|
Hækkandi orkutíðni – 2. hluti
22. júlí 2009
Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy
Einkenni tengd hækkandi orku eða fótonorkunni.
Höfuðverkur:
Mígreni, eða staðbundinn höfuðverkur eru algeng einkenni. Höfuðverkurinn virðist vera algengari hjá konum en körlum og stafar oft af of miklu orkuflæði í gegnum höfuðstöðina, ásamt hormónabreytingum sem verða vegna örvunar á orkustöðinni. Til að milda þessa verki má biðja æðri mátt eða andlegan leiðbeinanda um aðstoð við að opna heilaköngul og heiladingul. Þið munið finna að verkurinn minnkar en hverfur ekki alveg þegar þið biðjið um að þetta sé tekið frá ykkur. Heiladingull og heilaköngull breytast þegar þið hækkið í tíðni þar sem þeir eru að aðlagast hærri orku. Aðrir kirtlar breytast líka, en þó aðallega þessir tveir. Þetta ferli getur tekið nokkra mánuði, eða jafnvel ár, allt eftir því hvar þið standið í andlegum þroska. Ametystkristallar, remedíur og grasalækningar geta hjálpað ykkur í gegnum þessar breytingar.
Flensulík einkenni:
Flensulík einkenni eru frekar algeng, og getur verið erfitt að losna við þau. Ástæðan er oft sú að rusl hefur hlaðist upp í orkustöðvunum ykkar og er nú að koma upp á yfirborðið. Þið þurfið að hreinsa þetta út í bókstaflegri merkingu. Heitur sítrónudrykkur getur verið til mikils gangs í hreinsunarferlinu. Reynið að vinna ekki of mikið á þessum tíma, þar sem þið eruð að ganga í gegnum meiriháttar tíðni breytingar. Takið því rólega - þetta mun ganga yfir.
Ógleði, lausar hægðir eða niðurgangur:
Þessi einkenni tengjast opnun og hreinsun sólarplexus orkustöðvarinnar. Fólk sem hefur haldið í ótta, reiði og gremju getur upplifað þessi einkenni. Gulir kristallar, eins og sítrín, geta verið gagnlegir. Þið getið drukkið vatn sem sítrínkristall hefur legið í, í sólarhring, eða haft kristalinn nálægt orkustöðinni. Einnig eru áfalladroparnir í Bach blómadropunum (Rescue Remedy) frábærir til þess að milda áhrifin; þá má taka inn á 30 mín. fresti ef nauðsyn krefur.
Ofboðsleg þreyta:
Þreytan getur verið til staðar þegar þið vaknið; þið hafið sofið alla nóttina en getið ekki komist fram úr rúminu um morguninn. Á miðjum degi gætuð þið þurft að leggja ykkur aftur til að sofa. Þetta er vegna orkubreytinga sem eru að eiga sér stað í öllum orkulíkömunum. Þetta mun taka enda. Þetta tekur mismunandi langan tíma hjá hverjum og einum; það getur tekið vikur hjá sumum, mánuði hjá öðrum en jafnvel mörg ár hjá öðrum. Verið bara í flæði og hvílið ykkur þegar þið eruð þreytt. Ekki snúa ykkur á hina hliðina og halda áfram að sofa þegar þið vaknið á morgnana. Venjulegur kvars kristall getur verið gagnlegur, annað hvort með því að hafa hann um hálsinn vegna orkunnar sem hann gefur, eða með því að drekka vatn sem kristallinn hefur legið í. Ef þið getið búið til pýramída til þess að sitja undir, þá mun það gefa ykkur yndislegan orkulegan styrk.
Of mikil orka:
Þið hafið farið uppgefin í rúmið kl. 22:00, vaknið síðan kl. 1:00, en finnst eins og þið séuð út sofin eins og klukkan sé orðin 8:00 um morguninn. Þetta er vegna þess að fótonorkan er að byggjast upp í kringum ykkur og líkaminn getur ekki tekist á við það vegna blokkeringa. Farið samt ekki á fætur til að þrífa eldhúsið! Það er ástæða fyrir orkunni. Orkan er hér til þess að hjálpa ykkur að heila alla orkulíkamana: andlega, hugar –, tilfinninga - og efnislega. Setjist niður og lesið í rólegheitum, horfið á sjónvarpið (það gerir venjulega gæfumuninn fyrir fólk og gerir það þreytt), eða hlustið á hugleiðslu diska. Þessi einkenni geta staðið yfir í þó nokkurn tíma.
Ástæðulaus grátur; tilfinningalegt varnaleysi:
Ef ykkur finnst þið vera tilfinningasöm og grátið án þess að það sé ástæða til, þá er það vegna þess að þið eruð að losa út blokkeringar sem hafa verið til staðar ekki bara í þessu lífi, heldur líka í öðrum lífum. Nú er komið að því að þetta þurfi að víkja og fótonorkan hjálpar til við það. Það er fátt sem þið getið gert til þess að komast hjá þessu vegna þess að þetta á að renna frjálst. Ef þið stoppið það, þá gerir það hlutina bara verri. Leyfið því að fara. Grátið ef þið þurfið þess, og finnið út Bach blómadropa til þess að hjálpa ykkur með tilfinningarnar. Áfalla droparnir (Rescue Remedy) eru líka frábærir. Því meira sem þið hreinsið hindranirnar, því fyrr munu þessi einkenni taka enda.
Hitaköst og svitakóf, dag og nótt:
Þetta er mjög algengt bæði hjá konum og körlum. Þetta er vegna þess að orkan flæðir of hratt í gegnum líkamann - hormónabreytingar (sem karlmenn upplifa líka) og líkaminn er að aðlagast hærra tíðnisviði. Sumir karlmenn fá jafnvel brjóst eða hafa stækkuð brjóst um tíma. Ef þú ert karlmaður, ekki hafa áhyggjur - þú þarft ekki að fá þér brjóstahaldara. Þú munt eigi að síður hafa smá þrota í bringunni í smá tíma.
Vöðva - og liðverkir:
Þegar hærra tíðnisvið kemur inn í líkama ykkar, getur afl þess orðið svo sterkt að margir finna fyrir verkjum og sársauka í vöðvum og liðum. Það að biðja æðri mátt um aðstoð við að taka þessa verki mun hjálpa. Þegar líkaminn aðlagast hærri tíðni mun hann róast og orkan sem kemur inn verður ekki lengur til vandræða.
Hjartsláttarflökt, verkur og öndunar erfiðleikar:
Þessi tilfinning getur verið ógnvekjandi, þar sem þið gætuð haldið að þið séu að fá hjartaáfall. Ef þið vinnið að einhverju leiti fyrir andlega sviðið þá munið þið eflaust finna fyrir þessari tilfinningu um tíma. Það getur einnig verið eins og þið getið ekki náð andanum. Þegar hjartastöðin opnast til þess að taka við hærri orku, getur hún ekki tekist á við hana í smá tíma, þar sem hún þarf að aðlagast. Þessi einkenni, ásamt tilfinningu um að orkan sé að renna í gegnum sólarplexus og hjartastöðina (hjarta - og magasvæði), er mjög algeng. Það getur tekið tíma að aðlagast. Þegar þetta gerist er best að slaka algjörlega á, vegna þess að það hjálpar ykkur að aðlagast. Verið ekki óttaslegin, þetta er eðlilegt ferli í að hækka orkutíðnina í líkamanum.
Þyngdaraukning:
Fólk sem hefur áður upplifað þessi einkenni talar oft um að hafa bætt á sig. Það er varnarform vegna þess að líkamanum finnst að það sé verið að gera innrás inn í hann og sjálfið kemur inn til þess að vernda sig. Einnig eruð þið líkleg til að drekka meira vatn. Það er mikil hjálp í því að drekka nóg af vatni til þess að halda þyngdinni í skefjum. Ef þið eruð að vinna fyrir andlega sviðið sem ljósberar, þurfið þið vökva líkamann vel til þess að aðstoða þá sem er að vinna með ykkur. Þeir nota vatnið í líkamanum til þess að búa til orku, alveg eins og við notum vatn til þess að framleiða rafmagn. Ef líkaminn fær ekki nægilegt vatn, mun hann byrja að safna því. Ef þið viljið forðast þyngdaraukningu, er mikilvægt að drekka nóg af vatni.
Maitreya.
Efst á síðu
Kennsla Maitreya
Heim
Beint á síðu http://maitreya.co
© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur |
|