Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Andlega leiðin er ekki eins og þið haldið!

31. maí 2003

Skilaboð Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Einn nemandi spurði mig hvaða ráðleggingar ég myndi gefa þeim sem er að fara inn á andlegu brautina? Ég hika ekki við að segja, „Það er ekki eins og þið haldið.“ Það er ekki auðvelt að velja andlegu leiðina. Þegar maður leggur á þá braut, þá byrjar maður að hreinsa út margra alda orku, ásamt margra ára staðnaðri orku núverandi lífs, sem hefur ekki verið tjáð. Þessi orka eru hugsanir sem hafa ekki verið tjáðar. Orkunni var hrundið af stað með hugsun, sem aldrei var tjáð, eða fylgt eftir. Hún festist í líkamanum og líka í sálar minninu. Allt sem maður upplifir í því efnislega, getur maður líka upplifað og geymt í sálar minninu.

Það er ekki auðvelt að losa þessa orku út og margir geta ekki tekist á við það sem þeir upplifa þegar þeir gera það. Sjálfið (egóið og rökhugsunin í vinstra heilahvelinu) brýst fram og fer að slást, þegar æðra sjálfið (innsæið og hægra heilahvelið) kemur inn og verður ráðandi orka. Mikill bardagi er háður innra með ykkur þar sem sjálfið berst fyrir tilverurétti sínum.

Nei, það er ekki auðvelt að feta andlegu leiðina, en það er hægt. Miðillinn minn hefur gert það og líka Peter maðurinn hennar. Þau hafa gert það ásamt mörgum nemendum sem hafa fengið fræðslu á Meistara námskeiðum síðan þau námskeið byrjuðu. Að fara andlegu leiðina er ekki um að afneita sjálfum sér, ef þið afneitið sjálfum ykkur mun það jafnvel gera leiðina enn erfiðari. Það er um að horfast í augu við ykkar innri ótta, efa og óöryggi og vera algjörlega trú sjálfum ykkur. Það er um það að þegar staðið er frammi fyrir þeim sannleika, þá er gengið í burtu frá þeim aðstæðum sem veita ykkur enga gleði lengur.

Að fara andlegu leiðina er um að finna hamingju hið innra og hið ytra. Mannkynið var einu sinni þannig, en hefur tapað því vegna streitunnar sem er í heiminum. Ykkur er ætlað að vera hamingjusöm, en samt búa mörg ykkar við svo mikinn ótta að hann stjórnar lífi ykkar algjörlega og skapar ykkur líf sem þið eruð óánægð með. En þið haldið áfram að segja að þið séuð hamingjusöm, oft segið þið öðrum það líka, en djúpt inni, eruð þið afar óhamingjusöm. Nei, lífið á andlegu brautinni er ekki auðvelt, margir vilja ekki einu sinni stíga inn á þá braut.

Fyrir þá sem gera það, þið ættuð að vera stolt af ykkur. Þið þurfið að takast á við erfiðar hindranir. Verða að athlægi hjá vinum og ættingjum. Það þýðir breytingar, oft meiriháttar breytingar. Við enda þeirrar leiðar er friðsæld, alsæla sem ekki er hægt að lýsa með jarðneskum orðum. Ekki örvænta ef þið hafið farið út af brautinni, eða hafið haldið áfram á leiðinni fram að þessu og hafið síðan hætt. Þið missið ekki þann tíma og orku sem þið hafið sett í andlegan þroska fram að þessu. Þið haldið öllu sem þið hafið safnað í þessu lífi og það auðveldar ykkur næsta líf. Sumir þurfa að taka andlegan þroska út í litlum skrefum. Bara svo þið vitið það. Þess er ekki vænst að þið náið því í einu lífi. En þið náið að sjálfsögðu að snúa heim miklu fyrr ef þið gerið það.


Maitreya


 

Kennsla Maitreya

Efst á síðu

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur