Heilaðu samband þitt við peninga
Þó að við viljum flest eiga meiri peninga á milli handanna þá höfum við einnig frekar neikvætt viðhorf gagnvart peningum hið innra. Í gegnum tíðina hefur okkur verið innrætt að peningar séu ekki af hinu góða. Allskyns neikvæðni um þá svo sem að „margur verður að aurum api“ „þeir sem vinna stóran pott í lottóinu eyði peningunum fljótt og verði kannski komnir í verri mál en áður. Eigi að síður þá þurfum við á peningum að halda að minnsta kosti ennþá og margir spila í lottói einmitt til þess að eiga möguleika á stórum vinningi. Flestum er það hulin ráðgáta af hverju peningum er svona misskipt og af hverju þeir virðast alltaf leita til sama fólksins. Flestir muna eftir bókinni „The Secret“ sem lýsti ótrúlega einföldum trixum til þess að auka peningaflæðið, eða fá það sem við þráðum inn í líf okkar. Margir hafa reynt að fara eftir þeim ráðum sem þar eru gefin með misjöfnum árangri. Þrátt fyrir þetta eru margir orðnir meðvitaðir um að það sem við beinum orku og athygli að eflist og stækkar. Hvaða orku er þá verið að setja í peningaflæðið? Getur verið að það sé líka einhver hindrun fyrir peningaflæðinu í orkukerfinu, vegna fyrri jarðvista, eða þess sem hefur erfst í gegnum kynslóðir? Er kannski einhver efi um að eiga allt gott skilið, að vera ekki þess virði að fá og eiga peninga? Það er gott að setjast niður í ró og næði og spyrja þeirra spurninga innra með okkur og athuga hvernig svörin verða. Finnst okkur í alvöru við eiga skilið að fá stórar upphæðir af peningum eða er þarna stærri sannfæring, efi sem segir að við eigum það ekki skilið? Viðhorfið gagnvart peningum er svo mótað að við vitum eiginlega ekkert hvað okkur finnst í raun og veru. „Peningar eru tákn þess að deila á milli, grósku, gagnkvæmra skipta og styrks. Peningar eru samt litnir hornauga af samfélaginu. Allir eltast við þá án þess að gefa því gaum hvaða orku peningarnir sjálfir hafa. Fólk hagar sér eins og peningar séu til í takmörkuðu magni og að það þurfi að halda í þá vegna þess að það sé ekki til nóg af þeim til þess að þeir skili sér aftur til baka. Þetta gæti ekki verið fjarri sannleikanum, það er óendanlega mikið magn til af peningum í þessum heimi. Það er svo mikill auður sem bíður þess að vera deilt. Þegar við breytum því hvernig við horfum á og meðhöndlum peninga breytist upplifun okkar til hins betra. Vegna þess að öll orka sem við setjum út í alheiminn skilar sér aftur til baka til okkar.“ Easy Breezy Prosperity. Emmanuel Dagher. „Þegar við byrjum að blessa, styðja og vera í þjónustu við peninga þá byrja þeir að streyma margfalt til okkur.“ Hér á eftir eru fimm skref sem Emmanuel mælir með til þess að heila samskipti okkar við peninga.
© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir joninath@viskaoggledi.is |
||||||||||||||||||||||