Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Innri friður

 

31. júlí 2005

Skilaboð frá Maitreya –miðlað af Margaret McElroy

Eftirfarandi spurning var lögð fram nýlega á spjallsíðu, „Maitreya, er friðurinn sem þú hefur talað um sem á sér stað við ákveðið þroskastig“ – er það tákn þess að maður veit fyrir víst að maður sé við stjórnvölin „í sínum raunveruleika“ (með sínar fyrirætlanir) eða er það eitthvað annað? Eða eitthvað til viðbótar við þetta?“

Friðurinn sem er ofar öllum skilningi getur aðeins orðið þegar maður hefur náð ákveðnu tíðnisviði, þegar náðst hefur stjórn á sjálfinu og þegar maður hefur unnið sig í gegnum alla gamla forritaða neikvæða orku. Það er ekki innri friður ef maður er plagaður af efasemdum, ótta, óöryggi, metingi, reiði, og öðrum tilfinningum. Þegar þessar tilfinningar eru ekki lengur til staðar, þá verður svo mikið pláss fyrir ást og friði í lífi manns. Tilgangur sjálfsins er að hindra þig í að ná þessum friði, að koma þér í atburðarás annarra en ekki þína eigin, svo það heldur þér uppteknum allan tímann. Það er enginn tími fyrir hugleiðslu, enginn tími fyrir bænir, enginn tími fyrir hamingju.

Sjálfið er stigmylla og þú leyfir þér að vera á því hjól. Þið hafið orðatiltæki á jörðinni, "Gefðu þér tíma til að finna ilminn af rósunum" sjálfið vill ekki að þið finnið ilminn af rósunum, það vill gera eitthvað annað. Þegar sjálfið er við stýrið og fíflar þig þá getur þú ekki fundið frið undir nokkrum kringumstæðum. Friðurinn sem er ofar öllum skilningi er hlutlaust ástand, þar sem enginn speglar fyrir þig lengur, ekkert veldur þér áhyggjum og þú óttast ekkert. Allt sem þú þarfnast birtist um leið og þú hugsar um það. Það er vissulega himnaríki á jörðu. Allar sálir geta náð þessu tíðnistigi, það er ekki einskorðað við fáeinar sálir. Allar sálir geta náð þessu vitundar stigi, en bara eftir að hafa gengið í gegnum baráttu við sjálfið og æðra sjálfið.  Þegar maður hefur náð þessu, þá er maður vissulega eitt með Guði.

Maitreya.

 

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur