Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Grímurnar falla



Í gegnum ótal jarðvistir höfum við tilheyrt hinum og þessum trúarbragðahópum og með hverjum þeirra höfum við sett upp ákveðnar grímur, sem héldu okkur innan ramma þess hóps sem við tilheyrðum. Grímur sem við héldum að við þyrftum að setja upp til þess að þóknast innan þessara trúarbragðahópa, eða annarra hópa sem iðkuðu hina andlegu list. Trúarbrögð og annars konar hópar hafa valdið því að okkur hefur verið stíað í stundur sem mannfólki þar sem okkur hefur verið talin trú um í þeim hópi sem við tilheyrðum hverju sinni að væri hið eina rétta og leiðin að hinu æðsta markmiði, „að komast í himnaríki, eða uppljómast.“ Því hefur verið haldið að okkur að sá trúarbragðahópur, félag, hópur eða hvað sem það kallaðist væri hið eina rétta, sá hópur sem við tilheyrðum hefði allar lausnirnar fyrir okkur og að allir aðrir trúarbragðahópar, félög, eða iðkendur væru af hina vonda og gengju villu vegar. Við höfum svo oft trúað því sem okkur hefur verið sagt í þessum málum og samþykkt það sem okkar sannleika enda hefur innprentunin hafist strax í barnæsku okkar í hverju lífi. En núna er kominn sá tíma að þetta orkunet er að gliðna í sundur og fólk er farið að sjá í gegnum blekkingarnar sem okkur hefur verið haldið í með því að halda okkur innan ákveðinna hópa, eða félaga og aðskilja okkur þannig frá öllum öðrum sem tilheyrðu öðrum hópum eða félögum.

Við höfum sjálf sett upp ótal grímur í gegnum þessi trúarbrögðkerfi í okkar jarðvistum og það má segja að þær hafi haft gríðarleg áhrif á allt okkar líf þar sem við höfum verið svo mótuð af þeim reglum sem við áttum að fylgja hverju sinni samkvæmt hefð þeirra trúarbragða sem við tilheyrðum. Við höfum sett upp grímur þegar við höfum verið Lúterstrúar, við höfum sett upp grímur þegar við höfum verið Kaþólikkar, við höfum sett upp grímur þegar við höfum verið Gyðingar, við höfum sett upp grímur þegar við höfum verið Hindúar, við höfum sett upp grímur þegar við höfum verið Múslimar, við höfum sett upp grímur þegar við höfum verið Búddistar, við höfum sett upp grímur þegar við höfum verið Shamanistar, við höfum sett upp grímur þegar við höfum tilheyrt sértrúarsöfnuðum, við höfum sett upp grímur þegar við höfum verið trúleysingjar, við höfum sett upp grímur þegar við höfum stundað okkar eigin trúariðkanir í einrúmi eða með öðrum og þannig mætti lengi telja. Þessar grímur eru nú ekki lengur að passa á okkur og hafa í raun aldrei gert, þær hafa aflagast þannig að við erum hætt að sjá út um þær og því er ekkert um annað að gera en að fjarlægja þær og finna það frelsi sem það veitir okkur að vera óháð öllum utanað komandi regluverki í sambandi við tengingu okkar við æðri máttarvöld. Um þessar mundir eru grímurnar að hverfa hver af annari og við munum standa uppi með tilfinningu um það frelsi sem hver og ein sál hefur til þess að velja sína leið út frá sinni eigin hjarta – og sálarvisku.

 

 

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 

 

 

 

 

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir hafa samband