|
Megrun
Skilaboð frá Maitreya -miðlað af Margaret McElroy
3. febrúar 2010
Allt er orka. Öll orðin sem þú talar er orka. Sérhver hugsun sem þú hugsar er orka. Orka þarf að fara eitthvað annars fer hún aftur til upprunans. Þegar orkan snýr aftur til upprunans þá hefur hún breyst vegna hugsunarinnar sem tengdist henni. Jákvæð hugsun fer t.d. út og er notuð. Jákvæð orð sem eru sögð skapa meiri jákvæða orku, þau hvetja, skapa og styrkja. Neikvæð hugsun gerir annað af tvennu, hún skapar ótta, efa, óöryggi eða aðrar neikvæðar tilfinningar, eða þá að hún fer aftur inn á við og vegna þess að orkan hefur ekki verið notuð, þá fer hún aftur þangað sem hún var sköpuð. Stöðnuð ónotuð orka verður bara þannig - stöðnuð. Neikvæð orð hafa sömu áhrif.
Þegar manneskja fær enga hvatningu, hefur lágt sjálfsmat, er kvíðin eða efast um eitthvað, þá skapar hún neikvæða orku. Ef hún talar neikvæð orð, þá valda þessi orð eyðileggingu, þau skapa ótta, efa og óöryggi hjá þeim sem orðin beinast að. Þetta skapar hindranir í andlega líkamanum þ.e.a.s. orkustöðvunum- sem hefur áhrif á samsvarandi kirtla í líkamanum. Þegar kirtlarnir virka ekki rétt, þá virkar líkaminn ekki rétt vegna þess að orkan er blokkeruð og getur ekki farið þangað sem hún þarf að fara. Andlegu líkamarnir og efnislíkaminn eru eitt, ekki aðskildir eins og alltaf hefur verið haldið fram. Efnis- tilfinninga, hugar - og andlegu líkamarnir vinna allir SAMAN sem heild, ekki aðskildir. Þegar þeir eru í jafnvægi, þá er allur líkaminn í jafnvægi. Ef einn líkami er úr takti, þá hefur það áhrif á orkuflæðið og venjulega fer sú orka inn á við og aftur til upprunans.
Fólk sem á við þyngdarvanda að stríða - er í yfirvigt, undirvigt, með anórexíu eða búlemíu - er með þetta vandamál vegna þess að orkunni er ekki leyft að flæða. Þetta fólk er næstum alltaf óöruggt, óttast eitthvað, eða hefur einhverjar aðrar neikvæðar tilfinningar. Það er líka möguleiki að þessi vandamál hafi færst á milli endurfæðinga, bæst ofan á, líf eftir líf og er orðin eins og dönsk lagkaka - lag eftir lag eftir lag. Það er ekki þyngdin sem er vandamálið. Heldur það sem veldur þyngdinni – það sem er upphaflegi orsakavaldurinn. Þegar orsökin er fundin, þá léttist manneskjan venjulega og aukakílóin koma aldrei aftur. Það eru ekki kaloríurnar sem þið borðið - eins og þið mannfólkið kallið það - heldur sú staðreynd að þið borðið til þess að veita sætleika inn í lífi ykkar. Þið borðið til þess að róa ykkur þegar þið eruð kvíðin, þegar þið efist, eða finnið til óöruggis. Þegar þið finnið út hvað það er sem veldur ykkur efa, ótta og óöryggi þá hafið þið ekki lengur þörf fyrir að borða á þann hátt sem þið gerðuð.
Það er yfirleitt málið að þeir sem eiga við þyngdarvanda að stríða hafa enga löngun til að þjálfa sig. Þau vilja ekki láta sjá sig vegna þyngdar sinnar, svo að önnur uppákoma er sköpuð, manneskja í yfirvigt getur ekki þjálfað sig vegna þess að hún getur ekki komið sér í gírinn. Þetta er vítahringur. Þeir sem vinna við að hjálpa fólki í yfirþyngd vita bara hálfan sannleikann. Svarið liggur í orkunni og þeirri staðreynd að orkan verður að fara eitthvað. Þegar það er talað eða hugsað, þá þarf eitthvað að skapast. Ef það er ekki skapað þá fer það aftur til upprunans. Þegar orkan skilar sér til upprunans, þá er hún öðruvísi. Ef það var jákvætt þá getur það hjálpað efnislíkamanum að verða heilbrigðum í gegnum kirtlakerfið, alveg eins og orkan sem flæðir í gegnum hendur heilara eða meðferðaraðila. Ef það er neikvætt, þá blokkerar það kirtlakerfið og skapar vanlíðan, eða sjúkdóma.
Finndu orsökina fyrir vandamáli þínu og þú munt finna svarið við þyngdaraukningunni. En líttu líka til aðstæðna úr fyrra lífi. Margar sálir finna lausn á vandamálum sínum frá öðru lífi, en ef vandamálið er ekki losað út á andlegu sviði í gegnum fyrri lífa meðferð þá mun það koma upp aftur. Þú þarft að komast að upphaflegu orsökinni og þá kemur það aldrei aftur.
Maitreya.
Efst á síðu
Kennsla Maitreya
Heim
Beint á síðu http://maitreya.co
© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur |
|