Margir hafa orðið varir við þá óánægju sem kraumar í heiminum, sérstaklega í London þessa dagana. Fólk er reitt – reitt vegna hungurs, atvinnuleysis, matvælaskorts og vegna efnahagslegs ójafnvægis, ásamt fleiru. Þessi óánægja hefur verið að byggjast upp í þó nokkurn tíma og hún kemur með breytingar á jörðinni. Breytingar eru óumflýjanlegar; ef þær verða ekki stefnir mannkynið í sjálfseyðingu, með allri þeirri reiði sem hefur kraumað svo lengi. Fólk er komið með nóg - það er tilbúið að láta reiðina í ljós og rífa niður gamla kerfið sem er við lýði.
Óttist ekki það sem er að gerast, hvorki á fjármálamörkuðum né öðrum sviðum. Óttinn dregur það sem þið óttist inn í orkuna ykkar, svo reynið að gefa því enga
orku - hvorki með umræðum, né skrifum. Umræða mun aðeins styrkja það sem er að gerast. Á næstu 30 árum munu eiga sér stað ótrúlegar, jákvæðar breytingar. Til þess að það geti orðið að veruleika þarf hið gamla að víkja - gamli hugsunarhátturinn og kerfið. Munið að óttast ekki og gefa því enga orku.