|             |   Fyrri lífa orka
 
  22.  desember 2008
 Skilaboð frá Maitreya- miðlað af Margaret McElroy
 
 Margir lesendur vefsíðu  minnar hafa skrifað mér í sambandi við áþreifanleg sjúkdómseinkenni sem hafa  sprottið upp og orðið að vandamáli í efnislíkama þeirra. Fótónu orkan er að hjálpa mörgum sálum sem vilja hækka tíðnina á hærra stig svo að það verði  mögulegt. Þegar þetta hefur gerst og sálin er komin á hærra tíðnisvið, þá  byrjar þessi háa tíðni að leysa út gamla fyrri lífa orku sem hefur setið föst í  sálar minninu. Manneskja hefur  til dæmis  lent í eldi í fyrri lífum þá getur það komið fram sem húð vandamál, eða ef   sál hefur ekki hreinsað neikvæðar hugsanir um sjálfa sig eða aðra, þá getur það  líka komið fram sem húð vandamál.
 
 Hendur Alans, eiginmanns miðilsins míns, voru ónýtar eftir byssuskot í fyrra   lífi. Hann var ekki meðvitaður um þetta fyrr en hann fór að hækka í tíðni en þá  fann hann hjá sér ákafa þörf  til að spila á píanó. Hann hafði orðið fyrir   skotinu þegar hann var að spila á píanó og þegar tíðnin hækkaði, þá urðu   verkirnir frá þessu atviki mjög slæmir, svo slæmir að hann gat ekki spilað á   píanóið. Þeir komu líka fram þegar hann var í návist þeirrar manneskju sem hafði skotið hann í því lífi. Þessi manneskja kom inn í líf hans til þess að fá fyrirgefningu   á því sem hann hafði gert í þessu fyrra lífi, en þegar  hann var komin aftur í þessar aðstæður, þá gat hann það ekki.  Sársaukinn var kvalafullur fyrir  Alan. Það tók mörg ár að koma orkunni upp á yfirborðið og þó að hún sé farin þá  kemur hún alltaf upp  annað slagið, eftir því sem meira er unnið út. Að lokum verða engin viðbrögð  þar sem orkan eða sársaukinn henni tengd eru ekki lengur til staðar.
 
 Maður getur ekki upplifað  sársauka frá fyrra lífa orku fyrr en maður hefur hækkað tíðnina. Eigi að síður,  þegar það hefur verið gert þá getur sú orka sem kemur upp verið hröð og oft  mjög sársaukafull. Heimsókn til læknis mun venjulega ekki gefa nein svör, röntgenmyndir  munu heldur ekki gefa svör við vandanum vegna þess að þetta er í sálarminninu.  Ég hef spurt áður og ég mun spyrja aftur, "af hverju finnur manneskja sem  hefur enga fætur ennþá sársauka í fótunum?" Vegna þess að hún hefur ennþá  sína "andlegu" fætur og það er í þeim fótum - þrátt fyrir að þeir  sjáist ekki - sem sársaukinn er staðsettur, þó að það séu engir líkamlegir  fætur til staðar.
 
 Maður getur heldur ekki  forðast orkuna sem kemur upp á yfirborðið. Hún kemur út af sjálfur sér, það er eigi  að síður betra að hún komi út heldur en að hún grafi um sig hið innra. Hugsið um  það ef þetta gerist hjá ykkur. Það gæti verið sársaukafullt en það er að minnst  kosti að koma út. Fyrri lífa meðferð getur hjálpað hér, eins getur litameðferð,  blómadropar eða staðhæfingar gert það, en munið að orkan verður að koma út. Þegar  hún hefur verið losuð út og maður endurtekur ekki fyrri lífa vandamál, þá mun  það aldrei verða þarna aftur.  Alveg eins  og jörðin þróast áfram vegna fótónu orkunnar þá þarf maður að vita hvað getur  og mun gerast þegar þið hækkið tíðnina ykkar. Ekki örvænta, vegna þess að þetta  er eðlilegt ferli. Alveg eins og þið vaxið þegar þið eruð börn (og maður getur  fundið vaxtarverkina) þannig getur maður líka upplifað sársaukann við að sleppa  því lausu. Látið það fara og verið frjáls.
 
 Maitreya.
   Efst á síðu Kennsla Maitreya Heim    Beint á síðu http://maitreya.co © Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur |                     |