Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Hugrekki

 

18. júlí  2007

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Það þarf hugrekki til þess að fæðast á jörðinni. Hver einasta sál á jörðinni ætti að vera stolt af sjálfri sér af því að hún hefur valið mjög erfiða leið fyrir sálarþroska sinn. Af hverju er þetta svona? Vegna þess að maður hefur sjálf þegar maður fæðist inn í jarðneskan líkama. Sjálfið gerir hlutina erfiðari fyrir sálina og hægir á sálarþroska og stoppar hann stundum alveg. Af hverju gerir sjálfið þetta? Í gegnum tíðina hefur sjálfið stökkbreyst, mjög svipað og tölvuvírus, eða vírus í líkama ykkar. Það verður kröftugra og útsmognara þar sem það lærir í gegnum lífin ykkar. Upphaflega var sjálfið til fyrir eðlishvöt mannsins til þess að komast af, án þess að skaðast, þróuð viðvörun þegar líkaminn var í hættu. Eigi að síður, í gegnum árin hefur þessi orka, því þetta er orka, hætt að vera bara orka og hefur stökkbreyst í það að verða næstum því mannlegt.

Til allrar hamingju getur sjálfið ekki komist af þegar líkaminn deyr svo að það fer ekki með ykkur heim í okkar heim, ykkar sanna heimili. Það getur þó verið ráðandi orka þegar það er með ykkur á jörðinni. Það er aðeins ein leið til að fást við sjálfið og það er að hækka tíðnina á hærra stig og læra að hafa stjórn á því - að gefa því enga orku. Sjálfið lifir á orkunni í tilfinninga líkamanum. Í hvert sinn sem þið bregðist við aðstæðum með tilfinningu þá eruð þið að næra sjálfið. Ef þið óttist eitthvað í lífinu, þá notar sjálfið það gegn ykkur, færir það upp á yfirborðið þegar þið viljið gera breytingar. Svo margar sálir hætt við breytingar í lífinu vegna sjálfsins. En það er hægt að ráða við það og það er hægt að temja það.

Þið munið ekki losna við sjálfið fyrr en þið deyið á jörðinni. Jafnvel þó að þið hafið hækkað tíðnina og fært ykkur á hærra vitundarstig, munið þið samt hafa sjálfið. Það er þess vegna sem það þarf hugrekki til þess að vera í jarðneskum líkama. Það er ekki auðveld tilvera, en maður getur lært svo miklu hraðar með því að vera í jarðvist.

Það er svo gefandi að koma til baka í okkar heim með þá vissu að þið hafið að minnsta kosti gert tilraun til að vera í líkama. Sum ykkar biðjið um hjálp meistara til að aðstoða ykkur við að aga sjálfið. Jafnvel þó að þið njótið aðstoðar meistara og annarra úr okkar heimi þá eru það samt margir sem falla í vegarkantinum og ná ekki að aga sjálfið.

Hvernig getið þið tamið sjálfið? Ekki gagnrýna aðra. Ekki dæma aðra. Samþykkið allar sálir sem manneskjur í sínu æðra sjálfi og lítið á þær sem fullkomnar jafnvel þó að þær komi ykkur stundum í uppnám. Sundurgreinið ykkur frá aðstæðum svo að þið getið séð þetta. Leyfið öðrum að lifa sínum lífum. Reynið ekki að gera það fyrir þau. Leyfið þeim að reka sig á og falla og læra það sem þau þurfa að læra. Ekki styðja þau á þann hátt að þau læri ekki af sinni eigin reynslu. Hafið stjórn á tilfinninga líkama ykkar, reynið að komast hjá því að bregðast við aðstæðum með tilfinningasemi.

Ykkur er ætlað að lifa öllu ykkar lífi í samúð og kærleika en ekki að gefa ykkur að tilfinninga líkamanum og því drama sem hann vill skapa. Horfist í augu við allan ykkar ótta. Umfram allt elskið ykkur sjálf vegna þess að lægra sjálfið lifir á því að þið hafið óbeit á, ykkur sjálfum ef því er að skipta. Guð elskar ykkur óskilyrt og Guð þekkir lífslexíur ykkar og lærdóm. Guð einn getur ákveðið hvort þið hafið lært lexíuna sem þið völduð að læra í gegnum stjörnukortið ykkar, eða þá lífsáætlun sem þið ein völduð áður en þið fæddust. Enginn annar hefur rétt til þess að dæma ykkur. Munið það alltaf að ef það gerist, þá er það sjálfið sem gerir það, ekkert annað, því æðra sjálfið myndi ekki sóa orku í það.

Maitreya.

 

 

Kennsla Maitreya

Efst á síðu

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur