|
Hvaðan kemur það neikvæða?
15. Mars 2003
Skilaboð Maitreya - miðlað af Margaret McElroy
Hvaðan kemur hið neikvæða innra með þér? Hvað er það sem skapar sorg, ótta og óhamingju í lífi þínu? Það er samspil margra þátta.
Stór hluti mannkyns lifir í afneitun segir sig vera hamingjusaman, án þess að vera það í raun. Fólk óttast breytingar og kýs því að halda í það kunnuglega, jafnvel þótt það búi við eymd og óhamingju. Oft lifir það undir miklu álagi, því möguleikinn á að breyta lífinu vekur ótta.
Minningar sálarinnar í djúpum undirvitundinni eru einnig hluti af þessu. Sálminningar úr fyrri lífum geta borið með sér sorg og óuppleystan sársauka. Bæld reiði, hvort sem hún á rætur í þessu lífi eða fyrri lífum, er líka neikvæð orka sem þú berð með þér dag eftir dag. Þetta birtist sem ótti við breytingar, ótti við hið óþekkta og jafnvel ótti við að leyfa sjálfum þér að vera raunverulega hamingjusöm/hamingjusamur.
Þú varst ekki fædd/ur til að lifa í óhamingju. Þú varst fædd/ur til að upplifa gleði, velgengni, gnægð og hamingju. En þú átt erfitt með að skapa og njóta þessa vegna lægra sjálfsins, sem er líkt hundi með bein, það heldur áfram að tyggja á neikvæðri orku fortíðarinnar og ótjáðum tilfinningum.
Ef þú gætir aðeins séð hvað er mögulegt í lífi þínu, hverju þú getur náð og hversu mikla gnægð þú getur skapað, þá myndir þú verða undrandi. Byrjaðu á að fylgjast með hugsunum þínum daglega. Hlusta á rödd lægra sjálfsins þegar hún reynir að grafa undan áætlunum þínum, vonum, óskum og draumum.
Vertu meðvituð/meðvitaður um hið neikvæða innra með þér. Breyttu síðan hugsunum þínum smám saman í jákvæðari farveg. Búðu til staðhæfingar sem hjálpa þér að umbreyta gömlum, takmarkandi hugsunum í nýjar og uppbyggilegar.
Lifðu lífi þínu eins og því er ætlað að vera lifað, ekki sem þræll lægra sjálfsins, heldur sem frjáls sál í sköpun og þroska.
Efst á síðu
Heim
Beint á síðu http://maitreya.co
© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur |
|