Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Andlegur þroski

 

8. desember 2003

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Málefni sem snúa að andlegum þroska er það sem oftast er dregið fram af nemendum og lesendum þessarar vefsíðu.

Margar sálir sjá fyrir sér, eða halda að þær verði umsvifalaust fyrir breytingum þegar þær eru nálægt mér, eða öðrum meisturum. Þó að það geti gerst, þá veltur það á því hversu mikið þið hafið unnið með ykkur sjálf. Það útheimtir oft margra ára sjálfsvinnu áður en breyting getur átt sér stað.

Vegna ótta, efa, og margra annarra neikvæðra tilfinninga margra lífa, hefur mannfólkið ekki tekist á við vandamál sem sjálfið (egóið) hefur skapað. Þessi vandamál eru í sálarminninu og koma að lokum út í hugarminninu (hugsuninni) og bíða þar eftir að þið takist á við þau. Oft mun alheimurinn skapa algjörlega sömu aðstæður aftur til þess að gera ykkur kleift að takast á við þau og sleppa þeim. Oftast er ekki tekist á við vandamálin vegna ótta. Þegar sál er í návist meistara þar sem miðlun er í gangi þá getur orka meistarans haft áhrif á sál þeirrar manneskju og heilunarferli fer í gang.

Þeir sem miðla meisturum taka oft við neikvæðni fólks sem þeir eru í samskiptum við. Margir kalla þetta stigmata. Miðillinn verður þá oft staðgengill fyrir manneskjuna sem er að sækja sér hjálp vegna þess að hún getur ekki losað um sínar eigin tilfinningar. Miðillinn verður því staðgengill og leysir þessa orku upp fyrir hana í gegnum eter líkamann. En þó að það sé búið að gera þetta, þá er einungis búið að draga korktappann úr flöskunni og þá þurfa loftbólurnar að koma upp á yfirborðið og flæða úr flöskunni eins og í kampavíns jarðar drykknum.

Loftbólurnar eru neikvæðar blokkeringar sem eru fastar í sálarminninu. Hugsið um hversu oft ykkur hefur langað til þess að tala við einhvern um eitthvað sem hefur angrað ykkur og síðan hafið þið áttað ykkur á því að þið slepptuð því. Þessi hugsun verður að orku þegar hún hefur verið sköpuð og ef hún er ekki tjáð þá heldur hún kyrru fyrir hið innra eins og loftbóla sem bíður þess að koma upp, en getur það ekki vegna þess að þið leyfið það ekki.

Eigi að síður þá fer hún ekki úr sálar minninu og að lokum skapar hún hindrun í hálsstöðinni á manneskjunni sem hugsaði hana upphaflega. Ef það er ekki tekist á við hana í þessu lífi þá flyst hún yfir í næsta líf og svo koll af kolli. Oft biðja sálir um inngrip meistara til þess að hjálpa þeim að leysa upp orkuna í næstu endurfæðingu og það eru þessar sálir sem við erum að kenna á meistara námskeiðunum. Þetta er samt bara byrjunin.

Þegar við höfum unnið okkar vinnu þá þurfið þið að vinna ykkar vinnu. Þið þurfið að horfast í augu við sjálfið og takast á við það. Margir hrasa í vegkantinum vegna þess að þeir geta ekki barist, en sumir horfast í augu við óttann, neikvæðar tilfinningar og það eru þeir sem halda áfram, áfram og upp þar til þeir hafa ekkert annað til þess að takast á við.

Sálarminni þeirra er tómt! Allir hafa möguleika á þessu, því að þið sem eruð að lesa þetta hafið beðið meistarana um að hjálpa ykkur með sálarþroska ykkar. Þess vegna var þessi vefsíða stofnuð, sem leiðarljós fyrir þau ykkar sem eruð að leita eftir aðstoð. Uppskeran fyrir alla þá erfiðu vinnu sem í því felst er ómetanleg. Hún er þarna og bíður eftir ykkur hverju og einu. Það er eigi að síður undir einum þætti komið, ÞÉR.

Maitreya

 


Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur