Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Blekking lægra sjálfsins

 

28. júní 2004

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Fyrir stuttu var ég spurður hvernig maður getur greint á milli lægra sjálfsins og æðra sjálfsins.

Svarið við því er einfalt: lægra sjálfið skapar blekkingu. Það vill að þið trúið hinum fáránlegustu hlutum. Það sannfærir ykkur um að þið séuð saklaus, jafnvel þegar þið eruð það ekki, og það mun þrasa og rökræða við ykkur til að fá ykkur til að samþykkja sitt sjónarhorn. Það gengur jafnvel svo langt að þrasa við æðra sjálfið. Ef þið eruð ekki í hárri orkutíðni, á æðra sjálfið ekki möguleika á að koma með sannleikann.

Lægra sjálfið hugsar einungis um sig. Það sér aðeins eigin sársauka, þjáningu, erfiðleika og hvernig það er beitt órétti. Það einblínir á hvernig aðrir skapa því vandamál, en sér aldrei eigin ábyrgð eða galla. Það lítur á sig sem fullkomið og mun þrasa endalaust til að viðhalda sínum sannleika. Það er vanhæft í að sjá jákvæðar lausnir eða niðurstöður. Listinn yfir það sem lægra sjálfið gerir til að halda í sitt eigið vald er nánast óendanlegur.

En hvað með æðra sjálfið? Hvað gerir það? Æðra sjálfið þarf ekki að gera neitt til að réttlæta sig. Það veit að sannleikur þess er í samhljómi við sannleika Guðs. Það getur horfst í augu við Guð með fullvissu um að það er að tala sannleikann. Æðra sjálfið bendir ykkur á eigin galla en aldrei á galla annarra. Það sér erfiðleika og þjáningar sem dýrmætan lærdóm. Það sér jákvæðni í öllum aðstæðum. Það dæmir ekki og blandar sér ekki í drama eða átök. Það leyfir lífinu að flæða í átt til æðri tilgangs.
Lægra sjálfið vill næra egóið, en æðra sjálfið hefur ekkert egó. Þegar maður hættir að trúa áróðri lægra sjálfsins, þegar maður sleppir egóinu og hækkar orkutíðnina, þá byrjar maður að sjá í gegnum blekkinguna. Á því stigi skilur maður hvers vegna hlutirnir eru að gerast og hvaða tilgangi þeir þjóna.

Ef maður finnur engin tilfinningaleg viðbrögð við aðstæðum – því lægra sjálfið er drifið áfram af tilfinningum, dramatík, móðgun o.fl. – þá hefur maður sannarlega hækkað tíðnina og er kominn í tengsl við æðra sjálfið. Á þessu stigi eru bein samskipti við meistarana á hærri sviðum möguleg, sem og samskipti við Guð. Þá er maður í hærri tíðni.

Til þess að leyfa æðra sjálfinu að taka stjórn, þarf maður að vinna í því að fjarlægja lægra sjálfið. Þetta felst í því að vera sannur og heiðarlegur við sjálfan sig, og hætta að leyfa lægra sjálfinu að stjórna með ótta, efa, óöryggi og tilfinninga líkamanum. Það er eina leiðin.

 


Maitreya

 

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur