Afgerand mynstur í orkunni
28. nóvember 2015 Dætur hugans hafa átján tær. Þessa setningu fékk ég skýrt og greinilega eina nóttina. Ég gat ekki séð annað en hún ætti við að ég hefði 18 mynstur sem ég hefði komið með inn í lífið núna. Ekki veit ég hvort það eru fleiri hafa svona mörg mynstur með sér. Þessi mynstur sem ég er að tala um eru oft áþreifanlegar hugmyndir, fast mótaðar skoðanir, endurtekin hegðun, eitthvað sem manneskjan óttast sem birtist í varnarviðbrögðum og fleira. Mynstrin hafa mótast í gegnum aldirnar í ótal jarðvistum og þau hafa flest styrkst og eflst í hverri jarðvist. Þessi mynstur má greina með því að taka eftir ákveðinni hegðun sem okkur líkar ekkert sérstaklega vel í eign fari. Það er eins og mynstrin skapi hegðun og líðan og því er alltaf brugðist við á svipaða hátt í svipuðum aðstæðum. Eflaust má segja að skömmin, eða sektarkenndin sé það mynstur sem við þekkjum best og finnum flest innra með okkur. Það er svo afgerandi að það er oft mjög auðvelt fyrir aðra að kveikja á því mynstri hjá okkur. Það veldur því að við drögum orkuna okkar saman og verðum lítil í okkur eða förum í varnarviðbrögð og mótþróa. Annað mynstur sem er mjög afgerandi er t.d. vanmáttarkennd, það er líka auðvelt að kveikja á því mynsrtri. Það er kannski einhver sem segir eitthvað til að lítillækka eða gagnrýna okkur og við smellum inn í vanmáttarkenndar mynstrið. Oft eru það aðrir sem minna okkur á þessi mynstur en við gerum það líka sjálf meðvitað eða ómeðvitað. Þessi mynstur halda okkur oft niðri og gera okkur hrædd við að stíga skref sem væru okkur til góðs. Leiðin til að losa þessi mynstur sjálf er að taka eftir því hvernig við bregðumst við sömu aðstæðum á sama hátt. Þá er hægt að skoða hvað veldur og prófa að bregðast við með nýjum hætti til að leysa mynstrið smám saman upp. Það getur tekið tíma vegna þess að viðbrögðin eru orðin mjög sterkt mótuð bæði orkulega og líkamlega þar sem hugurinn hefur skapað brautir í heilanum sem tengjast mynstrunum. Þegar við beinum athyglinni að viðbrögðunum og bregðumst við með nýjum hætti eða setjum inn ný orð til að breyta hugformunum þá smám saman myndast nýjar brautir og mynstrið leysis upp.
© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir hafa samband |
||||||||||||||||||||||