Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Dýr og karma



Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElory

Ég er oft spurður, „Meistari, hafa dýr sál og stofna þau til karma?“ Það er vissulega þannig. Allt sem er lifandi hefur sál, hvort sem það er tréð í garðinum eða hundurinn í hundakofanum. Sálin þeirra er auðvitað ekki eins háþróuð og sál mannfólksins, en samt sem áður hafa þau sál. Orsök og afleiðing. Það er lítið karmatengt hjá trénu þar sem það er fast á sama stað og getur ekki hreyft sig. Hringrásar mynstur breytist ekkert í gegnum tíðina. Það er þó lifandi, það andar og vex ár hvert.  Tré „deyr“ mörgum sinnum á einni mannsævi. Það deyr  á veturna – losar sig við laufið - á vorin er það endurvakið – það vaxa nýjar greinar og kannski vaxa á því ávextir og blóm. Það deyr og síðan fæðist það aftur. Ár, eftir ár, heldur þessi hringrás áfram. Þannig er það í öllu plönturíkinu. Þau deyja ekki, þau koma bara aftur, stundum til þess að laga sig, stundum ekki. Það er lítið sem ekkert karma hjá þessum tegundum, bara hringrás lífsins.

Það er líka hringrás lífsins hjá dýrunum. Hringrás þeirra er samt sem áður ekki eins löng  og hjá tré, plöntu, eða blómi. Þau endurfæðast bara eins og mannfólkið og þau hafa sálir alveg eins og fólk. Dýr hafa líka í sér sjálfsbjargar eðli eins og mannfólkið. Það er orsök og afleiðing alveg eins og í mannaríki. Það kann að koma mörgum á óvart að vita að ákveðin dýr endurfæðast til þess að vera félagi ákveðinnar sálar í mannslíkama - þau koma með það sem ákveðið markmið. Það sem er sett út þarf að koma til baka. Það er lögmál alheimsins.

Dýr stofna til karma. Miðillinn minn á  t.d.  kött, sem er af mjög fallegu persnesku kyni, hún og eiginmaður hennar björguðu honum frá því að vera svæfður í dýraathvarfinu. Þetta dýr kom til að vera félagi þeirra. Þar sem miðilinn minn bjó einu sinni hafði þessi köttur þann vana að heimsækja nágranna köttinn og stela matnum úr skálinni hans. Þegar hún flutti síðan annað, varð hann sá köttur sem stolið var frá. Köttur sem var á staðnum ákvað að fara inn í húsið og stela matnum hans, rétt eins og hann hafði gert sjálfur á sínu fyrra heimili. Það sem þú setur út, kemur aftur til baka – orsök og afleiðing.

Þessari karma orkuhringrás lýkur ekki fyrr en báðir kettirnir hafa áttað sig á þeirri orku sem þeir setja í það sem þeir gera. Það hættir ekki fyrr en þeir hafa báðir þróast yfir  í mannaríki, því þangað fara dýrin. Hversu oft hefur þú sagt við sjálfan þig, „þessi hundur er næstum mannlegur“ þegar dýr er svo gáfað að það er ótrúlegt? Það dýr mun líklega þróast í manneskju í næstu endurfæðingu. Þessar sálir þróast sem mjög einföld manngerð en eigi að síður, sálir þeirra taka á sig mannlegt form og byrja að viða að sér meiri og meiri þekkingu, skilningi og andlegum þroska. Dýr búa til karma alveg eins og fólk. Það er engin munur.

Maitreya.

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur