Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Svörin hið innra

 



Það er svo ótal margt að gerast á þeim tímum sem við erum að lifa núna. Það er mikið af misvísandi upplýsingum á netinu í allskyns formi og við komumst ekki hjá því að velta því fyrir okkur hvað er raunverulegt og hvað er uppspunnið. Það er eins og það sé verið að halda okkur uppteknum í sýndarveruleika sem við getum ekki haft nein áhrif á. Feluleikurinn er svo augljós. Sumt virðist ekki mega koma upp á yfirborðið það er eins og það sé ætlast til að við lifum í blekkingu þó að við vitum vel á hærri sviðum að sannleikurinn mun alltaf koma í ljós að lokum. Þrátt fyrir blekkingu og sýndarveruleika þá getum við líka verið viss um að allt hefur tilgang þó að við sjáum ekki alltaf hver sá tilgangur er á meðan við erum stödd í miðri hringiðunni.

Þegar við fáum mismunandi upplýsingar frá mörgum stöðum og vitum ekki hverju við eigum að trúa þá er svo gott að staldra við og hægja á sér og fara inn á við og spyrja þeirra spurninga sem á okkur brenna. Í gegnum leiðbeiningar innsæisins eða sálarinnar, þekkingu æðra sjálfsins og ljósvera sem með okkur ganga er við örugg um að fá þá bestu leiðsögn og svör sem við þurfum á að halda. Engin annar hefur svörin fyrir okkur alveg sama hvað við spyrjum, það mun ekki næra okkur fullkomlega, það mun ekki veita okkur fullvissu um að svarið sé rétt fyrir okkur. Núna er tíminn sem við þurfum að hlusta á draumana okkar og leiðsögn. Þegar við höfum fundið okkar eigin svör þá er líka yndislegt að eiga meðbræður og systur sem hafa fengið sömu svör og sömu uppgötvanir og við finnum enduróminn í því fyrir okkur hið innra, það nærir og gleður að vita að við erum ekki ein á báti.

Það er aldrei mikilvægara að halda í það jákvæða, að dragast ekki inn í deilur og átök heldur halda fast í sýnina á betri og friðsamari heim. Besta leiðin til þess er að halda áfram í eigin lífi, lifa hvern dag eins og hann komi aldrei aftur og vera sem mest í tengingu við það sem okkur líður vel með að gera hverju sinni. Það þarf ekki alltaf að vera flókið eða kosta mikið, það getur verið eitthvað einfalt eins og að þrífa, strauja, elda, gróðursetja, verja tíma með fólkinu sínu eða sitja með kaffibollann sinn og hugleiða.

 

 


 

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir hafa samband