|
Ekki fullkomin og taka orkuna inn
Maitreya - miðlað af Margaret McElroy
8. apríl 2004
Skilaboð frá Maitreya,
Það eru margir sem trúa því að andlegur kennari eigi að vera laus við galla og sé fullkominn á allan hátt. Ég hafði gaman að því þegar miðillinn minn las í tímariti um Dalai Lama sem sagði, "Ég er ekki ofbeldisfullur, en ef fálki kemur á meðan ég er að gefa fuglunum, þá missi ég stjórn á skapi mínu og næ í loftriffilinn minn." Hann var ekki tala um að hann skyti fálkann, einungis að hann skjóti nálægt honum til þess að fæla hann frá. Þetta sýnir eigi að síður, hans mannlega eðli OG þá staðreynd að hann getur reiðst. Það finnst mörgum að þeir sem eru andlegir eigi að vera óaðfinnanlegir. Það getur samt verið mjög erfitt að dvelja á jörðinni þegar maður er andleg mannvera sem hefur hækkað í tíðni. Því meira sem maður vinnur á innri vandamálum sínum og losar þau út úr sálarminninu, því meiri ljósorku getur maður tekið inn í efnislíkamann. Orkan sjálf getur haft heilmikil áhrif á líkamsformið og það getur verið verulegt álag að taka við orkunni. Já, það er þessi sæluvíma og gleði að tengjast orkunni, en á sama tíma, getur það verið eins og að taka þúsund volt af rafmagni inn í líkamann. Fyrir þá sem upplifa þessa orku getur það verið heilandi/friðsæl upplifun, en það getur verið mjög þreytandi fyrir þá sem taka hana inn og miðla henni. Það er ekki mikið talað um þann þátt.
Margir skrifa mér og stressa sig á þeirri staðreynd að það geti verið erfitt að lifa hefðbundnu lífi á jörðinni í hárri orkutíðni. Þeir eru viðkvæmari fyrir hljóðum, hátíðni og öðrum hávaða. Já, þeim finnst að þau eigi að láta af allri reiði og pirringi. Þeim finnst sem þeim sé að mistakast vegna þessa að það sé ekki andlegt að verða reið og pirruð. Eigi að síður, þegar þið eruð dag einn komin okkar megin blæjunnar ef svo má segja, þá munið þið upplifa hversu erfitt það er að hafa háa orkutíðni og lifa mannlegu lífi. Það er ekki auðvelt. Það er ástæðan fyrir því að við miðlum í gegnum mennskt form og komum ekki beint til jarðarinnar. Orkutíðni jarðarinnar er lág og myndi gereyða orkunni okkar. Við ættum þar með ekki kost á að gegna okkar hlutverki.
Það eru líka nokkrir sem skrifa mér og segja að þeir geti ekki haldið aftur af tilfinningum sínum vegna fyrri lífa minninga. Tilfinningum svo sem reiði, ótta, efa, o.s.frv. Hvernig eigi að takast á við það? Það er engin ákveðin leið til að takast á við ástandið. Því meira sem maður afhjúpar það, eða manneskjuna sem olli ástandinu, því meiri orku er hægt að uppræta. Sálir flýja oftast nær þangað til þær eru settar aftur í sömu aðstæður og þrátt fyrir það halda þær áfram að flýja. Þið getið ekki flúið neikvæða orku því það er það sem aðstæðurnar eru og fólk mun halda áfram að koma inn í líf ykkar, til þess að spegla orkuna fyrir ykkur þangað til þið horfist í augu við hana og upprætið hana. Hreinsunin getur stundum tekið langan jarðar tíma.
Ef þið eruð andlegar manneskjur, þá skuluð þið ekki örvænta þó að þið efist um styrk ykkar, vegna þess að þið getið ekki haft stjórn á tilfinningum ykkar. Það tekur langan tíma og mörg jarðar ár að þjálfa það. Það er á vissan hátt eins og að læra nýtt tungumál og hætta að nota það gamla. Það er að læra nýtt orku mynstur og leysa út gamla úrgangs orku, sem hefur haldið aftur af ykkur á ykkar andlegu þroskabraut, í mörgum endurfæðingum.
Umfram allt, gerið eins og Dalai Lama viðurkennið galla ykkar jafnvel þó að þeir sem eru í kringum ykkur ásaki ykkur fyrir það ósamræmi að vera reið, óttast o.s.frv. því meira sem þið reynið að halda aftur af því, því meira mun það brjótast út. Hleypið því út og haldið áfram. Verið mannleg og verið stolt af því. Dag einn mun það ekki vera þarna lengur og þá munið þið upplifa friðsæld.
Maitreya.
Efst á síðu
Kennsla Maitreya
Heim
Beint á síðu http://maitreya.co
© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur |
|