Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Hvers vegna er mikilvægt fyrir konur að heila móðursárin

 

January 18, 2014

Það eru margir sem átta sig ekki á því að megin vandamálið við styrkingu kvenna er móðursárið.

Erfiðleikar og átök á milli mæðra og dætra eru óheft og útbreidd en ekki nefnd opinskátt. Það sem heldur móðursárinu niðri, er bannið að tala um það og þannig helst það leynt, niðurgrafið og dulið.

Hvað nákvæmlega er móður sárið? 

Móður sárið er sársaukinn yfir því að vera kona og það hefur erfst í gegnum kynslóðir kvenna í karlmiðuðum menningarheimum. Það felur í sér vanvirkt úrvinnslu fyrirkomulag sem er notað til að viðhalda þessum sársauka.

Móðursárið geymir í sér sársauka um:

  • samanburður: að finnast þú ekki vera nógu góð
  • skömm: stöðug undirliggjandi tilfinning um að það sé eitthvað athugavert við þig
  • láta lítið á þér bera: tilfinning um að þú þurfir að láta lítið á þér bera til þess að vera elskuð
  • langvarandi sektarkennd yfir að vilja meira en þú hefur nú þegar

Móður sárið getur birst sem:

  • að ógna ekki öðrum með því að vera þú sjálf
  • mikið umburðarlyndi gagnvart vondri framkomu annarra
  • umönnun á tilfinninga sviðinu
  • finnast sem þú sért í samkeppni við aðrar konur
  • sjálfs-niðurrif
  • að vera óhóflega stíf og ráðrík
  • ástand eins og átraskanir, þunglyndi og fíkn

Í feðraveldi karla-ráðandi menningarheims er konum innprentað að hugsa um sig sem "minna en" og að þær verðskuldi ekki, eða séu ekki verðugar. Þessi tilfinning um "minna-en" hefur verið meðtekin í gegnum óteljandi kynslóðir kvenna.

Menningarlegt umhverfi kvenna kúgunar setur dætur í "tvöfaldar festar."

Ef dóttir tekur til dæmis ómeðvitað upp viðhorf móður sinnar ( í einhvers konar duldu formi "Ég er ekki nógu góð") þá hefur hún velþóknun móður sinnar, en hefur á einhvern hátt svikið sjálfa sig og möguleika sína.

Hins vegar, ef hún samþykkir ekki ómeðvitað viðhorf móður sinnar á sínum eigin takmörkunum heldur staðfestir sitt eigið vald og möguleika, þá er hún meðvituð um að móðir hennar kann ómeðvitað að líta á það sem persónulega höfnun.

Dóttirin vill ekki að hætta á að tapa ást móður sinnar og samþykki, svo að samþykki þessara takmarkandi, ómeðvituðu viðhorfa er á ákveðin hátt hollusta og tilfinningaleg sjálfsbjargarviðleitni fyrir dótturina.


Það getur verið hættulegt fyrir konu að nota möguleika sína til hins ýtrasta vegna þess að það getur þýtt áhættu á einhvers konar höfnun móðurinnar.


Þetta er vegna þess að dóttirin kann ómeðvitað að skynja að ef hún er í sínum fulla styrk þá getur það framkallað sorg móður, eða reiði yfir að hafa þurft að gefa upp hluta af sjálfri sér í sínu eigin lífi. Samúð hennar gagnvart móðurinni, löngun til að þóknast henni, og óttinn við átök getur valdið því að hún sannfæri sjálfa sig um að það sé öruggara að draga sig saman og vera lítil.

Algeng afneitun við að horfast í augu við móðursárin er að "látum fortíðina vera í fortíðinni." Hins vegar er aldrei hægt að "flýja" eða grafa fortíðina. Hún lifi í nútíðinni sem hindranir og vandamál sem við stöndum frammi fyrir á hverjum einasta degi. Ef við forðumst að takast á við sársauka í tengslum við eina af allra fyrstu og undirstöðu sambanda í lífinu, erum við að missa af mikilvægu tækifæri til að uppgötva sannleikann um það hver við erum og lifan þann sannleika glöð með ósviknum hætti.

Staðalímyndin sem heldur í móður sársaukann:

  • "sér allt sem móðir þín gerði fyrir þig!" (út frá öðru fólki)
  • "móðir mín fórnaði svo miklu fyrir mig. Ég myndi vera sjálfselsk að gera það sem hún gat ekki gert. Ég vil ekki láta henni líða illa."
  • "móðir mín á hollustu mína sama hvað. Ef ég kem henni í uppnám, mun hún halda að ég meti hana ekki."

Dóttir getur fundið fyrir ótta við að láta drauma sína rætast vegna þess að hún óttast að skilja mömmu sína eftir. Hún gæti óttast að móður tilfinningum hennar væri ógnað af draumum sínum, eða metnað. Hún gæti óttast óþægilegar tilfinningar frá móðurinni eins og öfund eða reiði. Allt þetta er yfirleitt í undirvitundinni og ekki viðurkennt opinskátt eða talað um.

Við höfum öll fundið fyrir sársaukanum sem mæður okkar bera. 

Við höfum öll fundið fyrir sársaukanum sem mæður okkar bera.

Okkur grunar að þær kenni okkur að hluta til um þann sársauka. Í því liggur sektarkenndin. Þetta er skynsamlegt þegar miðað er við takmarkaðan vitsmunaþroska barns, sem sér sig sem orsök allra hluta. Ef við tökumst ekki á við þessi viðhorf undirvitundar sem fullorðnir einstaklingar, gætum við haldið áfram að ala á þeim og takmarka okkur í kjölfarið.

Sannleikurinn er sá að ekkert barn getur bjargað móður sinni.

Engin fórn sem dóttirin gerir mun nokkurn tíma verða nóg til að bæta upp fyrir hið háa verð sem móðir hennar gæti hafa þurft að greiða eða fyrir missinn sem hún hefur safnað upp í gegnum árin, einfaldlega með því að vera kona og móðir í þessari menningu. Og samt er þetta það sem margar konur gera fyrir mæður sínar í frumbernsku, þær taka ómeðvitað ákvörðun um að yfirgefa ekki eða svíkja mæður sínar með því að gerast "of lánssamar", "of gáfaðar" eða "of ævintýragjarnar" Þessi ákvörðun er tekin af kærleika, tryggð og þörf fyrir viðurkenningu og tilfinningalegum stuðningi frá móður.

Margar okkar rugla því saman að vera tryggar mæðrum okkar og að vera tryggar sárunum þeirra, og verða þannig meðsekar í eigin kúgun.

Þessi virkni er algjörlega í undirmeðvitundinni og hún gengur stöðugt. Jafnvel heilbrigð, styðjandi móðir / dóttir sambönd kunna að hafa þessa virkni að einhverju marki einfaldlega með því að vera konur í þessu samfélagi. Og fyrir dætur sem eiga mæður með alvarleg vandamál (fikn, geðsjúkdóma, o.s.frv) geta áhrifin verið mjög eyðileggjandi og skaðleg.

Mæður verða að taka ábyrgð og syrgja missi sinn. 

Að vera móðir í okkar samfélagi er ólýsanlega erfitt. Ég hef heyrt margar konur segja "Enginn segir þér nokkurn tíman hversu erfitt það er" og "ekkert undirbýr þig fyrir það þegar þú kemur heim með barnið og gerir þér grein fyrir því hvað er verið að biðja þig um." Menning okkar, sérstaklega í Bandaríkjunum, er mæðrum mjög erfið, býður lítinn stuðning og margar mæður eru einstæðar.


Þögul skilaboð þjóðfélags til mæðra eru: 

  • ef móðurhlutverkið er erfitt þá er það þér að kenna
  • skammastu þín ef þú ert ekki súper kona
  • það eru „eðlilegar mæður“ sem eiga ekki í erfiðleikum með móðurhlutverkið. Ef þú ert ekki ein af þeim þá er eitthvað mikið að þér 
  • þér er ætlað að vera fær um að takast á við þetta allt á auðveldan hátt: vera með börn sem haga sér vel, vera kynferðislega aðlaðandi, að hafa farsælan starfsferil og gott hjónaband

Mæðrum sem hafa vissulega fórnað miklu til að eignast börn í menningu okkar, getur sannarlega fundist það vera höfnun þegar barnið þeirra ber af, eða fer framúr þeim draumum sem þær héldu að væru mögulegir fyrir sig. Það kann að vera tilfinning fyrir að skulda, að eiga rétt á eða þurfa að vera viðurkennd af börnunum, sem getur verið mjög lúmsk en öflug stjórnun. Þessi virkni getur valdið því að næsta kynslóð dætra haldi sig til baka svo að mæður þeirra geti haldið áfram að finna fyrir viðurkenningu og staðfestingu á sjálfsmynd sinni sem móðir, sjálfsmynd sem margir hafa fórnað svo miklu fyrir, en fengið svo lítinn stuðning og viðurkenningu í staðinn.

Mæður geta ómeðvitað safnað upp djúpri reiði gagnvart börnum sínum á dulinn hátt. Hins vegar snýr reiðin í raun og veru ekki að börnunum. Reiðin snýr að karlamiðuðu samfélagi sem krefst þess að konur fórni sér og tæmi sig algjörlega til þess að verða móðir barns.

Og fyrir barn sem þarfnast móður sinnar, að fórna sjálfu sér í þeirri viðleitni að auðvelda á einhvern hátt sársauka móðurinnar er oft ómeðvituð ákvörðun snemma á lífsleiðinni og ekki uppgötvuð sem orsök undirliggjandi vandamála fyrr en löngu seinna þegar það er orðið fullorðið.

Móður sárið er til komið vegna þess að það er enginn öruggur staður fyrir mæður að losa út reiðina vegna þeirra fórna sem samfélagið krefst af þeim. Og vegna þess að dætur óttast ennþá ómeðvitað höfnun fyrir að ákveða að fórna sér ekki á sama hátt og fyrri kynslóðir.

Í samfélagi okkar, er engin öruggur staður fyrir móður til að losa sig við reiðina.
Svo að hún brýst oft ómeðvitað út á börnum. Dóttir er mjög öflugt skotmark fyrir reiði móður vegna þess að dóttirin hefur ekki ennþá þurft að láta af persónuhlutverki sínu fyrir móðurhlutverkið. Hin unga dóttir getur minnt móður  - á þá möguleika sem hún gat ekki upplifað sjálf. Og ef dótturinni finnst hún vera nógu verðug til þess að hafna sumu af feðraveldis tilskipununum sem móðirin hefur þurft að kyngja, þá getur hún auðveldlega hrundið af stað undirliggjandi reiði móðurinnar.

Auðvitað , vilja flestar mæður það besta fyrir dætur sínar
. Hins vegar, ef móðir hefur ekki tekist á við eigin sársauka eða sætt sig við þær fórnir sem hún hefur þurft að færa, þá gæti stuðningur hennar við dótturina verið kryddaður af skilaboða leifum sem á lúmskan hátt innrætir skömm, sektarkennd eða skyldur. Það gæti seytlast inn í hinar ljúfustu aðstæður, yfirleitt í formi gagnrýni eða í einhverri mynd sem beinir lofinu aftur að móðurinni. Það er yfirleitt ekki efni yfirlýsingarinnar, heldur frekar orkan sem kemur með því sem gefur til kynna dulda gremju.

Leiðin fyrir móður að koma í veg fyrir að beina reiði sinni að dóttur sinni og láta sár móðurinnar ganga frá konu til konu, er að syrgja að fullu og harma eigin missi.

Og til að tryggja að hún sé ekki að treysta á dóttur sína sem helstu uppsprettu tilfinningalegs stuðning.

Mæður verða að syrgja það sem þær þurftu að gefa upp á bátinn, það sem þeim langaði en aldrei varð, það sem börnin þeirra geta aldrei gefið þeim og óréttlætið í aðstöðu þeirra. Hins vegar, eins óréttlátt og ósanngjarnt og það er, það er ekki á ábyrgð dóttur að bæta fyrir missi móðurinnar eða að finna skyldur til að fórna sér á sama hátt. Fyrir mæður, það þarf gríðarlegan styrk og heilindi til þess að gera þetta. Og mæður þurfa stuðning í þessu ferli.

Mæður frelsa dætur sínar þegar þær vinna meðvitað út sinn eigin sársauka án þess að gera vandamál sín að vandamálum dóttur sinnar. Á þennan hátt, frelsa mæður dætur sínar svo þær geti látið drauma sína rætast án sektarkenndar, skammar eða tilfinninga skyldu.

Þegar mæður óafvitandi láta dætur sínar finna til ábyrgðar á því sem þær hafa misst og deila sársauka sínum, þá veldur það truflandi flækjum, sem styrkja það viðhorf dóttur að hún sé ekki verðug drauma sinna. Og þetta styður þá skoðun dóttur að sársauki móður hennar sé á einhvern hátt henni að kenna. Þetta getur heft  hana á svo marga vegu.

Fyrir dætur sem alast upp í karlamiðuðum menningarheimi, það er tilfinning fyrir því að það þurfi að velja á milli þess að vera í styrknum sínum eða að vera elskaðar.

Flestar dætur kjósa að vera elskaðar í stað þess að vera í styrknum sínum vegna þess að það er óþægileg tilfinning fyrir því að það að vera algjörlega til staðar og í styrknum geti valdið því að þær séu ekki elskað af mikilvæga fólkinu í lífi þeirra, sérstaklega mæðrum þeirra. Svo að konur halda sér niðri og ófullnægðum og ómeðvitað halda þær áfram með móður sárið til næstu kynslóðar.

Sem kona, það er óljós en kröftug tilfinning að valdefling muni skaða sambönd þín. Og konum er kennt að sambönd séu verðmætari en allt annað. Við höldum í molana af samböndum okkar, þegar sálin gæti haft djúpa þrá eftir að uppfylla langanir sínar. En sannleikurinn er sá að sambönd ein og sér geta aldrei komið nægilega í staðinn fyrir hungrið eftir að lifa lífi okkar til fullnustu.

Virkni mátturinn í miðju móðir / dóttir sambandinu er bannið við að ræða það og það er megin málið.

Margt af þessu fer leynt vegna hinna mörgu tabúa og staðalímynda um móðurhlutverkið í þessari menningu, það er:

  • mæður eru alltaf umhyggjusamar og elskulegar
  • mæður ættu aldrei að reiðast eða verða gramar út í dætur sínar
  • mæðrum og dætrum er ætlað að vera bestu vinir

Staðalímynd af "Allar mæður ættu alltaf  að vera elskulegar" svipta konum mannlegum eiginleikum sínum. Vegna þess að konum er ekki gefið leyfi til þess að vera mannverur að fullu, samfélagið telur réttlætanlegt að sýna ekki algjöra virðingu, stuðning og úrræði við mæður.

Sannleikurinn er sá að mæður eru manneskjur og allar mæður eiga erfið augnablik. Og það er satt að það eru til mæður sem eru einfaldlega ekki elskulegar, hvort sem það er vegna fíknar, geðsjúkdóma eða annarra ástæðna. Móður sárið heldur áfram að verða til í skugganum hjá komandi kynslóðum á meðan við erum ekki  tilbúin til að takast á við þennan óþægilega raunveruleika.

Við höfum öll feðraveldi í okkur að einhverju leyti. Við höfum þurft að láta okkur hafa það til að lifa af í þessum menningarheimi. Þegar við erum tilbúin að takast á við það að fullu í okkur sjálfum þá getum við einnig tekist á við það í öðrum og þar á meðal móður okkar. Þetta getur verið einn af hjarta-lyklunum í öllum þeim aðstæðum sem við stöndum frammi fyrir. En á meðan við erum ekki tilbúin að fara þangað, til að takast á við móður sárið, þá erum við að greiða mjög hátt verð fyrir tálsýn friðar og styrks.

Hver er kostnaður við að græða ekki móður sárið?

Kostnaður við að græða ekki móður sárið er að lifa lífi þínu endalaust með:

  • ” óljósa, viðvarandi tilfinningu um að "það sé eitthvað athugavert við þig"
  • fylgja ekki möguleikum þínum vegna ótta við mistök eða höfnun
  • vera með veik mörk og óljósa tilfinningu fyrir því hver þú ert
  • tilfinning að vera ekki verðug eða fær um að skapa það sem þú virkilega vilt
  • finnast þú ekki nógu örugg til að taka þér pláss og tjá þinn sannleika
  • skipuleggja lífið í kringum þig til þess að "rugga ekki bátnum“
  • sjálfsniðurrif þegar þú nálgast uppgjör
  • ómeðvitað að bíða eftir leyfi móður eða samþykki áður en þú gerir kröfur í þínu eigin lífi

Hvaða samband er á milli sársauka móðurinnar og hins heilaga kveneðlis?
Þessa dagana er mikið rætt um "ímynd hins guðlega kveneðlis og að vera 'meðvituð kona." En raunin er sú að við getum ekki verið sterkt utan umhald um mátt hins guðlega kveneðlis ef við höfum ekki ennþá snúið okkur að stöðunum hið innra sem við finnum að hafa verið hraktir á brott og í útlegð frá kveneðlinu.

Við skulum horfast í augu við að: Fyrstu kynni okkar af gyðjunni voru með móður okkar.
 Á meðan við höfum ekki hugrekki til að rjúfa bannhelgina og takast á við sársaukann sem við höfum farið í gegnum í tengslum við mæður okkar, er hið guðlega kveneðli nokkurs konar ímynd ævintýris, ímynduð björgun með móður sem er ekki að verða. Þetta heldur okkur í andlegum vanþroska. Við verðum að aðskilja hina mannlega móður frá hinni fullkomnu kvenímynd til þess að geta borið þessa orku. Við verðum að endursmíða gallaða smíði innra með okkur áður en við getum raunverulega byggt eitthvað nýtt sem er varanlegt. Þangað til við gerum það erum við enn föst í nokkurs konar limbói þar sem  tilraunir til að auka styrk okkar er skammvinn og eina skýringin á vandræðum okkar sem virðist skynsamleg er að kenna sjálfum okkur um.

Ef við forðumst að viðurkenna að fullu áhrif sem eru tilkomin vegna sársauka móður okkar á líf okkar, þá verðum við áfram að einhverju leyti, börn.
Til þess að ná fullum styrk þurfum við að skoða samband okkar við mæður okkar og hafa hugrekkið til þess að aðgreina okkar eigin viðhorf, gildi, hugsanir frá hennar. Það krefst þess að við finnum fyrir sorginni yfir því að þurfa að verða vitni að sársaukanum sem mæður okkar báru og vinna út okkar eigin lögmæta sársauka sem við bárum sem afleiðingu þess. Þetta er svo erfitt, en það er upphafið af raunverulegu frelsi.

Svo hvað gerist það þegar konur græða móður sárið?

Um leið og við græðum móður sárið, er máttur kraftsins í auknu mæli laus vegna þess að konur eru ekki lengur að biðja hvor aðra um að halda sér niðri til þess að létta á eigin sársauka. Sársaukinn við að búa í feðraveldi hættir að vera bannorð. Við þurfum ekki að þykjast og fela okkur  á bak falskar grímur sem leyna sársauka okkar undir yfirborði áreynsluleysis við að halda þeim saman. Sársaukinn má vera sjáanlegur sem góður og gildur, meðtekinn, meðhöndlaður og samþættur og á endanum er honum umbreytt í visku og kraft.

Þegar konur í auknum mæli meðhöndla sársauka móður sáranna, geta þær skapað öryggi fyrir konur til að tjá sannleikann vegna þessa sársauka og gefið þarfan stuðning. Mæður og dætur geta átt samskipti við hvor aðra án þess að óttast að sannleikur tilfinninga þeirra rjúfi sambandið á milli þeirra. Sársaukinn þarf ekki lengur að fara huldu höfði og vera í skugganum, þar sem hann birtir sig sem stjórnun, samkeppni og sjálfs-hatur. Það má syrgja sársaukann að fullu svo að hann geti orðið að ást, ást sem birtist sem ákafur stuðningur við hvor aðra og djúpa sjálfs-viðurkenningu, fría okkur til þess að vera umfram allt heilar, skapandi og fullnægðar.

Þegar við græðum móður sárin, byrjum við að átta okkur á hinum töfrandi áhrifum sem móðir hefur á líf barnsins síns, sérstaklega í barnæsku þegar barnið og móðir eru ennþá sem eining. Mæður okkar mynda grunn að því sem við verðum: viðhorf okkar byrja sem hennar viðhorf, venjur okkar byrja sem hennar venjur. Sumt af þessu er svo ómeðvitað og eiginlegt, að það er varla tekið eftir því.

Móður sárið er í raun ekki um móður þína. Þetta snýst um að elska þig og gjafir þínar án þess að skammast þín.
Við tökumst á við móður sárið vegna þess að það er mikilvægur þáttur í vera við sjálfar, segja já til að vera kraftmiklar og sterkar konur sem við eru komnar til að vera. Heilun móður sársins er á endanum um að viðurkenna og heiðra þann grunn sem mæður okkar héldu uppi fyrir líf okkar þannig að við getum lagt ríka áherslu á að skapa það einstaka líf sem við þráum virkilega og vitum að við erum færar um að skapa.

Kostir þess að heila móður sárið:

  • Að vera altalandi og leikin við að takast á við tilfinningar þínar. Að sjá þær sem uppsprettu visku og upplýsinga.
  • Að hafa heilbrigð mörk sem styðja þig í því að vera raunverulega þú í þínu æðsta og besta formi.
  • Þróun heilsteyptrar "innri móður" sem veitir skilyrðislausa ást, stuðning og huggun við yngri hluta þinn/(innra barnið).
  • Vitandi það að þú ert hæf. Tilfinning um að allt sé mögulegt, opið fyrir kraftaverk og alla góða hluti.
  • Að vera í stöðugri tengingu við þína innri góðsemi og hæfni til að koma með það inn í allt sem þú gerir.
  • Djúp samúð fyrir sjálfa þig og annað fólk
  • Þú tekur sjálfa þig ekki of alvarlega. Þú þarft ekki lengur utanaðkomandi staðfestingu á að þér líði vel. Þú þarft ekki að sanna þig fyrir öðrum.  
  • Þú treystir því að lífið færi þér það sem þú þarft.
  • Þú ert örugg í eigin skinni og hefur frelsi til að vera þú sjálf.
  • Og svo miklu meira......

Þegar við tökum þátt í þessu heilunarferli, fjarlægjum við hægt og rólega þykka þokuslæði sem heldur okkur föstum og getum þar með séð betur, verið þakklát og elskað okkur sjálfar.

Við berum ekki lengur sársauka byrði mæðra okkar og þurfum að halda okkur litlum vegna þess.

Við getum  verið fullar sjálfstrausts leyft okkur að sjást í okkar eigin lífi, með orkuna og lífskraftinn til að skapa það sem við þráum án þess að skammast okkar, eða vera með sektarkennd, við getum verið ástríðu, krafti, gleði, sjálfstrausti og ást.
Hjá öllum manneskju var allra fyrsta sár hjartans tengt móðurinni, kveneðlinu. Og í gegnum heilunarferlið á því sári, hafa hjörtu okkar losnað úr málamiðlunar stöðu, varnarstöðu og ótta til algjörlega nýs stigs ástar og krafts, sem tengir okkur við hið guðlega hjarta lífsins sjálfs. Við erum eftir það tengd hinni fullkomnu ímynd, hinu sameiginlega hjarta sem býr í öllum verum, og erum berar og sendar sannrar samúðar og ástar sem heimurinn þarfnast akkúrat núna. Á þennan hátt, er móðursárið í raun og veru tækifæri og vígsla inn í hið guðlega kveneðli. Það er þess vegna sem það er svo mikilvægt fyrir konur að heila móður sárið: Persónuleg heilun þín og endurtenging við hjarta lífsins, eftir leið kveneðlisins, sem hefur áhrif á heildina og styður samvitundar þróun okkar.

http://womboflight.com/2014/01/18/why-its-crucial-for-women-to-heal-the-mother-wound/

 

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim