|
Ljósið er meira eftir því sem fleiri biðja
12. nóvember 2000
Skilaboð frá Maitreya -miðlað af Margaret McElroy
Það er svo gott að geta haft samband við ykkur aftur. Jörðin er að fara í gegnum átakatíma einu sinni enn, það er dökk hringiða alls staðar og það er erfitt að reyna að lyfta því andlega og vera glöð og bjartsýn. Það er samt á tímum eins og þessum sem maður þarf að reyna að vera jákvæður. Margir spyrja, „tekur þetta brjálæði, þessi átök, þessi barátta aldrei enda?" Vegna þess að það virðist alltaf halda áfram. Bróðir gegn bróður, en þeir sjá það ekki, því að þeir sjá bróður sinn sem óvin. Það mun halda áfram að vera myrkur á jörðinni þangað til meira ljós hefur verið vakið. Hvert og eitt ykkar er leiðarljós í myrkrinu. Ef þið tengið ykkur við það andlega, ef ykkur finnst þið vera andleg, ef þið vinnið fyrir það andlega eða lesið um það, þá geta hugsanir ykkar komið á breytingum. Hugsið ykkur þann sem syngur og kraftinn sem röddin hans/hennar hefur? Það er töluverð orka, en hugsið ykkur þá raddir margra, segjum fimmtíu manns og þau áhrif sem þau hafa og þið sjáið kraft fjöldans. Eftir því sem fleira fólk heldur í jákvæðni, er laust við fordóma, sér sig sem einingu, því stærra ljós getur farið inn á dökku svæðin í heiminum.
Það er markmið okkar með ykkar aðstoð, já, þið sálir sem hafið skuldbundið ykkur til þess að aðstoða andlega heiminn, við að koma nýrri orku til jarðarinnar. Það er hægt að skapa þessa nýju orku með krafti fjöldans. Fjöldi sálna sem allar hugsa um frið og breytta jörð, sem er laus við stríð og hörmungar. Það getur tekið smá tíma að skapa þetta, en þegar því hefur verið komið af stað, þegar nógu margar sálir hugsa um þetta markmið, þá er hægt að breyta orku jarðarinnar. Talaðar óskir geta líka verið til hagsbóta, að biðja til Guðs ykkar, hvað sem þið teljið að sá kraftur sé, getur líka gagnast, vegna þess að kraftur tjáðra orða er máttugur.
Það er erfitt að vera jákvæður þegar svona mikið er um deilur og vandamál um allan heim. Því fleira fólk sem biður, því meira ljós verður til að gera breytingar. Þið eruð öll leiðandi ljós, kveikið á lampanum og gerið jörðina að bjartari stað. Það er ekki einungis að þið finnið að þið lyftist upp sjálf, heldur lyftið þið heiminum líka. Þetta virðist vera mikið verkefni, en það er það ekki. Tendrið ljósið.
Maitreya
Efst á síðu
Kennsla Maitreya
Heim
Beint á síðu http://maitreya.co
© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur |
|