Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Að þekkja muninn

 

15. janúar 2007

Skilaboð frá  Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Það er erfitt að þekkja munin á æðra og lægra sjálfinu þegar þið eruð á andlegri braut. Flestir þekkja lægra sjálfið sem egó, já, það er egó, en það er líka miklu meira en það. Í gegnum tíðina hefur lægra sjálfið lært að fara inn á svæði mannshugans þar sem ótti, efi, óöryggi og sársauki liggur. Það heldur í þessar tilfinningar og bíður þangað til þið farið út fyrir þæginda rammann þar sem því finnst það vera öruggt og verndað, þegar þið gerið það þá bregst það við eins og snákur sem bíður eftir bráð sinni.

Mörgum sálum finnst erfitt að finna út hvenær lægra sjálfið er að verki, vegna þess að það getur blekkt ykkur og látið ykkur halda að það sé æðra sjálfið. Það er einungis kennari í hárri orkutíðni, eða sá sem getur lesið orku sem þekkir lægra sjálfið í allri sinni dýrð. Það er yfirleitt óttinn sem birtir sig. Sjálfið er óttinn, það þolir ekki breytingar – það vill halda í það þægilega. Það vill ekki valda uppnámi þegar það segir sanneikann, svo það segir hann ekki. Það heldur manni í ánauð og þrælkun árum saman. Æðra sjálfið vísar ykkur ávallt þá leið sem þið ættuð að fara, leiðina sem þið hafið valið sem hluta af ykkar andlega ferðalagi, en sjálfið heldur ykkur auðvitað í óttanum. 

Þið eruð kannski ekki meðvituð um að stundum gæti verið nauðsynlegt að valda öðrum sársauka til þess að þeir þroskist, vegna þess að þeir læra ef þeir eru særðir. Kennari segir nemanda sínum oft sannleika, sannleika sem nemandanum líkar ekki að heyra, en gerir honum kleift að halda áfram og losa sig við gamalt munstur. Í okkar heimi reynum við að hjálpa ykkur áfram í gegnum miðla, í gegnum drauma og í gegnum hugleiðslur. Lægra sjálfið stoppar ykkur samt oft með því að skapa ótta. 

Margir eru ekki sjálfum sér samkvæmir á andlegu leiðinni. Þið lifið í blekkingu hvern einasta dag, vegna þess að þið takist ekki á við áform ykkar um að halda áfram á þroskabrautinni og taka við þeirri hamingju sem þið eigið rétt á. Þið haldið aftur af ykkur, það er ykkar val, en þegar þið komið aftur heim, í okkar heim, þá sjáið þið það sem þið gerðuð og vilduð þá óska þess að þið hefðuð ekki gert þetta, þar sem þið verðið að takast á við að fara enn einn hring endurfæðinga til þess að læra sömu lexíuna.

Reynið að greina á milli lægra sjálfsins og æðra sjálfsins. Reynið að fylgja lífsáætlun ykkar eins vel og þið getið. Látið ekki ótta, ótta annarra, eða ótta við breytingar hindra ykkur í að halda áfram. Þegar þið hafið náð því og leyfið sjálfinu ekki að valsa frjálst, þá getur æðra sjálfið komið inn í líf ykkar og hjálpað ykkur að fylgja lífsáætlun ykkar í hinum æðsta tilgangi.


Maitreya.

 

 

Kennsla Maitreya

Efst á síðu

Heim

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur