![]() |
||||||||||||||||||||||
|
Nýja tölvan
2. nóvember 2012 Þegar við fáum nýja tölvu, þá er hún hraðvirk og öll forrit virka hnökralaust. En um leið og við byrjum að nota hana – sérstaklega á netinu safnast inn ýmsar skrár og óþarfa gögn sem hægja smám saman á vinnslunni. Eftir nokkur ár er tölvan orðin hægari á allan hátt. Við látum þetta pirra okkur en höldum samt áfram að nota hana eins og hún er, því hún er orðin hluti af lífi okkar. Við tökumst ekki á við að hreinsa hana og endurhlaða, því við óttumst að missa gögn sem hafa safnast inn í gegnum árin gögn sem við þekkjum svo vel og teljum ómissandi hluta af lífi okkar. Stundum neyðumst við þó til að hreinsa allt út, t.d. ef tölvan krassar. Ef við höfum ekki verið dugleg að taka öryggisafrit af myndum eða mikilvægum skjölum, getur verið að við missum allt. Þetta minnir okkur á mikilvægi þess að uppfæra og setja ný forrit í tölvuna annað slagið. Þessi dæmisaga um tölvuna á líka við um okkur sjálf. Ef við tökum aldrei til í eigin hugarfari og orku, ef við hreinsum aldrei út gömul hugmyndakerfi eða venjur, þá förum við að líkjast gömlu tölvunni hægfara, festumst í sama mynstrinu og eigum í erfiðleikum með að takast á við ný verkefni eða áskoranir. Hugmyndakerfin sem við byggjum líf okkar á eru eins og gömlu forritin í tölvunni. Þau virkuðu vel þegar þau voru ný, en með tímanum safnast á þau óþarfa „skrár“ hugsanir, vani og ótti sem við tökum ómeðvitað upp t.d. frá samfélaginu, fjölskyldunni eða fyrri lífa reynslu. Þetta hægir á okkur, heldur okkur föstum í sama gamla hringnum: matur á sama tíma, fréttirnar klukkan hálf sjö, sjónvarpið á kvöldin, háttatími, og svo vinnan daginn eftir. Þessi daglega rútína endurtekur sig aftur og aftur, án þess að við skoðum hana eða spyrjum okkur hvort hún sé enn í takt við það sem við viljum í raun og veru. Þegar við drögumst svona áfram í vanabundnu mynstri, spyrjum við okkur kannski af hverju ekkert breytist í lífinu. En lífið breytist ekki fyrr en við þorum að skoða það, taka til í gömlu hugmyndakerfunum okkar og sleppa því sem þjónar okkur ekki lengur. Við þorum oft ekki að breyta vegna þess að það nýja krefst þess að við lærum eitthvað nýtt og það getur vakið ótta. En þegar við ákveðum að sleppa öllum gömlu hugmyndakerfunum sem halda aftur af okkur, þá erum við að vinna á sama hátt og þegar við hreinsum tölvuna: við fjarlægjum það sem er úrelt, uppfærum forritin og sköpum rými fyrir nýjar hugmyndir og sannfæringar. Þessar nýju hugmyndir eru byggðar á því sem við sjálf teljum rétt fyrir okkur, í stað þess að halda dauðahaldi í eitthvað sem einu sinni var okkar sannleikur. Við höfum alltaf leyfi til að skipta um skoðun, breyta og losa okkur við gamla sannfæringu og taka inn nýja hluti. Með þessari tiltekt í eigin orku hjálpum við ekki aðeins sjálfum okkur að verða léttari og hraðvirkari við hjálpum líka jörðinni í hærri tíðni.
The Slow, Old Computer When we get a new computer, it runs fast, and all programs work smoothly. But as soon as we start using it, especially online, various files and unnecessary data accumulates, gradually slowing down its performance. After a few years, the computer becomes sluggish, takes longer to start up, and everything requires more effort. We let this frustrate us but continue using the computer as it is because it has become a part of our lives. We avoid dealing with cleaning it up and rebooting it, fearing that we might lose data accumulated over the years, data we know so well and consider an essential part of our lives. Sometimes, however, we are forced to wipe everything clean, such as when the computer crashes. If we haven’t been diligent about backing up photos or important documents, we may lose everything. This reminds us of the importance of maintaining the computer, updating it, and rebooting it when necessary. This story about computers also applies to us. If we never clear out our mindset and energy, if we never remove old belief systems or habits, we start to resemble the old computer – slow, stuck in the same patterns, and unable to take on new challenges or tasks. The belief systems we build our lives upon are like old programs on a computer. They worked well when they were new, but over time, unnecessary “files” accumulate—thoughts, habits, and fears that we unconsciously adopt from society, family, or past experiences. This slows us down, keeping us stuck in the same cycle: eating at the same time, watching the news at half past six, turning on the TV in the evening, going to bed, and then going to work the next day. This daily routine repeats itself over and over without us examining it or asking whether it still aligns with what we truly want. When we get caught in these habitual patterns, we may wonder why nothing changes in our lives. But life doesn’t change until we dare to examine it, clean out our old belief systems, and let go of what no longer serves us. We often resist change because the new requires us to learn something unfamiliar—and that can be frightening. However, when we decide to let go of all the outdated beliefs that hold us back, we are essentially doing the same as when we clean up a computer: we remove what is obsolete, update the programs, and create space for new ideas and perspectives. These new ideas are based on what we genuinely believe to be right for us, rather than clinging to something that was once our truth but is no longer relevant. We always have permission to change our minds, release old beliefs, and embrace something new. By decluttering our own energy, we not only help ourselves become lighter and more efficient, but we also help others. We ease the burdens that humanity has carried for thousands of years and support evolution toward more peaceful and loving energy.
© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir hafa samband |
|||||||||||||||||||||