Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sárin á bak við reiðina

 

Sárin á bakvið reiðina

Það sem við gerum okkur oft ekki grein fyrir er að í reiðinni býr gríðarlegur kraftur. Þegar reiði brýst út getur hún skollið eins og höggbylgja á þá sem eru nálægt og einnig á umhverfinu. Sem fullorðin finnum við oft óþægindi þegar við verðum vitni að reiði annarra, en börnin eru varnarlausari og geta upplifað reiðina sem árás eða áfall.

Þegar reiði brýst fram í návist barna, til dæmis á milli þeirra einstaklinga sem þau elska og treysta, eins og foreldra, verður orkan sem myndast nánast áþreifanleg. Börnin eru föst innan höggbylgjanna sem dynja á þeim, og þar sem þau geta hvorki skilið aðstæðurnar né flúið þær, fyllast þau oft af ótta og vanlíðan. Það kemur fyrir að þau gráta, ekki endilega vegna þess sem sagt er, heldur vegna þess að þau finna orkubylgjurnar svo sterkt.

Ef reiðin beinist að barninu sjálfu, má líka ímynda sér hversu djúpur sársaukinn verður. Þessum reiði bylgjum má líkja við jarðskjálfta, það er ekki hristing í gólfinu, heldur skjálfta í sjálfri orkunni í kringum börnin. Þau sem eru næmari finna líka fyrir kuldastreng eða þunga í andrúmsloftinu.

Ef fullorðnum, þykir þessi orka óþægileg, þá má treysta því að börn finna hana margfalt öflugar. Börn taka allt nærri sér, og skortir oft bæði skilning og orð til að lýsa því sem þau eru að upplifa. Þau sitja því uppi með tilfinningar annarra, þar til þau, síðar á lífsleiðinni, finna leið til að losa þær út úr eigin orku.

Á bak við reiði býr alltaf sársauki og ótti. Reiðin er veggur sem við setjum upp til að verja sárið sem býr innra með okkur. Þegar við sjáum reiði brjótast fram, getum við reynt að muna að hún er oftast aðeins ytra merki um mikinn innri sársauka. Það eitt getur hjálpað okkur að sjá manneskjuna í ljósi samkenndar og það sama getum við gert gagnvart okkur sjálfum, ef við finnum reiðina brjótast út.

Þegar við verðum reið, sendum við líka skilaboð til umhverfisins: "Komdu ekki nálægt mér." Við reynum að vernda okkur frá frekari sársauka, viljum ekki að aðrir sjái sárin okkar eða varnarleysið sem býr undir yfirborðinu. Oft er stutt á milli reiði og gráts og margir óttast að leyfa sér að sýna reiði, því að á bak við hana liggur sorgin og gráturinn.

Það krefst hugrekkis að sleppa tökunum á þessum varnarveggjum. En þegar reiðin og sársaukinn fá að flæða og við náum að gráta sársaukann út þá opnast hjartað smám saman.

Óttinn við að verða særð aftur skapar fjarlægð, án þess að við séum meðvituð um það. En þegar við erum loksins tilbúin að horfast í augu við sárin, skoða hvað liggur að baki þá þurfum við ekki lengur að verja sárin með reiði og getum farið að tjá okkur með meiri mýkt, hlýju og ástúð.

 

The Wounds Behind the Anger
What we often don’t realize is that within anger lies an immense force. When anger erupts, it hits like a shockwave, impacting the people and environment around. As adults, we often feel discomfort when witnessing someone else's anger, but for children, who are even more vulnerable, this experience can be deeply traumatic.

When anger erupts in the presence of children for instance, between the people they love and trust, such as parents, the energy created becomes almost tangible. The children are caught in the waves of impact, and since they can neither understand the situation nor escape it, they are often filled with fear and distress. Sometimes they cry not necessarily because of what is being said, but because they feel the energetic waves so intensely.

If the anger is directed at the child, we can only imagine how deep the pain goes.
These waves of anger can be compared to earthquakes not movement in the floor, but in the very energy surrounding the children. Those who are more sensitive may also feel a chill or heaviness in the air.

If adults find this energy uncomfortable, we can be sure that children feel it even more intensely. Children take everything personally and often lack both understanding and the words to express what they’re experiencing. They are left carrying the emotions of others, until one day later in life, they find a way to release those feelings from their own energy.

Behind anger, there is always pain and fear. Anger is a wall we put up to protect the wounds within. When we see anger break through, we can try to remember that it is often just an outer sign of deep inner pain. That awareness alone can help us see the person with compassion and we can offer the same compassion to ourselves if we feel anger rising within us.

When we become angry, we are also sending a message to our surroundings: “Don’t come near me.” We are trying to protect ourselves from further pain, not wanting others to see the wounds or vulnerability beneath the surface. There is often a thin line between anger and tears many people fear showing their anger because behind it, the tears are waiting.

It takes courage to let go of these walls of defense. But when the anger and pain are allowed to flow, and we manage to cry out the pain, the heart begins to open little by little.

The fear of being hurt again often keeps people at a distance, without us even realizing it. But when we are finally ready to face our wounds, to look at what lies beneath and to heal it, we no longer need to guard our pain with anger and we can begin to express ourselves with more softness, warmth, and tenderness.

 

Efst á síðu


Ýmislegt

Heim

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur