Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Dómarinn

 

20. ágúst 2013

Myndum við samþykkja það ef einhver byði okkur dómara sem fylgdi okkur hvert fótmál? Dómara sem væri stöðugt að setja út á allt og alla – klæðaburð, útlit, líkamsburð, hegðun, tjáningu og fleira. Hann myndi ekki aðeins dæma aðra heldur líka okkur sjálf. Hann væri sífellt að finna að okkur, benda á líkamann, fasið, jafnvel hugsanir okkar. Og það er ekki allt – þessi dómari myndi líka gagnrýna umhverfið í heild sinni: grasið, húsin, fuglana, bíla, og allt sem tengist lífinu.

Við erum líklega sammála um að við myndum aldrei samþykkja slíkan fylgdarsvein. Það hljómar ekki vel. Engu að síður höfum við flest slíkan dómara í lífi okkar – innra með okkur. Þessi rödd gagnrýnir stöðugt allt sem við sjáum, upplifum og gerum, og þó hún geri okkur óánægð, þá höldum við áfram að leyfa henni að ráða ferðinni.

Hver er þessi fylgdarsveinn sem við höfum gefið svo mikið rými í lífi okkar? Hvers vegna látum við hann stjórna? Erum við sátt þegar hann bendir á „ljótu skóna“ sem konan á sem gengur fram hjá okkur, eða „illa greidda“ hárið á manninum sem situr þarna? Hvað um þegar við horfum í spegil og heyrum hann segja: „Ég lít hræðilega út, andlitið er þrútið og eyru hafa stækkað.“ Hversu oft á dag heyrir þú þessa rödd?

Ef við viljum minnka áhrif þessarar raddar, þurfum við fyrst að verða meðvituð um hana. Þegar við heyrum hana, getum við reynt að stoppa hana og spurt okkur sjálf: „Er þetta það sem ég vil trúa? Er þetta rödd kærleikans eða óttans?“ Þessi rödd dómarans hefur ef til vill fylgt okkur frá barnæsku og jafnvel gegnum fyrri líf. Hún hefur eflst og fest sig í sessi sem hluti af okkur, þrátt fyrir að hún sé ekki í takt við okkar sanna sálarkjarna, sem er bara hrein ást.

Dómarinn er hluti af varnarviðbrögðum okkar. Hann reynir að verja sárin okkar með því að beina athyglinni frá okkur sjálfum yfir á aðra. Hann byggir varnarvegg sem við teljum okkur þurfa til að vernda það sem við óttumst að aðrir sjái – það sem við teljum ófullkomið. En með því að hlusta á dómarann styrkjum við aðeins þessa veggi og höldum áfram að fela okkur.

Er ekki kominn tími til að leyfa okkur að vera við sjálf, óhrædd og óháð þessari gagnrýnu rödd? Við getum persónugert dómarann, lært að þekkja rödd hans og sagt honum kurteislega: „Nei, takk. Ég ætla ekki að hlusta ekki á þig.“ Í staðinn getum við valið að horfa á það jákvæða í heiminum. Fagnað því hversu einstök við erum og sjá fjölbreytnina sem fegurð, frekar en eitthvað til að dæma eða gagnrýna.

Lífið verður mun skemmtilegra þegar við losum okkur við dómarann.
Gefum honum frí – langt frí.

 

The Judge              

Would we accept it if someone offered us a judge to follow us every step of the way? A judge who constantly criticized everything and everyone – our clothing, appearance, posture, behavior, expression, and more. This judge wouldn’t just pass judgment on others but also on ourselves, constantly pointing out flaws in our body, posture, and even our thoughts. And that’s not all – this judge would also criticize the entire environment: the grass, the houses, the birds, the cars, and everything related to life itself.

We can probably agree that we would never accept such a companion. It doesn’t sound appealing. Yet, most of us have such a judge in our lives – within us. This voice continually critiques everything we see, experience, and do, and even though it makes us unhappy, we still allow it to take charge.

Who is this companion to whom we have given so much space in our lives? Why do we let it control us? Are we content when it points out the “ugly shoes” of the woman walking past us, or the “messy hair” of the man sitting on the bench? What about when we look in the mirror and hear it say: “I look terrible, my face is puffy, and my ears have grown larger.” How many times a day do you hear this voice?

If we want to reduce the influence of this voice, we first need to become aware of it. When we hear it, we can try to stop it and ask ourselves: “Is this what I want to believe? Is this the voice of love or fear?” This voice of the judge may have been with us since childhood or even through past lives. It has grown and entrenched itself as a part of us, even though it is not in alignment with our true essence, which is pure love.

The judge is part of our defense mechanisms. It tries to protect our wounds by shifting the focus away from ourselves and onto others. It builds walls of defense that we believe we need to protect what we fear others might see – what we perceive as imperfect. But by listening to the judge, we only strengthen these walls and continue to hide.

Isn’t it time to allow ourselves to be who we truly are, unafraid and independent of this critical voice? We can personify the judge, learn to recognize its voice, and politely say: “No, thank you. I am not going to listen to you.” Instead, we can choose to focus on the positive in the world. To celebrate how unique we are and see diversity as richness rather than something to judge or criticize.

Life becomes more precious when we free ourselves from the judge who criticizes without love or compassion. Let’s give that judge a break – a long break.

 

 

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir hafa samband