Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig


 

Allt er orka

 

Skilaboð frá Maitreya -miðlað af Margaret McElroy

3. febrúar 2010

Öll orð sem þú talar eru orka. Sérhver hugsun sem þú hugsar er orka. Orka þarf að fara eitthvað, annars snýr hún aftur til upprunans. Þegar orkan fer aftur til upprunans hefur hún breyst vegna hugsunarinnar sem tengdist henni.

Jákvæð hugsun fer út í heiminn og er notuð. Jákvæð orð skapa meiri jákvæða orku; þau hvetja, skapa og styrkja. Neikvæð hugsun gerir hins vegar annað af tvennu: annars vegar skapar hún ótta, efa, óöryggi eða aðrar neikvæðar tilfinningar, eða hins vegar snýr hún aftur inn á við vegna þess að orkan var ekki notuð. Þegar orka er ekki nýtt verður hún stöðnuð. Sama gildir um neikvæð orð, þau hafa sambærileg áhrif.

Þegar manneskja fær enga hvatningu, hefur lágt sjálfsmat, er kvíðin eða efast um sjálfa sig, þá skapar hún neikvæða orku. Ef hún talar neikvæð orð geta þau valdið eyðileggingu; þau skapa ótta, efa og óöryggi hjá þeim sem þau beinast að. Þetta leiðir til hindrana í andlega líkamanum, þ.e. í orkustöðvunum (Chakras), sem síðan hafa áhrif á samsvarandi kirtla líkamans.

Þegar kirtlarnir starfa ekki eðlilega, starfar líkaminn heldur ekki rétt. Orkan verður blokkeruð og kemst ekki þangað sem hún þarf að fara. Andlegu líkamarnir og efnislíkaminn eru eitt og hið sama, ekki aðskildir eins og lengi hefur verið haldið fram. Efnislíkaminn, tilfinningalíkaminn, hugarlíkaminn og andlegi líkaminn vinna allir saman sem ein heild. Þegar jafnvægi ríkir á öllum þessum sviðum er líkaminn í jafnvægi. Ef einn líkami er úr takti hefur það áhrif á orkuflæðið, og oft fer sú orka aftur inn á við og til upprunans.

Fólk sem glímir við þyngdarvanda, hvort sem er yfirvigt, undirvigt, lystarstol eða lotugræðgi, er oft í þeirri stöðu að orkunni er ekki leyft að flæða frjálst. Þetta fólk er gjarnan óöruggt, óttaslegið eða ber með sér aðrar neikvæðar tilfinningar. Einnig er mögulegt að slíkt ójafnvægi hafi borist milli endurfæðinga, lagst ofan á líf eftir líf, líkt og dönsk lagkaka – lag eftir lag.

Það er ekki þyngdin sjálf sem er vandamálið, heldur það sem veldur henni, hinn upphaflegi orsakavaldur. Þegar orsökin er fundin léttist manneskjan yfirleitt og aukakílóin koma ekki aftur. Það eru ekki kaloríurnar sem þið borðið, eins og þið mannfólkið kallið það, heldur sú staðreynd að þið borðið til að færa sætleika inn í líf ykkar. Þið borðið til að róa ykkur þegar þið eruð kvíðin, þegar þið efist eða upplifið óöryggi. Þegar þið uppgötvið hvað það er sem veldur þessum tilfinningum hverfur þörfin fyrir að borða á þann hátt sem áður var.

Yfirleitt hafa þeir sem glíma við þyngdarvanda litla löngun til að hreyfa sig. Þeir vilja ekki láta sjá sig vegna líkama síns, og þannig skapast önnur hindrun: manneskja í yfirvigt á erfitt með að þjálfa sig vegna þess að hún kemst ekki í gang. Þetta verður að vítahring. Þeir sem vinna við að hjálpa fólki í yfirþyngd þekkja oft aðeins hálfan sannleikann. Svarið liggur í orkunni og þeirri staðreynd að orkan verður að fara eitthvert.

Þegar hugsað er eða talað þarf eitthvað að skapast. Ef ekkert skapast snýr orkan aftur til upprunans og hún kemur ekki óbreytt til baka. Sé orkan jákvæð getur hún stutt við heilsu efnislíkamans í gegnum kirtlakerfið, líkt og orkan sem flæðir í gegnum hendur heilara eða meðferðaraðila. Sé hún neikvæð getur hún hins vegar blokker­að kirtlakerfið og skapað vanlíðan eða sjúkdóma.

Finndu orsök vandamálsins og þú munt finna svarið við þyngdaraukningunni. En horfðu einnig til aðstæðna úr fyrri lífum. Margar sálir finna lausn á vandamálum sem eiga rætur í öðrum lífum, en ef vandamálið er ekki leyst á andlega sviðinu – í gegnum meðferð eða vitundarvinnu – getur það komið upp aftur. Þegar þú finnur hina upphaflegu orsök og leysir hana, kemur vandamálið ekki aftur.

Maitreya.

 

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur