Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Lífið er blekking

 

28. maí 2004

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Reynið að trúa ekki öllu sem þið sjáið, vegna þess að lífið er blekking, blekking sem er ekki hægt að sjá í gegnum fyrr en maður byrjar að hækka í tíðni.

Þið sem eruð í blekkingunni, getið ekki séð út fyrir þennan raunveruleika vegna lægra sjálfsins, en það er annar „raunveruleiki“ og þann raunveruleika er aðeins hægt að sjá þegar maður hefur hækkað tíðnina. Þegar það gerist, þegar maður hefur hækkað tíðnina, þá verður mögulegt að sjá í gegnum blekkinguna sem hefur verið sköpuð.

Þessi reynsla getur valdið sumum ótta vegna þess að allt lífið hafa þau trúað því sem þau héldu að væri raunverulegt, til þess eins að sjá að það er ekki þannig. Lífið breytist hjá þeim sem sjá í gegnum blekkinguna og þær breytingar geta líka oft valdið ótta. Það felur í sér breytingar og þær breytingar geta verið stórfelldar. Þá verður barátta á milli lægra sjálfsins og æðra sjálfsins og það geta orðið verulega hörð átök. Það er hvort sem er ekki hægt að útskýrt þetta fyrir annarri manneskju sem sér ekki í gegnum blekkinguna hvernig þetta virkar. Það eru ekki til orð sem lýsa þessari reynslu.

Manni getur fundist maður afskaplega einn með þessa upplifun, vegna þess að það getur tekið mörg jarðar ár að ná þessum áfanga. Þið eruð eigi að síður ekki ein á þessu stigi, við fylgjumst með ykkur og reynum að hjálpa ykkur þó að þið sjáið okkur ekki. Það er ekki auðvelt að þroskast andlega, að hækka í tíðni. Stundum getur baráttan verið mikil og erfið, en tilfinningin um frið getur verið svo stórkostleg þegar maður hækkar tíðnina. Allt sem skiptir máli er þetta augnablik. Allt sem tilheyrir fortíðinni er liðið og þegar maður byrjar að lifa í núinu, þá fer maður að sjá í gegnum blekkinguna.

Maitreya.

 

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur