|
Himnaríki á jörðu
Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy
17. maí 2010
Við getum ekki unnið okkar verk á efnissviðinu án ykkar hjálpar. Í fjölda ára hefur mannfólkið verið bundið af sjálfinu. Það er komið að því að mannfólkið sem heild hefur ákveðið að breyta þessu. Margar sálir hafa boðið sig fram (eins og margir myndu orða það „sem ljósberar)„ áður en þær fæddust á jörðinni. Það er komið að því að við erum reiðubúin að aðstoða mannfólkið við breytingar og hækkandi vitundarstig. Margar sálir forða sér hins vegar í burtu þegar við þörfnumst aðstoðar þeirra. Sjálfið tekur stjórnina. Það er ætlun okkar að hér verði himnaríki á jörðu. Með öðrum orðum, ef breytingar verða hjá mannfólkinu, þá verður mögulegt fyrir alla jarðarbúa að upplifa gleðina, friðinn og jafnvægið sem sumir myndu lýsa sem „himnaríki á jörðu.“
Við getum aðstoðað ykkur við það. Eigi að síður þegar við biðjum um hjálp ykkar þá þörfnumst við þess að þið séuð til staðar. Mörg ykkar hafa á síðustu árum fundið fyrir köllun til þess að vinna með okkur en hafið annað hvort verið með undabrögð, eða forðað ykkur. Við höfum sent kennara til þess að hjálpa ykkur, en þið hafið litið á þessa kennara sem ógnun, þegar þau eru í raun og veru speglar fyrir ykkur, sem sýna ykkur það sem þið viljið ekki sjá í ykkur sjálfum. Mælieining á góðan kennara er að þeir sýni ykkur það sem þið viljið ekki sjá í ykkur sjálfum.
Innan nokkurra ára, munum við þarfnast margra til þess að hjálpa okkur ef við eigum að vinna að því að færa himnaríki til jarðarinnar. Það sem við höfum á andlega sviðinu, getið þið haft á jörðinni. Við getum þó ekki gert þetta ein, við þörfnumst ykkar í efnissviðinu á jörðinni, til þess að aðstoða okkur. Ef þið finnið köllunina biðjið þá um að verða leidd að þeim sem getur hjálpað ykkur. Látið síðan EKKERT standa í veginum. Þið hrópið á okkur, „meistarar, við viljum breyta jörðinni," en þegar við segjum, „við höfum heyrt í ykkur, við erum á okkar leið," þá flýið þið eða felið ykkur í ótta. Við viljum ekki skaða eða særa neinn, aðeins sýna ykkur betri lífsleið, auðveldari leið. Viljið þið vera svo góð að leyfa okkur að aðstoða.
Það er réttur hverrar sálar að vera hamingjusöm, þrátt fyrir það eru svo margir á jörðinni óhamingjusamir og vansælir. Hvers vegna er þetta svona? Það er vegna þess að þið vitið ekki í hverju hamingja ykkar liggur. Mörg ykkar hafa aldrei leitað inn á við til þess að sjá hvað það er sem þið getið verið hamingjusöm með. Þið trúir því ekki að þið séuð fær um að vera hamingjusöm á nokkurn hátt. Neikvæðni liggur á ykkur eins og mara (þungar birgðar) og því óhamingjusamari sem þið eruð því meiri þyngsli.
Maitreya
Kennsla Maitreya
Efst á síðu
Heim
Beint á síðu http://maitreya.co
© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur |
|