Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Lífsspegillinn

 

 

1. júlí 2014

Spegill dagsins: Þegar ég var í hlutverki fórnarlambsins þá gerði ég mér enga grein fyrir því hversu grimm ég var. Ég gerði mér enga grein fyrir því hversu mikið ég særði og meiddi þá sem voru í kringum mig.

Spegill dagsins: Þegar ég var í hlutverki bjargvættsins þá gerði ég mér enga grein fyrir því að aðrir væru ekki á sama stað og ég og væru því ekki tilbúnir að láta bjarga sér á þann hátt sem mér fannst henta þeim. Ég gerði mér enga grein fyrir því hversu mikið ég særði og meiddi þá og að í stað þakklætis þá uppskar ég reiði, vonbrigði og aðskilnað þeirra sem voru í kringum mig.

Spegill dagsins: Í hlutverki fórnarlambsins þráði ég ást, elsku, hlýju og samúð, en vegna brodda reiðinnar þá komst enginn að mér fyrr en ég brotnaði niður og grét, jafnvel þá gat ég ýtt fólki frá mér. Undir þessum djúpa sársauka var þráin eftir ást og samúð að einhver tæki utan um mig og huggaði mig og veitti tárum mínum athygli og sársauka mínum skilning.

 

 

 

 

 

 

 

 

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir joninath@viskaoggledi.is