|
Guðleg lög – svar Maitreya
2. janúar 2008
Skilaboð Maitreya - miðlað af Margaret McElroy
Það lítur út fyrir að ég hafa ruglað marga í ríminu þegar ég skrifaði í síðasta fréttabréfi mínu að það séu engin guðleg lög. Kannski hefði ég átt að geta þess að ritari minn hafi verið að vísa til laganna sem eru þekkt sem boðorðin tíu. Orðið „lög“ eru orð mannanna og þar er átt við eitthvað sem er þvingað, nauðbeygt, stjórnað í gegnum manneskjur eða hópa til að fylgja ákveðinni stefnu. Í okkar heimi er ekkert þannig að einhverjum sé þröngvað til þess að trúa, hegða sér, eða lifa á ákveðinn hátt. Ég hef oft sagt það að „okkar heimur sé eins og stórt samfélag án egós." Af hverju er þetta svona? Vegna þess að egó er eitthvað sem tilheyrir mannfólkinu. Eigið þið eftir að muna eftir egóinu þegar þið snúið aftur heim í okkar heim? Já, þið gerið það. Margar sálir geta séð hvað egóið leyfði þeim að gera og hversu oft egóið stoppaði þroska þeirra. Ein sál skrifaði mér og spurði, „en hvað um karma? Það eru guðleg lög."
Það er ef þið óskið eftir að sjá það þannig, en karma er aðeins svörun við verknaði. Það sem maður setur út fær maður til baka. Það eru ekki lög það er lífsháttur. Ég hef minnst á guðleg lög í mörgu af því sem ég hef skrifað, en þessi lög er það sem ég skrifaði um í fréttabréfinu á undan. Að vera meðvituð/aður um umburðarlyndi, fyrirgefningu, kærleika, skilningsríki, óskilyrta vitund og það að dæma ekki er það eina sem er nauðsynlegt í okkar heimi. Eins og ég sagði í fyrra fréttabréfi mínu, þá er þetta bara lítill hluti af því sem ég gæti kennt um þetta efni. Það eru engin „lög" sem slík. Lög eru til þessa að hafa stjórn á og ráðskast með mannfólkið. Það sem er rétt fyrir eina manneskju þarf ekki að vera rétt fyrir aðra. Það er hægt að túlka lög á svo marga vegu og skoðanir á svo mörgu. Ég mun án efa, fá fleiri tölvubréf um þetta efni, en ég finn að ég hef útskýrt þetta eins vel og ég get. Sjálfið mun sjá svo margt sem það getur gagnrýnt og nöldrið í sjálfinu er alltaf um það að leita eftir galla. Ég held að ofangreind skrif mín og þau sem voru á undan þessum skýri sig sjálf. Það sem hefur verið skrifað áður undir titlinum „guðleg lög" er af sama toga. Það eru engin „lög" sem við förum eftir í okkar heimi, það er bara skilningur, óskilyrt samþykki og þeir eiginleikar sem getið var um hér að ofan. Ekkert annað.
Svo að yfirlýsing mín við ritarann var til þess að útskýra það ofangreinda fyrir henni. Það eru engin lög sem ráðskast með, fyrirskipa, stjórna eða nokkuð annað þannig í okkar heimi. Við þurfum þess ekki. Við höfum ekki sjálfið lengur.
Maitreya.
Kennsla Maitreya
Efst á síðu
Heim
Beint á síðu http://maitreya.co
© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur |
|