Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Fegurð ástarinnar

30. janúar 2014

Ást í ástarsamböndum er um einingu tveggja sálna, þar sem karl - og kvenorka mætast í fullkomnu jafnvægi. Sálirnar hittast verða eitt, þær dansa saman og það er ekkert getur aðskilið þær. Þó að við höldum að það sé aðskilnaður, í vinnu, leik eða í annars konar aðskilnaði þá er ekkert sem getur aðskilið þessar sálir ekki lönd, höf, eða nokkuð annað efnislegt vegna þess að þetta er orka og orka er aldrei aðskilin. Sálirnar hafa tengst ákveðnum böndum og þær hafa þá tengingu á meðan báðir aðilar eru samþykkir. Þetta eru tvær sálarorkur, eða sálarkúlur (sólir) sem hafa ákveðið að hittast í jarðlífinu í jarðneskum líkama með því að minna hvor aðra á hina guðlegu ást sem býr innra með þeim.

Karl og kona, karl og karl, kona og kona, sem eining. Ef ekkert væri að trufla þessar tvær elskandi orkukúlur í líkama í jarðlífinu svo sem persónuleikar þeirra, ójafnvægi á milli kven-og karlorkunnar, hefðir og orka forfeðra og formæðra, minningar núverandi lífs, eða fyrri lífa, þá myndi þetta ástar ástand vara að eilífu. Þessar tvær ástföngnu sálir væru sem eitt, alltaf, þær þyrftu ekki alltaf að vera saman, ekki alltaf að vera samstíga í öllu, hafa sömu áhugamálin, heldur gætu þær verið sem tvær sjálfstæðar manneskjur sem vissu alltaf af ást hvor annarrar og þannig myndu þær styðja hvor aðra og treysta algjörlega þannig að hver og einn myndi blómstra í þessu sambandi eins og löngun sálarinnar stæði til. Vegna ástarinnar á milli þeirra myndi hvorug sálin reyna að hafa áhrif á þá leið sem hin sálin hefur valið sér sem lífsáætlun vegna þess að báðar sálirnar myndu vita að ástin er alltaf til staðar hvert sem hinn aðilinn fer, eða hvað sem hann tekur sér fyrir hendur.

Því miður er þetta ekki ennþá svona auðvelt hjá okkur mannfólkinu þó að vissulega eigum við eftir að mjakast í átta að því að upplifa svona ástarsambönd áður en langt um líður. Okkur langar svo sannarlega til þess að upplifa ást að vera elskuð í ástarsambandi og vera í því ástandi að eilífu en á meðan við höfum þessa orku sem er að hindra það að við munum hver við raunverulega erum þá verða áfram þessir árekstrar í ástarsamböndum.

Eins og áður sagði þá eigum við ennþá erfitt með að sjá hversu mikil sálarástin er á milli para, eða hjóna í raun og veru. Ástin er sá megin kraftur sem dregur þau að hvort öðru vegna þess að þau hafa komið með samninga sín á milli um að ætla að deila lífinu saman í líkama og minna hvort annað á hina guðlegu ást sem býr innra með þeim. Ástæðan fyrir því að þessar tengingar eru ekki opnar gagnvart öllum sálum sem eru í nærveru okkar er sú að við höfum ákveðið áður en við fæðumst hverjum við ætlum að deila lífinu með, allt lífið eða hluta af lífinu og það verður oft eins og neisti í hjartanu kvikni þegar þessar manneskjur hittast. Það virðist vera að þessar tilteknu sálir hafi skilið eftir einhvers konar radar í hjartanu til þess að minna sig á hina guðlegu ást sem hvort um sig býr yfir.

Það sem gerist reyndar löngu áður en manneskjurnar, eða persónurnar hittast í efninu er að þær eru búnar að hittast í orkunni og dansa saman ef svo má segja. Þegar þær síðan hittast í efninu þá er eins og sálarkjarni þeirra minni persónuna á það hvað hefur þá þegar gerst í orkunni og neistinn er vakinn og ástin verður að raunveruleika á milli þeirra.

 

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir hafa samband