Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Hvítt ljós og dökk orka

15. janúar 2010

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElory

Spurning:
Ég hef verið að reyna að öðlast skilning á hinu hvíta bræðralagi  og það getur verið að ég hafi verið að skilgreina það ranglega sem hið, "Hvíta ljós." Ég hef jafnframt verið meðvitaður um nauðsyn þess að treysta á hvíta ljósið og þá vitneskju að allt er ljós (og af ljósinu) í alheimi Guðs. Hvernig getur þá hið myrka eða dökka afl verið til staðar, eða þá að einstaklingur á jörðinni geti ómeðvitað miðlað eða haft neikvæð áhrif á okkur með dökkum verum eða, "viðhengi?"

Er til dimmar verur og ef svo er, eru þær þá innan eða utan alheims Guðs?

Svar:
Bræðralagið eru uppljómaðir meistarar. Þeir eru einnig þekktir sem "Hvíta bræðralagið." Það er samvitund meistara. Uppljómaðir meistarar geisla frá sér orku hvíts ljóss.

Hin dimmu öfl sem þú skrifar um er sameiginleg undirvitund sjálfsins. Það er sameiginleg neikvæð orka sem kemur vegna ótta, efa, lágs sjálfsmats o.s.frv, sem er í öllum sálum, sem hafa ekki hækkað tíðnina sína til þess að tengjast æðra sjálfinu. Það getur verið til staðar og það er til staðar. Það er orka. Rétt eins og heilarar nýta orku hvíta bræðralagsins fyrir heilun og aðra andlega vinnu, þá  sækir dökka orka á alla þá sem eru í ótta og efa.  "Viðhengið" sem þú skrifar um eru sálir sem óttast,  eru haldnar fíkn, eða eru mjög uppteknar í eigin neikvæðu orku og vilja ekki yfirgefa jörðina. Enginn getur heldur neytt þær til þess, þær þurfa að vilja það sjálfar.

Þær eru að leita að aðstoð og hjálp. Oft festa þær sig við aðra sem eru eins og þær sjálfar, í ótta og annarri fíkn. Á öðrum tímum leita þær eftir aðstoð til þess að fara og festa sig þá við þá sem hafa bjart ljós hið innra. Það er þess vegna sem við hvetjum ykkur til þess að nota bænir eða möntrur til að vernda ykkur þegar þið opnið á andlega iðkun. Þær dragast að ljósinu sem skín skært innra með ykkur.  Það er kærleiksorka og þær eru að leita sér hjálpar. Ef þetta gerist, þá getið þið orðið full af ótta, þar sem myrkur þeirra og ótti kemur inn í orkuna ykkar. Sálir geta þá villst vegna þess að ótti umlykur þær og myrkvar ljósið. Það er ekki fyrr en sál hefur náð ákveðinni tíðni sem þessi atburðarrás hefur ekki truflandi áhrif. Þegar mannkynið hefur lært raunverulega merkingu þess andlega og hættir að óttast, þá verður hin dökka orka að yfirgefa jörðina. Það er tilgangur minn að kenna um þetta þegar ég tala opinberlega með miðlinum mínum.

Maitreya

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

 


Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur