Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Sjálfsvíg

 

6. ágúst 2008

Viðtal við meistarann Lanto um að taka sitt eigið líf

Lee: Sæll meistari, þú hefur gefið mjög áhugaverða útskýringu á því hvað gerist hjá þeim sem taka eigið líf. Gætir þú deilt því með okkur?

Lanto: Þakka þér fyrir þetta tækifæri. Miðlinum mínum fannst mjög erfitt að finna orð sem lýstu þessu og við urðum að vera mjög nálægt henni. Við höfum ekki samskipti með orðum í andlega heiminum, það er svo fátækleg aðferð til tjáskipta. Þó að hún skilji hvað um er að ræða þá gat hún ekki fundið orðin og við gátum ekki fundið orð til útskýringar í hennar orðaforða. En það hafa liðið nokkrir dagar svo við erum mjög þakklát fyrir þetta tækifæri og viljum reyna aftur.

Margt hefur verið sagt um þá sem taka eigið líf, en það er ekki allt rétt, að hluta til vegna þess að það er svo erfitt fyrir okkur að útskýra á ykkar tungumálum hvað gerist. Þegar þið fallist á samninginn ykkar áður en þið komið til jarðarinnar, þá samþykkið þið líka að hafa ákveðið langan tíma, þið segið kannski, "ég lifi í fimm mínútur", eða, " ég ætla að staldra við í leginu en deyja eftir þrjá mánuði" og það felur í sér fóstureyðingu. Þið getið líka sagt að þið ætlið að deyja þegar þið fæðist, eða þá að þið ákveðið að lifa í hundrað ár.

Ef þið veljið að virða ekki þann hluta samnings ykkar heldur ákveðið að fara fljótlega vegna sjálfsvígs, þá er það mjög erfitt fyrir ykkur þegar þið komið í andlega heiminn. Það er vegna þess að þið eruð uppfull af hræðilegum sársauka, hræðilegri sorg, vegna þess að þið vitið að þið hafið ekki staðið við samninginn. Sú sál sem tekur eigið líf fær fjöldan allan af hjálpendum til þess að komast í gegnum þann sársauka. Það eru engin tímatakmörk á þessu, sumir jafna sig fljótt, en það tekur lengri tíma hjá öðrum. ÞIð sjáið svo eftir þessu, en leiðbeinendur ykkar eru einstaklega elskulegir og mjög vel þjálfaðir. Þarna eru leiðbeinendur sem hafa valið að sjá um þetta alveg eins og þið veljið að endurfæðast. Þeir gera þetta af því að þeir hafa óskað eftir að fara með hraði upp á meistara stig. Þeir horfa upp á sálina í svo mikilli þjáningu, en það hjálpar leiðbeinendunum að þroskast mjög hratt. Þetta er því mjög sérstakt hlutverk með mjög mikið af skyldum sem útheimta ótakmarkaðan kærleika, skilning og samúð.

Sálinni er hjálpað við að skilja að þetta var ekkert rangt, vegna þess að við trúum ekki á það hugtak. Það er orð sem var búið til í trúarbrögðum, þetta orð er ekki búið til af okkur, vegna þess að orðið "rangt" er byggt á ótta og við sköpum ekki ótta. Við höfum ekkert tákn í okkar tjáskiptum sem lýsa ótta, hann er ekki til hérna. Þannig að, við þurfum fyrst og fremst að hjálpa ykkur að skilja að það sem þið gerðuð var ekki rangt, þetta var einfaldlega val. Við þurfum að hjálpa ykkur að tengjast aftur hinu guðlega og samþykkja að fara aftur í aðra endurfæðingu, en í kærleika, gleði og friði. Það er mikilvægt vegna þess að sumum sálum finnst erfitt að tengjast aftur hinum innra friði og þess vegna tekur það langan tíma.

En við viljum líka segja ykkur að á meðan sum ykkar eruð með okkur að vinna í því að velja sér lexíur, viðfangsefni og orkuna sem þið óskið eftir að fara með inn í komandi líf, orkuna sem þið vilja uppræta, þið finnið að þessi orka er mjög sterkt með ykkur þannig að þið veljið óhemju harða lexíu. Vegna þess að það er engin ótti á þessu sviði, þið segið þess vegna, ég er guðleg vera og ég get lært þessa lexíu. Svo ég get valið að læra á erfiðan hátt og það verður ekkert vandamál vegna þess að ég er guðdómleg. Og við og leiðbeinendur ykkar sem vinna með ykkur í gegnum þessa endurfæðingu segjum við ykkur að þetta sé mjög svo erfið lexía. Þannig að það geti orðið mjög erfitt, mjög strembið fyrir ykkur að tengja ykkur aftur við guðdóminn ykkar. Við spyrjum hvort þið séuð viss um að þið óskið ykkur svona erfiðrar lexíu? Og auðvitað, hér er enginn ótti, bara friður, það er bara algjör fullvissa um guðdóminn ykkar, þannig að þið segið í öllu ykkar hugrekki, göfuglyndi og kærleika, já, auðvitað. Þið segið:  "vegna þess að ef ég hef lexíuna á þennan hátt, þá veit ég að ég mun læra hana, ég mun uppræta þessa orku algjörlega, þannig að ég vil gera þetta, ég vil samþykkja þetta alveg sama hversu erfið hún er ég samþykki þetta, vegna þess að ég vil losna við þessa orku eins fljótt og hægt er.  Og svo þegar þið komið inn í þessa endurfæðingu þetta líf þá gleymið þið auðvitað að þið séuð guðleg, þannig að það erfiða verður mjög erfitt. Fyrir sum ykkar verður það of erfitt og það er þá sem þið ákveðið að enda þetta líf fyrr en um var samið.

Þannig að þið sjáið að samviskubitið er mjög mikið þegar þið komið hingað og þið þurfið mikið á sérfræði aðstoð að halda. Við söfnum ykkur saman á stað þar sem þið getið talað hvort við annað, þar sem þeir sem eru lengra komnir í heilunarferlinu geta hjálpað þeim sem eru nýkomnir. Þarna eru mjög margir reyndir hjálpendur til að hjálpa ykkur og til þess að vera með ykkur. Þið eruð þarna þangað til þið getið tengst aftur við ykkar eigin guðdóm og innri meistara, þá getið þið komið aftur til hins hefðbundna andlega heims og verið með okkur öllum aftur og hitt ástvini ykkar. En stundum samþykkja ástvinir ykkar að vera leiðbeinendur ykkar, bjóðast til að vera leiðbeinendur í gegnum þetta ferli til þess að hjálpa ykkur. Stundum er leiðbeinandinn/hjálpandinn sál sem hefur valdið ykkur miklum sársauka í fyrra lífi. En auðvitað er hér aðeins kærleikur þannig að þær segja, nú, ég hjálpaði henni/honum að læra lexíuna sína í fyrra lífi, leyfið mér því að hjálpa henni/honum að tengjast guðdómnum sínum á ný í þessu lífi. Ég mun koma og hjálpa þessari sál og hjálpa henni að verða heil. En það eru engar reglur, það eru engir flokkar, sérhverri sál sem kemur til okkar í gegnum þessa leið er hjálpað samkvæmt því sem hún þarfnast.

Okkur finnst þetta útskýra málið á nokkuð fullnægjandi hátt. Þetta er samt ennþá bara hluti af því sem gerist, vegna þess eins og við höfum margsagt, tungumálið ykkar er mjög erfið leið fyrir okkur til tjáskipta og mjög ófullnægjandi, en þetta eru hugtök sem okkur finnst að þið getið skilið, þau orð sem við höfum valið í dag, svo að við vonum að þetta hjálpi.

Lee: Já og þeir sem eru á þessum stað, eru mjög daprir og áforma sjálfsvíg, hvaða ráðleggingar hefur þú fyrir þá?

Lanto: Nú, munið það, mín elskuleg, að þið eruð guðlegar verur, að við elskum ykkar afskaplega mikið og við erum alltaf, ávallt með ykkur. Munið þetta og á ykkar dimmustu stundum, leitið þá til okkar, biðjið til Guðs, biðjið til almættisins, það skiptir ekki máli hvaða nafn þið notið. Biðjið um kærleika og við erum með ykkur.

Það er til yndisleg saga sem miðilinn minn las fyrir nokkru síðan og hún skráði hana inn í tölvuna vegna þess að hún vissi að hún myndi þarfnast hennar síðar. Sagan hrindir af stað miklum sársauka innra með henni og þið munuð skynja þann sársauka hennar þegar hún flytur ykkur þetta. En við viljum segja ykkur þessa sögu, þetta er rétti tíminn.

Það var einu sinni mjög andlegur maður, guðleg sál, sem hafði valið erfitt líf. Og það hindraði hann í því að endurtengjast að fullu við sinn innri meistara. Þannig að í einni erfiðu senunni þá kallaði hann á Guð og sagði, "ég hef gert allt sem þú baðst mig um, ég hef aldrei nokkurn tíma efast um þig en í mörg ár hefur mig dreymt þennan sama draum. Mig dreymir að ég sé að ganga með þér hönd í hönd eftir strönd. Stundum þegar ég lít til baka þá sé ég tvö sett af fótsporum í sandinum og ég veit að þú ert með mér, en á þessu tímabili, í myrkrinu, þegar ég finn enga von, þegar mig dreymir þennan draum og ég horfi til baka, þá er bara eitt sett af fótsporum. Svo að spurningin mín er þessi, "af hverju er það þannig að þegar ég þarfnast þín mest, þá yfirgefur þú mig, af hverju ertu þá ekki hérna?" Og svarið kom, "elskulegur, við erum alltaf hér með þér, það er bara þannig að þegar þú sérð eitt sett af fótsporum þá er það einfaldlega vegna þess að við berum þig á höndum okkar, við berum þig í gegnum erfiðleikana."

Þannig að við viljum segja við alla þá sem finnst að við séum fjarverandi, að það sé of mikill ótti, of miklir erfiðleikar. Ykkur finnst að þið séuð alein en þið eruð það ekki. Við erum alltaf, alltaf með ykkur, jafnvel þegar sársaukinn er svo mikill innra með ykkur að þið getið ekki fundið fyrir okkur. Ef þið getið og auðvitað getið þið það, vegna þess að þið eruð guðlegar, stórfenglegar sálir, reynt að sjá, í þessu svartnætti, gleðina og gjafirnar sem við færum ykkur. Þá geysilegu gjöf sem felst í heilun, þá geysilegu gjöf sem felst í því að losna við orkuna sem þjónar ykkur ekki lengur og að komast í gegnum þessa umbreytingu þetta myrkur, inn í friðinn, vitandi það að þið náið til enda ganganna og að þið munið stíga fram einu sinni enn inn í birtu dagsljóssins, full af gleði og birtu. Það er ykkar birta, ykkar birta, ykkar sálar fegurð. Við vonum að þetta svar hjálpi ykkur.

Lee: Já það gerir það. Þakka þér fyrir meistari, við erum komin að dagskrárlokum. Þakka þér innilega fyrir að vera með okkur hérna.

Lanto: Þakka ykkur enn og aftur fyrir að gefa okkur þetta tækifæri til þess að tala við ykkur öll.

 

Lord Lanto miðlað af Suzanna Axisa

 

 

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 

 


© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur