staðnum. Ég vona að þetta muni hjálpa ykkur við að skilja hvað miðlun (channeling) er og hvaða orka það er sem ég er að vinna með. Ef þið hafið einhverjar spurningar um þetta þá skuluð þið ekki hika við að hafa samband við mig. Hafa samband á vefsíðunni. Blessun til ykkar, Margaret McElroy
|
||||||||||||||||||||||