|
Hvaðan kemur það neikvæða?
15. Mars 2003
Skilaboð Maitreya - miðlað af Margaret McElroy
Hvaðan kemur það neikvæða innra með þér? Hvað er það sem skapar sorg, ótta og óhamingju í lífinu þínu? Það er blanda af mörgu. 98% mannkyns lifir í lygi, í lyginni segist það vera hamingjusamt, en er það ekki, en það er of hrætt við að gera breytingar. Það býr í eymd og óhamingju, venjulega undir miklu álagi vegna þess að möguleikar á að breyta gerir þau óttaslegin. Minningar sálarinnar í djúpum undirvitundar er partur af því, sálar minningar úr fyrri lífum, það veldur líka óhamingju og sorg. Bæld reiði, frá þessu lífi eða fyrri lífum er einnig neikvæð orka. Þú berð það með þér dag eftir dag. Í ótta við breytingar, í ótta við hið óþekkta. Hrædd/ur við að vera raunverulega hamingjusamur/hamingjusöm! Þú varst ekki fædd/ur til þess að vera óhamingjusamur/óhamingjusöm, nei, það var ekki þannig. Þú varst fædd/ur til þess að upplifa hamingjusamt líf, gleði, velgengni, auðlegð, en þú getur ekki skapað það og notið þess vegna þess að lægra sjálfið, er eins og hundur með bein, það heldur áfram að tyggja á neikvæðri orku úr fortíðinni, og ótjáðum tilfinningum. Ef þú gætir bara séð hvað þú getur haft í lífi þínu, hverju þú getur náð, hversu mikla auðlegð þú getur skapað, þá myndir þú verða undrandi. Reyndu að skoða hugsanir þínar á hverjum degi, hlusta á lægra sjálfið þar sem það reynir að eyðileggja áætlanir þínar, vonir, óskir og drauma. Vertu meðvituð/aður um það neikvæða innra með þér. Breyttu þá hugsunum þínum hægt og rólega í jákvæðari hugsanir. Búðu til staðhæfingar til þess að breyta gömlum hugsunum í nýjar. Lifðu lífi þínu eins og því er ætlað að vera, ekki eins og sá þræll sem sjálfið vill láta þig vera.
Efst á síðu
Heim
Beint á síðu http://maitreya.co
© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur |
|