|     Líffæraígræðsla  5. apríl 2010
 Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElory Ein af þeim spurningum sem ég fæ oft er um líffæraígræðslu. Hver er skoðun  andlega heimsins á því.  Okkar mat er  einfalt.  Það er eitt af því sem er  nauðsynlegt í lífinu og þannig mun það verða áfram.  
 Sú manneskja sem þarfnast líffæris  - svo sem hjarta eða lifrar – hefur komið með ástandið með sér úr fyrra lífi.  Þegar hún þarfnast lifrar þá er það venjulega  reiði, gremja,  eða pirringur sem hún kemur með úr fyrra lífi. Sálin hefur ekki hreinsað þetta út úr sálarminninu  þannig að önnur sál sem skuldar þessari manneskju karma eða býður sig fram til  að hjálpa sálinni, velur að koma til jarðarinnar og lifa stuttu lífi til þess  að hjálpa til við líffæragjöf fyrir þessa sál. Í hvert skipti sem það koma upp  veikindi þá er það sálin að leita og sálin grandskoðar lífið sitt. Það gefur henni  tækifæri á að horfast í augu við dauðann og þetta kemur af stað heilunarkrísu  eða umskiptum í vitundinni sem er nauðsynleg til þess að halda inn á andlega  braut.
 
 Sál sem kemur yfir í andlega  heiminn lærir margar lexíur í gegnum það að gefa og sálin sem þarfnast  líffæragjafar lærir líka margt. Stundum ákveður sálin sem fer í líffæraígræðslu að deyja.  Þegar það gerist þá  er það þeirra val. Kannski vilja þau ekki halda áfram á þessari lífsbraut. Kannski  eru þessar breytingar hið innra og á andlega sviðinu of miklar fyrir þær. Það  er þeirra val að yfirgefa jarðlífið, en þær mun samt- í einhverri jarðvist –  hafa þetta í karmaskránni sinni og munu þurfa að koma aftur til þess að upplifa  þessar aðstæður. Þannig eru karmalögin.
 
 Eitt er alveg öruggt. Sálin  sem tekur við líffæragjöf verður aldrei söm eftir það. Það verða viðhorfsbreytingar  til lífsins og hún lærir að meta hvert einasta augnablik í lífinu. Hún lætur  ekki sekúndu fara til spillis.
 
 Það verður meira um þetta í  framtíðinni þar sem vísindamenn og læknavísindin munu rækta líffæri til þess að  hjálpa til við þörfina fyrir líffæraígræðslu. Einn daginn mun ekki verða nein  þörf á þessu vegna þess að mannfólkið mun að lokum uppgötva hina raunverulegu  orsök fyrir veikindum og sjúkdómum. Það er ekki svo langt í það. Þörfin fyrir  líffæraígræðslu mun þó verða til staðar þangað til sá dagur rennur upp. Á  meðan þetta er svona þá er þetta tækifæri til þess að læra fyrir þær sálir sem  fara í gegnum þetta ferli.
 
 Maitreya
   Efst á síðu Kennsla Maitreya Heim   Beint á síðu http://maitreya.co © Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur |