|
Heilun
21. júlí 2005
Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy
Ég fæ margar beiðnir um heilun á hverju ári. Sálirnar skrifa til að biðja um heilun fyrir vandamál sín, fjölskyldna og vina. Við sendum orkuna okkar út til allra sálna sem skrifa mér. Eigi að síður hafa sumar sálir kosið reynslu sem getur ekki alltaf verið heiluð. Ég fékk nýlega fyrirspurn um heilun frá móðir sem var áhyggjufull vegna dóttur sinnar og hennar menntunar. Ég vissi að þetta barn hafði kosið að ganga í gegnum reynsluna og staðreyndin er sú að á næstu fimm jarðar árum mun hún standa í strangri baráttu við sjálfið út af menntun sinni. Það er á þennan hátt sem barnið kaus að læra áður en hún kom til jarðarinnar. Hefði kraftaverk gerst þá hefði hún ekki lært lexíurnar sínar og myndi ekki hafa þroskast til að verða sú unga kona sem hún á endanum verður. Þó að framtíðin hennar líti núna út fyrir að vera gleðisnauð, þá mun hún breytast, blómstra og þroskast á næstu fimm jarðar árum eingöngu vegna reynslunnar sem hún verður að ganga í gengum. Í grundvallaratriðum þarf hún að fara á botninn áður en hún byrjar að rísa upp aftur.
Ég man eftir miðlinum mínum þegar dóttir hennar hljópst að heiman 16 ára gömul, hún spurði mig „hvað hef ég gert rang?" Ég sagði henni „þú hefur ekki gert neitt rangt, það er á þennan hátt sem dóttir þín kaus að læra." Það liðu 13 ár áður en dóttir hennar snéri aftur til baka til fjölskyldunnar. Á þeim tíma hafði hún prófað áfengi, eiturlyf, fátækt, algjöra niðurlægingu og margt fleira. Miðillinn minn var ráðalaus af því að hún gat ekki gert neitt til að hjálpa dóttur sinni. Hún reyndi að gefa henni peninga en uppgötvað fljótt að það var bara til þess að gera ástandið verra.
Það er sársaukafullt fyrir meistarana að sjá hvað þið hafið kosið að ganga í gegnum áður en þið fæðist. Oftast myndum við óska þess að þið hefðuð ekki tekið þessa ákvörðun, en ÞIÐ veljið það sem þið gerið. Foreldrarnir þurfa líka að læra lexíur af reynslu barnanna sinna. Oftast er það að leyfa þeim að fara og upplifa lífið á sinn eigin hátt. Eigi að síður, þegar það gerist munu börnin þroskast og öðlast svo mikinn skilning að það er oft erfitt að trúa umbreytingunni. Í tilfelli miðilisins míns er dóttir hennar núna gift yndislegum manni sem hún á tvö börn með, hann virðir hana og börnin mikils. Þriðja barnið er á leiðinni og hún hefur sagt að þó að það sem hún fór í gegnum væri erfitt og sársaukafullt, þá sé hún svo ánægð að hún fór í gegnum það vegna þess sem hún lærði.
Þið þurfið að vita að stundum er ekki hægt að veita hjálp í formi kraftaverks. Já, það gerist oft. Margaret hefur sagt að það sé meira um að inn komi skilaboð á vefsíðuna um árangur heilunar heldur en að það hafi ekki virkað, en það er stundum nauðsynlegt fyrir sálina að læra í gegnum þjáningu og sársauka. Þegar maður fer í gegnum dimman dal þá fyrst getur ljósið skinið skært til þess að leiða mann út úr honum. Það eru engar tilviljanir í lífinu, allt hefur sína ástæðu. Ef börnin ykkar, vinir eða foreldrar eiga erfitt líf, þá getið þið verið viss um að þau hafa valið það og þau geta komist frá því ef þau vilja. Það er þeirra val.
Stundum getur það tekið töluverðan tíma fyrir sálina að gera sér grein fyrir því að hún GETUR breytt mynstrinu eða lærdómnum, það er algjörlega hennar val. Fyrir móðurina sem skrifaði mér, dóttir hennar mun ganga í gegnum mjög erfitt tímabil á næstu fimm jarðar árum, en eftir þann tíma mun fiðrildið skríða úr púpunni og þegar hún gerir það mun hið fegursta fiðrildi koma í ljós.
Maitreya
Kennsla Maitreya
Efst á síðu
Heim
Beint á síðu http://maitreya.co
© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur |
|