|
Fallega sálin
En hvað gerðist? Hvað varð um þessa hreinu sál? Hvar varð um mig, þig og okkur öll? Sálin var svo falleg, svo full af kærleika og svo fús að læra, en á leið sinni í gegnum jarðneska tilveru týndist eitthvað. Hvað gerðist? Við fórum að sjá heiminn sem stað sem við þyrftum að "komast af" þar sem efnishyggjan tók yfir. Við fórum að líta á lífið eins og það væri aðeins það sem við getum séð og snert, að efnið væri það eina sem skipti máli. Áður en við lögðum af stað höfðum við háleitar áætlanir um samskipti okkar á jörðinni. Við ætluðum að gefa hvort öðru himneskar gjafir með nærveru okkar. Samskiptin sem við eigum við aðra eru ekki byggð á tilviljun. Inn í líf okkar kemur fólk sem við sömdum við sem sálir áður en við fæddumst - þetta er fólkið sem stendur okkur næst. Það ýtir á alla viðkvæmustu tilfinningatakkana og minnir okkur þar með á hvað býr innra með okkur. Það eru ekki einungis þeir sem standa okkur næst sem vekja þessar tilfinningar, heldur líka skóla - og vinnufélagar og ótal aðrir í samfélaginu. Stundum gerum við okkur ekki einu sinni grein fyrir því hvaða tilfinningar eru að verki, hvað þá hvernig við eigum að bregðast við þeim. Margsinnis festumst við í ákveðnum tilfinningum, sérstaklega þeim sem við köllum neikvæðar og endurtökum þær látlaust í hringiðu hugans. Hugurinn og tilfinningarnar vinna saman að því að halda neikvæðu tilfinningunum lifandi og þær mynda óþrjótandi hringrás sem við berum með okkur frá einu lífi til annars. Það bætist alltaf við, það hleðst ofan á tilfinningar sem snerta okkur dýpst. Það er í gegnum samskipti við aðra sem við uppgötvum okkur sjálf. Við höfum öll tekið að okkur að læra um ákveðnar tilfinningar, en enginn hefur nákvæmlega sama lærdóminn. Sérgreinar okkar eru margvíslega og þess vegna er sagt að við getum ekki dæmt aðra. Þegar við leitum inn á við og vinnum með okkar tilfinningar, sjáum við töfrana á bakvið þær. Við uppgötvum hvaða við höfum lært í jarðarskólanum og hvaða þroska þær hafa gefið okkur. Við erum öll kærleikskjarnar að hjálpa öðrum kærleikskjörnum að skína í gegnum tilfinningarnar, sem eru í raun eins og litrík ský sem hylja sólina, sálina. Þegar þessi ský hverfa, skínum við skært og verðum meðvituð um hinn djúpa máttuga kærleika sem við erum. En jafnvel þótt við höfum gleymt, býr þetta allt ennþá innra með okkur. Það er hægt að muna, það er hægt að finna aftur tenginguna við uppruna okkar, við kærleikann sem við í raun erum. Sálir okkar hafa alltaf og munu alltaf bera með sér neista af guðdómlegum kærleika - við þurfum bara að snúa okkur inn á við til að endurheimta það sem við erum nú þegar. Fallega sál, hvernig getur þú munað hversu mikil ást þín er?
© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir hafa samband |
|||||||||||||||||||||