Innsæið   
    
      
    Til að ná árangri í hvaða verkefni sem er, vitum við  að við þurfum að æfa það aftur og aftur þar til okkur tekst það.  
    Sama á við um  innsæið – til að efla það verðum við að taka eftir þeim skilaboðum sem það  sendir okkur og fylgja þeim eftir. Við þurfum að hlusta á og taka eftir skilaboðum þess helst daglega, eða hvert augnablik. Það er nokkuð öruggt að innsæið eða rödd hjartans dregur  athyglina að einhverju sem skiptir máli.  
    Stundum segjum við að við  “fáum eitthvað á tilfinninguna,” en þetta snýst líka um drauma – að við tökum  eftir þeim og reynum að túlka þá sjálf eða að fáum hjálp frá öðrum við að ráð þá. Að segja frá draumum getur líka orðið til þess að draumurinn skýrist og ráðning verður ljós. Það snýst um að finna í hjartanu hvað sé  rétt.  
    Oft finnum við fyrir hlýju eða gleði innra með okkur þegar við upplifum  að eitthvað sé rétt, jafnvel svo sterkt að heilunarorka fyllir okkur þegar við  tökum ákvarðanir sem eru í takt við vilja sálarinnar. 
    Við getum fengið svör við öllum spurningum ef  við bara spyrjum.  Svörin geta birst á allra handa máta. Það gæti verið að bók kæmi óvart upp í hendurnar á okkur sem kemur með svörin, eða það gæti komið upp vefsíða sem við þurfum að lesa. Það gæti blikkað skilti út á götu, eða númer á bíl gæti táknað eitthvað sem svarar spurningu. Við gætum jafnvel hitt einhvern óvænt sem gefur svörin. Möguleikarnir eru endalausir. 
Ef við viljum styrkja og skerpa okkar eigið innsæi  þurfum við að hlusta á rödd hjartans, sýna traust þegar innsæið leiðir okkur  áfram, og fylgja þeim skilaboðum sem koma til okkar. Innsæið stýrist af æðra  sjálfinu og sálinni, sem veit nákvæmlega hvað við þurfum að vita á hverjum  tíma. Þar sem æðra sjálfið leiðir okkur stöðugt í rétta átt þá mun það einungis gefa okkur upplýsingar sem verða til góðs.  
  
      
      
  
      
    Efst á síðu 
    Ýmislegt 
    Heim 
     
       
    
  |