|
Heilaðu samband þitt við peninga
5. maí 2016
Þó að við viljum flest eiga meiri peninga á milli handanna þá höfum við einnig frekar neikvætt viðhorf gangvart peningum hið innra. Í gegnum tíðina hefur okkur verið kennt að peningar séu ekki af hinu góða og allskyns neikvæðni um þá svo sem að „margur verði að aurum api“ „þeir sem vinna í stóran pott í lottóinu eyði peningunum á nokkrum mánuðum og verði svo komnir í sama farið aftur, jafn auralausir og áður“ og fleira í þeim dúr er eitthvað sem hefur verið sterklega innprentað í okkur. Samt viljum við peninga og margir spila í lottóinu einmitt til þess að eiga möguleika á stórum lottóvinningi, en það er samt svolítið leyni í kringum það, það er eins og svolítil skömm að vilja fá stóran vinning.
Mörgum er það hulin ráðgáta af hverju peningum er svona misskipt og af hverju þeir virðast alltaf leita á fárra hendur, bókin og myndin „Secret“ sögðu okkur að það væri ósköp einfalt að skapa peninga, eða hluti sem við vildum fá inn í líf okkar og margir hafa reynt að fara eftir þeim leiðbeiningum og tekist misjafnlega vel upp. Við erum samt flest orðin mjög meðvituð um að það sem við beinum orkunni okkar að það eflist og stækkar og verður oft að veruleika. Hvaða orku erum við þá að setja í peningaflæði til okkar? Ef við eigum gott með að skapa til okkar einfalda hluti þá er það vegna þess að við erum alveg viss um að við eigum það skilið, við erum þess verð, en það er stundum er þrautin þyngri að ná að skapa stærri hluti og kannski bara eitthvað sem okkur finnst við virkilega eiga skilið þar sem innra með okkur er einhver nagandi efi um að við eigum það skilið.
Það sama á við um peninga, okkur finnst við eiga skilið að fá stórar peningaupphæðir en samt er þarna stærri sannfæring, efi sem lætur okkur finnast að við eigum það ekki skilið. Viðhorfið gagnvart peningum er svo mótað í gegnum lífið og mörg líf að við vitum eiginlega ekkert hvað okkur finnst í raun og veru.
„Peningar eru tákn þess að deila á milli, grósku, gagnkvæmra skipta og styrks. Peningar eru samt litnir hornauga af samfélaginu. Allir eltast við þá án þess að gefa því gaum hvaða orku peningarnir sjálfir hafa. Fólk hagar sér eins og peningar séu til í takmörkuðu magni og að það þurfi að halda í þá vegna þess að það sé ekki til nóg til af þeim til þess að þeir skili sér aftur til baka. Þetta gæti ekki verið fjarri sannleikanum, það er óendanlega mikið magn til af peningum í þessum heimi. Það er svo mikill auður sem bíður eftir því að vera deilt. Þegar við breytum því hvernig við horfum á og meðhöndlum peninga breytist upplifun okkar til hins betra. Vegna þess að öll orka sem við setjum út í alheiminn skilar sér aftur til baka til okkar.” Easy breezy prosperity Emmanuel Dagher
„Þegar við byrjum að blessa styðja og vera í þjónustu við peninga þá byrja þeir að streyma margfalt til okkar. Nú ætla ég að setja fram fimm skref sem við getum gert til þess að heila samskipti okkar við peninga.
1. Taktu peninga, eða eitthvað sem þér finnst vera verðmætt, það gæti verið hundrað krónur, þúsund krónur, fimmþúsund eða tíuþúsund, hvað sem þér líður vel með. Settu það í hægri hendina og settu þá á hjarta svæðið. Finndu og hugsaðu að þú og peningarnir séu eitt.
2. Ásettu þér að biðjast afsökunar og biddu um fyrirgefningu. Þú getur sagt, „Mér þykir það leitt, fyrir hönd alls mannkyns, hvernig við höfum farið með ykkur. Mér þykir svo leitt hvernig ég hef komið fram við ykkur. Viljið þið fyrirgefa mér.“
3. Spurðu peningana hvað þú getir gert til þess að þjóna þeim. „Hvað get ég gert til þess að styðja ykkur?“ eða „Hvað get ég gert til þess að hjálpa ykkur?“
4. Tjáðu þakkir og vertu þakklát/ur fyrir reynslu þína af peningum með því að segja eitthvað þessu líkt, „Ég sé ykkur. Ég samþykki ykkur. Ég blessa ykkur. Þakka ykkur fyrir allt sem þið hafið gert fyrir mig.“
5. Eyddu peningunum svo að þeir geti farið og hjálpað öðrum. Þetta gerir þér kleift að sýna peningunum að þú hafir engan áhuga á því að halda í þá. Þú getur sagt nú sleppi ég ykkur af ástúð svo að þið getið hjálpað öðrum að skapa sína drauma.“ ~ Easy Breezy Prosperity Emmanuel Dagher.
Þessi einfalda æfing er ótrúlega mögnuð til þess að heila samband okkar við peninga. Ég var í Rússlandi fyrir stuttu og ákvað að prófa þessa æfingar hans Emmanuel í fyrsta skiptið þar. Eins og flestir Íslendingar þá hef ég verið með innprentaða Rússafælni frá því í æsku, neikvætt viðhorf gagnvart Rússlandi og þar með rússneska gjaldmiðlinum rúblunni. Ég vissi að minnsta kosti vel af þeim í undirvitundinni, vegna þess að fréttaflutningur okkar er svo litaður og það síast inn í undirvitundina það sem eyrað heyrir alla ævi. En allavega þá ákvað ég að takast á við þennan ótta minn bæði við peninga og Rússafælnina. Á meðan ég dvaldi þar tók ég sem sagt rússneskar rúblur og setti þær á hjarta svæðið og gerði allar kúnstirnar fimm. Þetta var ekki stór upphæð, 50 rúblur samsvara 100 ísl og rúblurnar eru í seðlum. Þannig að ég var kannski með þarna við hjartað ca. 300 rúblur sem ég breytti viðhorfi mínu gagnvart. Þegar ég var búin þá setti ég þessa peninga aftur í veskið mitt og fór síðan í hraðbankann og tók út 3.000 rúblur sem eru ca 6.000 kr. síðan fór ég í bæinn.
Þegar ég greiddi vörur með þessum peningum sem ég tengdi við hjartað og breytti viðhorfi mínu gagnvart í undirvitundinni, þá fann ég að mér fannst að þessar 300 rúblur væru margfalt meira virði heldur en 3.000 rúblurnar sem ég hafði ekki breytt viðhorfi mínu gagnvart. Mér fannst eins og þær rúblur sem ég vann með eins og vinir mínir sem ég ætlaði samt ekki að halda í heldur láta halda áfram til þess að aðrir gætu uppfyllt sína drauma.
Efst á síðu
Ýmislegt
Heim
© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir joninath@viskaoggledi.is |
|