Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kynhneigð

 

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Það er mikil umræða í heiminum núna um hvað sé rétt og hvað sé rangt í sambandi við kynhneigð. Það er svo mikill ótti og sektarkennd yfir því að hafa löngun til manneskju af sama kyni. Mörgum finnst það vera ógeðfellt. Af hverju finnst þeim það? Þeim finnst það vegna þess að þeir skilja ekki hvað kærleikur þýðir og þeir eru líka mótaðir af alda gömlum viðhorfum um að sambönd eigi að vera á milli karls og konu.

Hvernig veistu að það sé rétt sem hefur verið skrifað? Margir vitna í margra ára ritningar, en hvernig veistu að það sé sannleikur? Þú veist það ekki, en máttur trúar, skapar ótta við að vera öðruvísi. Margar sálir koma aftur til jarðarinnar og vilja frekar maka af sama kyni vegna þess að þær hafa haft þann félaga af gagnstæðu kyni í fyrra lífi. Fyrir mörgum árum síðan hitti miðillinn minn konu sem er yndisleg sál. Þessi kona kom til þess að elska miðilinn minn, en vegna aðstæðna hennar á þeim tíma, þá hljópst hún á brott. Hversu mörg ykkar hafa forðað sér út úr svipuðum aðstæðum? Af hverju hlaupist þið á brott?  Þið forðið ykkur vegna þess að þið óttist og þið óttist vegna þess að þið skiljið ekki tilfinningar ykkar og vegna þess að samfélagið segir að þetta sé rangt. Það er ekkert rangt. Já, konan var sköpuð fyrir barnsfæðingar og karlar fyrir sæðið, en líkaminn var einnig skapaður fyrir unað og hvernig þess unaðar er notið er á ábyrgð hverrar sálar, engin sál ætti að dæma aðra vegna skoðanamismunarins.

Þegar þú dæmir aðra, þá verður þú dómarinn og kviðdómurinn, en hvernig veist þú að það varst ekki þú í fortíðinni, eða verður þú í framtíðinni? Fyrir þá sem að velja félaga af sama kyni. Losaðu þig við óttann, losaðu þig við óbeitina í þinn garð. Virtu sérstöðu þína. Upprættu sektarkenndina. Njóttu þess að vera öðruvísi, því að þú ert sannarlega FRJÁLS. Þú hefur stigið út úr takmörkunum aðstæðna. Þegar þú hefur einu sinni fríað sjálfan þig, þá getur þú sannarlega verið einstök/einstakur. Vegna þess að þú þekkir hina sönnu ást og takmarkar hana ekki við eitt kyn. Ef þú ert einn af þeim sem kýst gagnstætt kyn, þá það, njóttu þess, en dæmdu ekki aðra vegna þeirra vals. Hvernig veistu að þitt val er rétt? Þú veist það ekki, það eru bara aðstæður sem valda þessu. Eini sannleikurinn er NÚIÐ, allt sem hefur gerst í fortíðinni er fortíðarinnar. Losaðu þig við eigin dóma. Ekki eyða orku í að deila um eða hugsa hvað sé rétt eða rangt. Því það er ekkert þannig, þetta snýst bara um val.

Maitreya

 

Kennsla Maitreya

Efst á síðu

Heim

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur