Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Af hverju er ég með dökkan húðlit?

 

9. júlí 2004 -

Skilaboð frá Maitreya miðlað af Margaret McElroy

Á síðustu mánuðum hef ég verið marg spurður, „af hverju fæddist ég með dökkan húðlit?“

Mér finnst þetta vera spurning sem margir spyrja, svo að vonandi mun þetta fréttabréf hjálpa til við að útskýra það. Byrjum á því að fjalla um húðlitinn.

Í upphafi var húðlitur til þess að vernda húðina í heitum löndum. Þykkt húðarinnar var líka til þess. Ímyndið ykkur manneskju eins og miðilinn minn með ljósa húð ef hún væri í Afríku, hún myndi brenna upp innan nokkurra klukkustunda og líða mjög illa! Þessi húðlitur er til verndar, ekkert annað.

Í öðru lagi eru persónulegar ástæður fyrir því að fæðast með dökkan húðlit. Ein af þeim sálum sem ég hef verið í sambandi við var þræla kaupmaður, í fyrra lífi. Hann meðhöndlaði dökkt fólk eins og dýr og stundaði viðskipti með þau sem slík. Vegna þess að hann hafði enga samúð þá með fólki með dökkan húðliti þá kaus hann að koma og prófa það í núverandi lífi til þess að læra samkennd og fá skilning á því hvernig það er að vera dökkur. Hann hefur lært margar dýrmætar lexíur af þessari reynslu og er betri og vitrari sál vegna þessa.

Margar sálir fara í líkama með dökkum húðlit til þess að upplifa það. Aðrar hafa átt fyrri líf þar sem þær hafa ærumeitt dökkt fólk, farið illa með það eða sýnt því óvirðingu og þær hafa kosið líkama dökkrar manneskju til þess að upplifa hvernig það er að láta koma þannig fram við sig. Þeir sem kvarta mest um aðstæður sínar og húðlit í lífinu eru yfirleitt þeir sem hafa ekki borið virðingu fyrir og hafa misþyrmt sínum líkum í fyrra lífi. Húðlitur er engin vísbending um greind. Allir sem eru dökkir eru gáfaðir, í raun og veru hafa margir þeirra mjög háa greindarvísitölu. En vegna sögu þeirra, vantrausts á sjálfum sér, skorti á sjálfstrausti og sjálfsvirðingu vegna þess að þeir eru dökkir eða vegna litarháttar síns, þá gera margir sér ekki grein fyrir þeim hæfileikum sem þeir hafa.  

Það er ekki líkaminn sem er mikilvægur, líkaminn er aðeins farartæki fyrir sálina. Það er sálin sem er mikilvæg. Horfið á sálina, ekki líkamann. Sjáið hvernig hinn frábæri Martin Lúther King var, hann lét ekki dökkan húðlit hindra sig í því að ávinna sér hátt sálar stig. Sjáið Nelson Mandela! Sjáið þið hvað hann ávann sér þrátt fyrir fangelsisvist og dökkan húðlit. Nei, það er sálin sem er mikilvæg, líkaminn er aðeins farartæki til þess að bera sálina í gegnum lífið, ekkert annað. Lítið framhjá húðlitnum, hann er ekki mikilvægur.

Maitreya

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur