Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vitundarstigin

 

Samkvæmt kennslu Maitreya eru vitundarstigin sex, þau eru eftirfarandi, "hinn venjulegi maður, tunglstigsvitundin, sólarstigsvitundin, stjörnustigsvitundin, geimstigsvitundin og alheimsvitundin." Hvert stig vitundar getur tekið mismunandi langan tíma í ævi mannfólksins. Að fara í gegnum þessi vitundarstig getur tekið frá einni viku til margra ára.

  1. Hinn venjulegi maður/kona sem lifir ómeðvituðu lífi, lifir eingöngu í efnisheiminum.

  2. Tunglstigsvitund (Moon consciousness) þegar þú byrjar að spyrja spurninga um Guð, dauðann, lífið og tilveruna o.s.frv.

  3. Sólarstigsvitund (Sun consciousness) þegar maður byrjar að leita, lesa bækur,fara á námskeið og hefur náð að öðlast góða þekkingu og vilt hjálpa öðrum. Þú byrjar að vinna fyrir andlega heiminn.

  4. Stjörnustigsvitund, (Star consciousness), nú vinnur þú fyrir andlega heiminn. Þú byrjar að hafa samskipti við andlega heiminn og stígur út úr þægindahringnum. Þú ferð að kannast við óttann (lægra sjálfið) og tekst á við hann.

  5. (Cosmic consciousness), maður hættir að hafa áhuga á veraldlegum hlutum og berst við sjálfið. Þú ferð í gegnum pappa tilveruna það er að segja ferð á þann stað þar sem allt sem var þér einu sinni kært er það ekki lengur, það er af því að það er efnislegt og tengist jörðinni. Þetta leiðir þig til Guðs.

  6. Alheimsvitund (Universe consciousness) þú hefur farið í gegnum andlega upplifun og orðið eitt með Guði. Þú ert hamingjusamur/söm jafnvægi er náð og aðal tilgangur þinn í lífinu er að þjónusta.

 

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Ýmislegt

Heim

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur