Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Kristorkan

28. nóvember 2012


Kristorkan, eins og við köllum hana, er stórkostleg orka sem hefur ekkert með trúarbrögð að gera. Hún er komin til jarðar til að hjálpa okkur að losa okkur úr viðjum egósins, óttans og lægri þátta sem hafa haldið mannkyninu í þjáningu og vanlíðan í árþúsundir. Þessi orka gefur okkur tækifæri til að stíga upp í hærri tíðni kærleika og sáttar, þar sem við getum upplifað frið og einingu í hjartanu.

Það sem við höfum nefnt Kristorku er því ekkert nýtt, heldur sama orka og mannkynið átti kost á að upplifa fyrir um það bil 2.000 árum. Orkan er ekki bundin við eina sál eða persónu, heldur snýst hún um hreina, óskilyrta ást. Sú sál sem bar þessa orku uppi að mestu á sínum tíma kom til jarðarinnar til að miðla kærleika, friði og einingu. Kristorkan sjálf hefur alltaf verið til staðar en hún varð áþreifanlegri þegar hún varð áþreifanlegri í líkama andlegs meistara.

Kristorkan sjálf er hins vegar ekki bundin nafni eða persónu. Ef við finnum óþægindi gagnvart orðinu „Kristorka“ gæti það tengst fyrri lífa minningum eða þeirri orku sem trúarbrögðin hafa innrætt okkur. Þegar við sleppum þeirri orku, og öllu því sem okkur hefur verið innrætt í gegnum trúarbrögðin, þá skiptir það ekki lengur máli hvað þessi orka er kölluð. Það sem skiptir máli er að við leyfum henni að snerta okkur og leiða okkur í átt að kærleika, sátt og einingu.

Kristorkan sem streymir nú til jarðar er einstök að því leiti að hún er ekki bundin við eina persónu, heldur bera milljónir orkuna uppi um allan heim. Í raun er þetta orka sem allir hafa aðgang að þar sem kraftur Kristorkunnar lýsir upp myrkrið hið innra og ytra.

Þó að það sé almennt talið að það hafi aðeins verið ein sál sem hélt kristorkunni uppi fyrir 2.000 árum, þá var raunin sú að miklu fleiri sálir tóku þátt í því verkefni. Karlar og konur, hver á sinn hátt, báru með sér kærleiksorkuna og unnu að því að miðla henni til mannkyns. Hins vegar þorðu aðeins fáir að stíga fram og tala opinberlega, því óttinn við ofsóknir var gríðarlegur. Það sama á við núna: margar sálir sem eru meðvituð um sína andlegu leið og hafa það hlutverk að miðla ljósi, þora ekki að stíga fram vegna djúpstæðs ótta sem situr eftir frá fyrri lífum.

Þessi ótti, sem er geymdur í orkukerfum okkar, tengist oft reynslu fyrri lífa þar sem við höfum verið ofsótt, útskúfuð eða jafnvel tekin af lífi fyrir að miðla okkar sannleika. Þó að við séum nú í öðru samfélagi og öðrum aðstæðum, getur þessi orka haldið aftur af okkur, og við höfum tilhneigingu til að fela andleg áhugamál okkar og hæfileika. Gegnsæið sem fylgir kristorkunni gerir það að verkum að ekkert er lengur hægt að fela – allt sem hefur verið dulið mun koma upp á yfirborðið.

Við lifum á tímum þar sem leyndarmál tilheyra fortíðinni. Allt sem við höfum reynt að fela – hvort sem það er skömm, sektarkennd eða gömul orka úr fyrri lífum – kemur nú upp á yfirborðið. Kristorkan býður okkur að líta á þessa orku með kærleika og skilja að það sem við höfum gengið í gegnum, bæði í þessu lífi og öðrum, var einfaldlega reynsla sem sálin okkar þurfti að upplifa til að læra og þroskast.

Þegar við horfum til baka á reynslu okkar, þá finnum við oft eitthvað sem við erum ekki stolt af. En í stað þess að dæma okkur sjálf eða aðra, getum við fundið samkennd. Við höfum öll gengið í gegnum ólík hlutverk í mismunandi lífum, og það er einmitt þessi reynsla sem gerir okkur kleift að finna samúð með öðrum. Með því að sleppa ótta og skömm getum við upplifað það frelsi sem fylgir því að lifa í sátt við okkur sjálf og aðra.

Kristorkan minnir okkur á að við erum svo miklu meira en jarðneskir líkamar. Við erum eilífar sálir með óendanlega möguleika, tengdar hvor annarri og uppsprettunni. Í þessu ferli skiptir ekki máli hver boðberinn er – það er boðskapurinn sem er mikilvægur. Þessi boðskapur snýst um kærleika, frið og einingu allra sálna. Við erum öll tengd, og þegar við tökum á móti þessari orku og leyfum henni að leiða okkur, upplifum við hið sanna eðli okkar – og það er ást.

 

Christ Energy

Christ Energy, as we call it, is a magnificent force that has nothing to do with religion. It has come to Earth to help us free ourselves from the bonds of ego, fear, and lower vibrations that have kept humanity in suffering and distress for millennia. This energy gives us the opportunity to ascend into a higher frequency of love and harmony, where we can experience peace and unity in our hearts.

What we call Christ Energy is, therefore, nothing new but the same energy that humanity had the opportunity to experience approximately 2,000 years ago. This energy is not tied to a single soul or person but is about pure, unconditional love. The soul that carried this energy most prominently at that time came to Earth to channel love, peace, and unity. Christ Energy itself has always been present, but it became more tangible when it was embodied in the physical form of a spiritual master.

Christ Energy, however, is not bound to a name or person. If we feel discomfort with the term “Christ Energy,” it could relate to past-life memories or the energy that religions have instilled in us. When we release that energy, along with everything that has been imprinted on us through religion, it no longer matters what this energy is called. What matters is that we allow it to touch us and guide us toward love, harmony, and unity.

The Christ Energy now flowing to Earth is unique in that it is not bound to a single individual but is carried by millions around the world. It is an energy that everyone has in their hearts. The power of Christ Energy illuminates the darkness both within and without in everyone.

Although it is generally believed that only one soul carried Christ Energy 2,000 years ago, the truth is that many more souls participated in that mission. Men and women, each in their own way, carried this energy of love and worked to share it with humanity. However, only a few dared to step forward and speak publicly, as the fear of persecution was immense. The same applies today: many souls who are aware of their spiritual path and have the role of spreading light do not dare to step forward because of a deep-seated fear lingering from past lives.

This fear, stored in our energy systems, often relates to experiences from past lives in which we were persecuted, ostracized, or even killed for sharing our truth. Even though we now live in a different society and under different circumstances, this energy can still hold us back, and we tend to hide our spiritual interests and abilities. The transparency that comes with Christ Energy means that nothing can be hidden anymore – everything that has been concealed will come to the surface.

We live in a time where secrets belong to the past. Everything we have tried to hide – whether it is shame, guilt, or old energy from past lives – is now coming to the surface. Christ Energy invites us to look at this energy with love and to understand that what we have gone through, both in this life and others, was simply an experience that our soul needed to learn and grow.

When we reflect on our experiences, we often find things we are not proud of. But instead of judging ourselves or others, we can find compassion. We have all taken on different roles in various lifetimes, and it is precisely this experience that enables us to feel empathy for others. By letting go of fear and shame, we can experience the freedom that comes from living in harmony with ourselves and others.

Christ Energy reminds us that we are so much more than earthly bodies. We are eternal souls with infinite potential, interconnected with one another and with the Source. In this process, it does not matter who the messenger is – it is the message that matters. This message is about love, peace, and the unity of all souls. We are all connected, and when we embrace this energy and allow it to guide us, we experience our true nature – and that is love.

J.Þ.G

 

 

 

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 


© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir hafa samband