Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Draumur hringrás lífsins



11. desember 2012

Við horfðum á líkama konunnar, það var alveg eins og við værum að bíða eftir að einhver segði eitthvað, eða gerði eitthvað þrátt fyrir að hún væri ekki lengur með lífsmarki. Ég þekkti fullt af fólki þarna inni sem ég hef ekki séð lengi. Einhver kom með ísmola og raðaði í kringum líflausan líkamann til þess að kæla hann niður. Allir horfðu á líkamann og það var eins og við værum ennþá að bíða eftir einhverju, einhver þarna inni var með efasemdir um að konan væri í alvörunni dáinn. Til þessa að sannfæra alla kom einhver inn í herbergið og sagði að það væri búið að úrskurða hana látna, það væri ekki lengur neinn púls, engin andardráttur og hjartað væri hætt að slá.

Samt voru svo miklar efasemdir um að konan væri dáin, það átti ekki að jarða hana strax, líkið átti að geymast inn í kæli í líkhúsinu einhvern tíma. Engin gerði samt neitt í því að flytja það í burtu og allir störðu eins og þeir biðu eftir einhverju.

Allt í einu fór líkami konunnar að breytast, hann minnkaði og minnkaði og varð að lokum að pínulitlu barni sem opnaði augu og var glaðvakandi. Ég var eitthvað svo glöð já, nú sjá þau hugsaði ég, þau sáu þetta öll og þau geta ekki neitað því sem þau sáu með berum augunum. Lík gömlu konunnar breyttist úr því að vera lík yfir í það að verða lifandi barnslíkami og það fyrir augunum á okkur öllum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir joninath@viskaoggledi.is