Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Sálin er eilíf



Þú ert einstök sál, engin er alveg nákvæmlega eins og þú. Þó að líkami þinn í þessu lífi geti verið allskonar þá ert þú ekki líkami þinn, hann er aðeins tækifæri til að upplifa í þessu jarðlífi núna.

Þú ert í raun og veru kjarninn þinn eða sálin sem velur marga og mismunandi líkama allt eftir því hvað þú ert að læra og þroska í hverri jarðvist. Sálin er eilíf og bætir stöðugt við tækifærum á að þroskast. Í raun og veru er eitt líf á jörðinni eins og brot úr sekúndu, eitt augnablik miðað við aldur sálarinnar. Margir eru þó svo uppteknir af líkamanum að þeir eru ekki meðvitaðir um sálina.

Það er ekki fyrr en vaknað er til vitundar um, að það er eitthvað meira. Þá hefst leitin sem verður oft meira út á við heldur en inn á við. Stundum gerist eitthvað sem vekur fólk en stundum finnur fólk að það vill eitthvað meira, eitthvað dýpra sem gefur svör við lífsgátunni. Vill vita hver tilgangurinn er með þessu öllu. Leitin verður oft löng og ströng og farið er í allskyns lengri og styttri ferðalög til þess að finna svörin sem þó liggja alltaf hið innra.

Sálin er svo miklu, miklu stærri, en líkaminn, farartækið sem geymir brot af sálinni í eitt augnablik í jarðlífinu. Líkaminn getur einungis borið orku sálarinnar að litlum hluta vegna þess að orkan er svo öflug að líkaminn myndi brenna upp ef hann ætti að bera alla þá orku. Þrátt fyrir þetta þá er hægt að finna fyrir sálarkraftinum bæði hið innra og hið ytra. Það er hægt að gera sér í hugarlund að ef meiri hluti sálarkjarnans er utan líkamans þá sé hægt að sinna margvíslegum verkefnum utan þessa jarðsviðs.

Þrátt fyrir það þá er sálin samt í algjörum tengslum við líkamann og orku hans og það er hægt að upplifa í gegnum hann allt hið stórkostlega litróf sálarinnar. Eins og að kanna fyrri jarðvistir og líf á milli lífa og svo óteljandi margt annað. Líkaminn er orka, samsett orka og við erum tengd öðrum í gegnum orku og það er í gegnum þessa orku sem hægt er að fara í innri ferðalög til þess að upplifa og kynnast því hver við raunverulega erum.

Þó að líkaminn hafi takmarkaðan tíma í jarðvist þá er dauðinn aðeins umskipti þar sem við fæðumst inn í anna veruleika og lífið heldur áfram. Það er sagt að það sé jafnmikil sorg og söknuður hinum megin frá þegar við fæðumst inn í jarðvist eins og verður þegar líkaminn deyr.

Allt er orka og við getum svo sannarlega haft samband við þá sem hafa farið úr líkamanum ef löngun er til. Alveg á sama hátt og við getum haft samskipti við fólk sem er í líkama en er fjarri okkur í gegnum hugræn samskipti. Mjög margir þekkja það og vita að það er að virka. Það sem gerist er að um leið og við hugsum um manneskjuna sem við viljum hafa samband við þá erum við búin að tengjast orkusviðinu hennar og þar með henni sjálfri.

Þannig að ef við viljum fá viðbrögð og svör frá einhverjum nánum sem er farin þá er bara að setjast niður í rólegheitum og tengja sig við viðkomandi og segja í huganum það sem liggur á hjarta. Það er hægt að sitja heima hjá sér eða hvar sem er, það er engin þörf á að fara út í kirkjugarð þó að sumir velji það. Þegar og ef þið prófið að tengjast fólki hvort sem það er utan líkama, eða í líkama og spyrja þau spurninga takið þá eftir því hvernig svörin koma til ykkar, stundum strax, en stundum seinna. :)


 

 


 

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir hafa samband