Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Barátta um eignir í heiminum

 



Skilaboð frá Maitreya- miðlað af Margaret McElory


Það er erfitt að horfa upp á stríð og átök um land í heiminum. Hvað er land? Land er jarðarskiki sem þú notar til að búa á þegar þú ert á leiðinni þinni á jörðinni. Það er það eina sem það er. Það var ekki þitt áður en þú komst til jarðarinnar og það er ekki þitt eftir að þú ferð.

Já, ég get þá heyrt ykkur segja, en þetta var land fjölskyldu minnar! Það er það sem þú hélst að það væri og það er það sem þér hefur verið sagt, en ekkert er þitt, eða fjölskyldu þinnar. Það sem þú hefur, notar þú á leiðinni þinni og þegar þú ferð af jörðinni þá hefur þú það ekki lengur. Það hefur þjónað tilgangi sínum. Það eru háð svo mörg stríð og baráttur vegna lands, jarðeigna og annarra eigna. Mannfólkið verður að átta sig á því að það á ekkert. Þér er gefið allt sem þú þarfnast til notkunar fyrir lexíur þínar á jörðinni. Ferðalag þitt er um lexíur. Þú færð allt sem þú þarfnast fyrir þann lærdóm, frá landi og eignum til þess fólks sem kemur inn í líf þitt til þess að kenna þér og spegla fyrir þig.

Þegar þú gerir þér grein fyrir því að þú átt í raun ekkert, að allt er tilkomið vegna lærdómsins, þá getur þú sleppt því efnislega og notið þess sem þú hefur án þess að óttast að missa það. Þegar þú sleppir og hættir að óttast, þá hækkar tíðnin þín vegna þess að ekkert af þessu skiptir máli lengur. Hversu margir halda fast í það sem þeir hafa? Hversu margir óttast að missa það sem þeir hafa? Ef þetta á við um þig, þá mun alheimurinn taka það af þér á einhverjum tímapunkti vegna þess að það er það sem þú hefur skapað vegna óttans. Hvort sem það er hús, fyrirtæki, vinur, elskhugi, land, eða jörð, það skiptir ekki máli, alheimurinn gerir áætlun um að taka það.
Láttu sem þú hafir allt að láni í lífinu. Óttastu ekki missi. Njóttu gleðinnar í því sem þú hefur til afnota, það er ekki ætlast til þess að þú sért fátæk/fátækur eða að þig skorti eitthvað í lífinu, en oft skaparðu það vegna þess að þú óttast það.


Maitreya

 

Efsta á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur