|
Farið út úr þægindahringnum til þess
að gera breytingar!
16. desember 2000
Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy
Það er mér mikil ánægja að skrifa ykkur aftur. Þetta bréf mun vonandi hjálpa þeim sem eru að bæta sig andlega, eða eru að leitast við að hækka tíðnina sína. Það er mjög mikilvægt að verða andlegur og læra af þeim í andlega heiminu, vegna þess að það getur orðið til þess að sálin þurfi aldrei að koma aftur á jörðina. Það er ekki til auðveld leið svo þetta geti orðið, þetta útheimtir mikla vinnu, þrautseigju og aga. Þetta snýst aðallega um að fara út úr þægindahringnum. Lægra sjálfið heldur til í þægindahringnum. Það er ánægt þar og gerir allt sem það getur til þess að halda sér þar. Margar sálir sem opna dyrnar að andlegum þroska fara út úr þægindahringnum til að verða fær um að þroskast og verða andlegri.
Þið getið ekki gert breytingar á meðan þið eruð í þægindahringnum. Það er ekki fyrr en þið eruð tekin út úr honum sem þið getið loksins séð hvað er nauðsynlegt til að átta ykkur og hefja leiðina að hækkandi tíðni. Þið byrjið á því að velja ykkur meistara til að vinna með ykkur í lífinu áður en þið fæðist. Þið ákveðið á hvaða aldri þið farið inn á andlegu brautina á leið til uppljómunar. Sumir bíða þangað til þeir hafa náð ákveðnum þroska í lífinu, á meðan aðrir byrja ungir að árum. Þið gefið ykkur ákveðin jarðarár til þess að gera breytingar sjálf og ef það gengur ekki, þá leitið þið eftir aðstoð hjá meistaranum ykkar. Þegar það gerist, þá hefur meistarinn ferlið með því að taka ykkur út úr öllu sem hefur verið ykkur þægilegt, kunnuglegt og kært.
Þetta getur falið í sér að missa vinnuna, peninga, maka, eða hvað eina sem er ykkur kunnuglegt, jafnvel börnin ykkar, þið veljið á hvaða hátt þið viljið læra og hvaða leið þið farið.
Miðilinn minn kaus að tapa mjög blómlegum rekstri og standa uppi allslaus til þess að þvinga sjálfa sig til þess að halda áfram út úr þægindahringnum. Hún valdi líka að verða neydd til þess að yfirgefa landið sem hún bjó í og flytja til annars lands sem hún þekkti ekki neitt. Þetta einangraði hana frá fjölskyldu og vinum og starfsvettvangi sem hún hafði byggt upp í mörg jarðar ár. Hún þurfti að flytja burtu af þæginda svæðinu og byrja aftur, en í þetta sinn, var hún með okkur í andlega heiminum til þess að kenna sér nýja og betri leið.
Með því að gera þetta, þá hækkaði hún tíðnina, horfðist í augu við óttann sem ég get sagt ykkur að var hræðilegur og varð betri manneskja í hjartanu. Hún lærði mikið af þessari reynslu og það á líka við um Peter Luke eiginmann hennar. Þau lærðu bæði að hafa fullt traust á okkur í andlega heiminum og leyfa okkur að sjá um allt skipulag. Það var ekki auðvelt fyrir þau, en smám saman sáu þau að við vissum hvað við vorum að gera og slepptu loksins takinu og leyfðu því andlega að leiða sig og leiðbeina í staðinn fyrir lægra sjálfið sem hafði verið svo lengi við stjórn. Sjálfið barðist og slóst eins mikið og það gat þegar þetta gerðist, en þau lærðu að treysta og sleppa því og kröfum þess.
Hvernig sem þið veljið leiðina til þess að átta ykkur, leyfið því ferli að gerast. Sjálfið mun gera allt sem það getur til að hindra það, frá þunglyndi, til alvöru veikindi, eða erfiðleika og auk þess mun það skapa ótta.
Þægindahringurinn er dásamlegur staður að vera á, en maður lærir ekki með því að vera þar, maður getur bara lært ef maður er tekin út úr honum. Þið munið fá allt sem þið hafið tapað aftur til baka einn daginn.
Maitreya.
Kennsla Maitreya
Efst á síðu
Heim
Beint á síðu http://maitreya.co
© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur
|
|